fbpx

Dýrindis júlí

Lífið MittTinni & Tumi

Rosalega var júlí mánuður góður við mig og mína. Ég naut þess að vera með strákunum mínum, vinna smá og styðja unnustann í stórri ákvörðun sem endaði með því að hann er að fara að taka þátt í stofnun nýs fjölmiðils sem nefnist Skástrik – fyrir áhugsama þá er þetta Facebook síðan þeirra.

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum góðum stundum…

SONY DSCVið skelltum okkur í útileigu á Apavatni með skvísum úr mömmuhópnum mínum – við skemmtum okkur konunglega og ákváðum að gera útileiguna að árlegum viðburði. Við Aðalsteinn og Tinni gistum í þessu æðislega tjaldi sem amma mín og afi áttu og er ábyggilega aðeins yngra en pabbi minn. sumar2Ég átti dásamlegar stundir með fallega drengnum mínum – Tinni Snær er í ungbarnasundi hjá Snorra í Mosfellsbænum og tekur miklum framförum í hverjum tíma :)sumar3Ég tók upp sýnikennsluvideo sem ég hlakka til að sýna ykkur og fékk að prófa nýjar snyrtivörur. Meðal varanna sem ég er búin að vera að prófa eru húðvörurnar frá Sóley Organics sem ég er ástfangin af – segi ykkur betur frá þeim seinna.Screen Shot 2013-08-02 at 10.12.25 PMTinni Snær litli gleðigjafinn minn varð 7 mánaða í lok júlí – rosalega er tíminn fljótur að líða!Screen Shot 2013-08-02 at 10.13.14 PMEins undarlega og það hljómar þá er ég búin að njóta þess að vera ómáluð í góða veðrinu – ber bara á mig gott krem og set svo smá sólarvörn yfir daginn. Klárlega þæginlegasta sumarlúkkið.Screen Shot 2013-08-02 at 10.13.43 PMSólin lét sjá sig þegar við vorum á Apavatni og þær stundir voru nýttar vel.Screen Shot 2013-08-02 at 10.20.11 PMBakaði Rice Krispies bombu með mangómauki fyrir afmæli hjá tengdó – ljúffeng!

Nú er ég flutt inná nýja skrifstofu sem ég ætla að nýta mér á meðan ég er ennþá í orlofi. Skrifstofunni deili ég með Skástrik drengjunum. Tinni Snær byrjar hjá dagmömmu um miðjan ágúst þá hefst svona meira rútínulíf :)

EH

Varist Eftirlíkingar

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Erla

    7. August 2013

    Namm! Er ekki hægt að fá uppskrift af þessari köku??