fbpx

Léttir, fljótandi farðar – hvað er í boði? hver er munurinn?

FarðarHúðmakeupMakeup Tips

Margar ykkar eru eflaust búnar að velta því fyrir sér hvenær næsta samanburðarfræsla er væntanleg – ég veit að þær eru alla vega í uppáhaldi hjá mörgum af lesendum mínum.

Í þetta sinn langar mig að taka fyrir létta farða. Þetta er sú tegund farða sem mér finnst vera vinsælust og snyrtivörumerki eru nú flest öll að keppast við að koma með sem flottasta fljótandi farðann – því léttari því betri. Þetta er líka sú tegund farða sem er í uppáhaldi hjá mér. Þeir eru auðveldir í notkun, þeir henta venjulega öllum húðtýpum (þá meina ég það eru til fljótandi farðar fyrir allar tegundir farða) og það er auðvelt að blanda þeim saman við aðrar förðunarvörur svo áferð förðunarinnar verður fallegri og náttúrulegri.

Af því húðin mín er í mjög góðu ástandi þá þarf ég kannski ekki þéttan farða. Ég vil heldur alls ekki farða sem hylur persónueinkenni húðarinnar minnar. Ég er með stóran fæðingarblett undir hægra auganu og á hægri kinninni. Þó svo ég hafi ekki alveg metið þessa bletti þá kann ég að meta þá í dag. Ég vil alls ekki fela þá fyrir einum né neinum og þess vegna eru léttir, fljótandi farðar fullkomnir fyrir mig. Svo vil ég ljómann – sem ég er alltaf stanslaust að tala um. Hann fæ ég þegar ég er með einhvern af þessum förðum hér fyrir neðan….

Screen Shot 2013-12-14 at 12.46.27 AMScreen Shot 2013-12-14 at 11.12.34 PM Screen Shot 2013-12-14 at 11.12.44 PM

Svo langaði mig að deila með ykkur hvaða förðunarbursta ég er að nota til að bera svona létta farða á húðina. Það kemur eflaust nokkrum ykkar dáldið á óvart. Ég er að nota Powder Brush frá Real Techniques. Mér finnst hann henta fullkomlega til að gera áferðina á förðunum lýtalausa. Áferðin frá burstanum er mjúk og rosalega þétt og ég er sjúklega fljót að bera þá á af því burstinn er svo stór! Það er um að gera að hafa það í huga að förðunarburstar þurfa alls ekki að gera bara það sem nafnið þeirra segir til um að þeir geri – látið ímyndunaraflið ganga lausum hala og prófið ykkur áfram þar til þið finnið það sem hentar ykkur best!

1-Powder-Brush-1

Eins og ég segi hér fyrir ofan þá langar mig til að sýna ykkur farðann sem er nýjastur af þessum 6 förðum. Það er serum farðinn frá YSL. Það er auðvitað sparnaður sem felst í því að kaupa svona 2 in 1 vörur eins og þessi farði og sá frá Max Factor. Ég er búin að nota þennan frá YSL mjög mikið. Uppá síðkastið er ég búin að vera að bera fyrst fjólubláa CC kremið frá L’Oreal eða BB kremið frá Elizabeth Arden á húðina og svo ber ég YSL farðann, Max Factor farðann eða Shiseido farðann yfir húðina. Ég vel venjulega bara þann af þessum þremur sem er næst mér þegar ég er að farða mig!

En þið sjáið hvað áferðin á svona léttum farða er falleg og það sem mér finnst fallegast er að húðin mín fær að njóta sín, áferðin er ekki það þétt að öll mín persónueinkenni hverfi alveg. Eins og ég segi fyrir ofan þá eru þessir farðar flottir fyrir ykkur sem eruð með freknur og langar í farða sem hylur þær ekki.

yslfarði2

Endilega kynnið ykkur létta farða – ég mæli alla vega hiklaust með þeirri tegund svona dags daglega. Þeir gefa svo ótrúlega náttúrulega áferð.

Ég lofa fleiri samanburðarfærslum á næstunni!!!

EH

Langar þig í Real Techniques burstana - ég ætla að gefa nokkra!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hafdís

    16. December 2013

    Nú hef ég notað Mineralpúður/farða frá Loréal í 4-5 ár held ég og ekki viljað prufa neitt annað, svona getur maður verið vanafastur!! :) En eftir þennan lestur langar mig að breyta til og er ég mjög spennt fyrir þessum þessum frá Max Factor. Takk fyrir góða umfjöllun og skemmtilegt og fræðandi blogg! Er nánast daglegur lesandi en hef aldrei skilið eftir mig orð :)