fbpx

Konan á bakvið merkið: Linda hjá Pastelpaper

Ég Mæli MeðFarðarFyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Þessa dagana geri ég lítið annað en að raða inní nýju íbúðina okkar í huganum. Stærsta breytingin okkar fjölskyldunnar verður án efa sú að nú fær Tinni Snær sitt eigið herbergi sem gerir það af verkum að ég fæ í fyrsta sinn að innrétta sérstakt herbergi fyrir soninn. Ég hef nú þegar sagt ykkur frá plönum mínum um stafaborðann sem verður hengdur upp og notaður til að skrifa setningar úr uppáhalds teiknimyndum sonarsins. Setningar á borð við – Útfyrir endimörk alheimsins (Toy Story) og Viltu koma að gera snjókall (frozen). Ég er mjög spennt fyrir því en verst að stafaborðinn er uppseldur hjá petit.is í augnablikinu :)

Nú hef ég komið auga á næsta grip sem verður inní herberginu hans. Mig langar rosalega að gera einhvers konar myndavegg inní herberginu hans. Þar sem verða myndir af honum, kisunni okkar Míu sem við þurftum að kveðja eftir 5 ár fyr í vikunni, af fjölskyldunni og skemmtilegar teikningar af dýrum. Við eigum nú þegar mynd af ljóni og gírafa og nú langar mig að bæta höfrungakálfi í safnið.

Pastelpaperpetitdeerwhale

Ég er búin að vera að dást að þessum fallegu myndum úr nýju Baby North línunni frá Pastelpaper sem fer í sölu hjá Petit.is á morgun. Ég er svo sannarlega sammáa Svönu okkar á Svartáhvítu þessi krútt bræða mig líka!

PastelpaperPolar

Ég fékk að senda nokkrar spurningar á hana Lindu sem er konan á bakvið Pastelpaper. Mig langaði að forvitnast aðeins um hana og fékk því hugmynd að nýjum föstum lið á síðunni til að kynna ykkur fyrir flottum konum sem eru að gera æðislega hluti sem er tilvalið til að vekja athygli á! Ég elska þegar fólk tekur málin í sínar eigin hendur og skapar eitthvað nýtt fyrir sig og aðra til að njóta.

„Á bak við merki Pastelpaper er Linda Jóhannsdóttir, ástríða hennar fyrir litum, teikningu, textíl og innanhúshönnun er ástæðan fyrir því að hún einn kaldan dag á Íslandi sofnaði Pastelpaper. Linda útskrifaðist sem fatahönnuður úr Listaháskóla Íslands vorið 2013. Hún á 2 stráka (Ísak 6 ára og Nóel 10 mánaða), kærasta og býr í hlíðunum, elskar innanhús hönnun, illustrations, diy, pastel, prjón, plöntur og popp.“

PastelPaperLinda

Hvernig kom til að þú ákvaðst að gera barnalínu?

Verandi mamma er ég altaf að leita af einhverju fallegu fyrir herbergin hjá strákunum mínum, og fólk var oft að biðja mig um barnamyndir. Svo kynntist ég Linnea sem langaði vera með Pastelpaper myndir til sölu í yndislegu búðini sinni Petit. Þannig fæddist Baby North, sem er alveg ný barna illustration lína <3

Hver er þín uppáhalds mynd úr nýju barnalínunni?

Þær verða eiginlega eins og börnin manns, ekki hægt að gera uppá milli.

Er eitthvað spennandi verkefni framundan hjá þér – eitthvað sem er næst á dagskrá?

Það er margt spennandi í bígerð en ekkert sem hægt er að segja frá alveg strax ;)

Pastelpaperpetitdeerwhale

Ég verð að segja að ég heillaðist samstundis af höfrungakálfinum mér finnst hann svo krúttlegur og litirnir í honum svo bjartir og fallegir. Svo ég er búin að velja höfrung í ljósa rammanum inní herbergið hans Tinna. Á morgun fara myndirnar í sölu eins og fyr segir í vefversluninni petit.is þær eru í stærð A3 og munu kosta 7900kr. Ég er sannfærð um að þetta verður líka svona mynd sem Tinni Snær mun vilja fá fyrir sín börn í framtíðinni – þetta eru svo tímalausar og fallegar teikningar sem fegra öll barnaherbergi.

Til hamingju Linda með þessar fallegu teikningar og til hamingju Linnea með að fá að selja þessar fallegu myndir í búðinni þinni – Petit.is. Ég hlakka til að sjá hver viðbrögðin við teikningunum verða.

En nú vitið þið að ég held mest uppá höfrunginn af þessum teikningum svo mig langar að forvitnast hvaða dýr þið mynduð hengja uppá vegg í barnaherbergi á ykkar heimili?

EH

@vilaclothes_iceland sigurvegarar!

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

6 Skilaboð

  1. María Rut Dýrfjörð

    13. August 2014

    Kanínan inní barnaherbergið hjá dótturunni og komandi unga. Hreindýr fram á gang fyrir ofan skenkinn. Hugsa að ég myndi samt skipta um ramma og hafa ferhyrnda (taka neðan af pósternum).

  2. Hildur Sif

    13. August 2014

    Ísbjarnarungan eða kanínuna myndi ég velja fyrir son minn :)

  3. Hildur

    13. August 2014

    Mér sýnist þetta nú vera mjaldur (Beluga Whale), en ekki höfrungur ;) Mjög fallegt samt, hef séð fleiri myndir eftir hana og þær eru mjög flottar.

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. August 2014

      Takk fyrir þetta – mig grunaði nú að höfrungurinn væri einhver misskilningur hjá mér en ég ákvað samt að halda þessu svona;) Rosalega ertu með gott auga ;)

  4. Thorunn

    13. August 2014

    Fékk mér Æðarkollu í stofuna í gær :) En langar að setja nokkur stykki í ofninn svo ég megi kaupa úr Baby North línnunni hahahah

  5. Unnur

    14. August 2014

    Ég ætla að kaupa ísbjarnarhúninn í barnaherbergið hjá mér :)