fbpx

*Leikur/Æfing

BourjoisLúkkMACmakeupMakeup TipsMaybellineMitt MakeupNýjungar í SnyrtivöruheiminumSmashbox

Ég og makeup dótið mitt áttum ánægjulega kvöldstund í gær. Sonurinn og unnustinn sofnuðu í sófanum svo ég fór bara að leika mér og prófa mig áfram við ýmis lúkk sem voru föst í hausnum á mér – hér fyrir neðan sjáið þið eitt.

Það sem hélt mér alveg við á síðustu vikum meðgöngunnar var að gera sýnikennslur og lúkk fyrir síðuna. Prófa mig áfram, finna innblástur á netinu, Youtube og Instagram – því æfingin skapar jú meistarann. Með því að æfa sig í hvert skipti þegar tími gefst til er maður fljótur að átta sig á því hvað er að virka og hvað er ekki að virka.

Í gær var ég að prófa mig áfram með augnskuggablýant frá Smashbox. Augnskuggablýantar eru komnir/að koma í sölu hjá flestum snyrtivörumerkjum svo það er fínt að vera vel undirbúin. Ég er mjög hrifin af þessari vöru því hún er ótrúlega auðvelt í notkun – flott ein og sér eða sem undirstaða. Hér notaði ég blýantinn með púðuraugnskugga. Ég byrjaði á því að setja augnskuggann í miðjuna og svo skyggði ég með blýantinum svo var það bara að blanda blanda og blanda. Í ferlinu komst ég að því að það hefði jafnvel verið einfaldara og fallegra að setja blýantinn fyrst og svo augnskuggann – svona lærir maður!
Vörurnar sem ég notaði:

 • MAC prep & prime BB
 • Sólarpúður frá Maybelline
 • Gylltur augnskuggi frá Bourjois 
 • Smashbox augnskuggablýantur í bláu
 • Smashbox Bionic Maskari
 • Smashbox gloss í Illume

Í dag er svo planið að eyða miklum tíma með körlunum mínum þar sem sá eldri er loksins í fríi eftir 15 daga vinnutörn! Eigið góða helgi*

EH

Liu Wen - Fegurð úr austri

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Þuríður

  17. February 2013

  Ótrúlega flott lúkk hjá þér :-)

  en ein spurning, veist þú um síðu á netinu sem selur snyrtidót(loréal,maybellin og fleira) sem sendir til íslands? :-)

  • Reykjavík Fashion Journal

   17. February 2013

   Ég versla það sem fæst ekki hér frá þeim merkjum aðallega á eBay – en ég veit að það eru að koma fullt af nýjum vörum hjá merkjunum núna í mars í búðir hér:):)