fbpx

Hvernig á að þrífa húðina – video

Ég Mæli MeðHúðMyndböndSnyrtivörurSýnikennsla

Húðumhirða er eitthvað sem ég hef reynt að fjalla reglulega um með því að segja ykkur frá mínum uppáhalds snyrtivörum. Ég hef áður farið létt yfir það bara í texta hvernig á að þrífa húðina – hver eru svona þessi helstu atriði sem þarf að hugsa um. Ég ákvað að gera smá videoumfjöllun um húðumhirðu sem ég vona svo sannarlega að hjálpi ykkur.

Ég valdi það að nota Garnier vörurnar í myndbandið af því þær eru svo einfaldar í notkun. Þær eru líka á ótrúlega góðu verði sem allir ættu að ráða við.

Ég fer yfir þessi grunnatriði í myndbandinu en svo að sjálfsögðu geta ýmsir aðrir hluti bæst við í ferlið eins og serum, augnkrem og fleiri vörur en það fær að bíða betri tíma og það er von á fleiri myndböndum. Ég er líka búin að gera myndband þar sem ég fer yfir nokkrar góðar vörur fyrir þá sem eru með erfiða og olíumikla húð – en það er einmitt sú tegund húðar sem getur verið erfitt og tímafrekt að koma í jafnvægi.

Hér sjáið þið vörurnar sem ég sýndi í myndbandinu:

garnierFrá vinstri eru þetta:

  • Nordic Essentials Sensitive Eye Make-up Remover
  • Nordic Essentials Refreshing Cleansing Milk
  • Nordic Essentials 24h Moisturising Day Cream
  • Nordic Essentials Refreshing Cleansing Gel
  • Miracle Skin Perfector BB Cream
  • Nordic Essentials Refreshing Vitaminized Toner
  • Nordic Essentials 25 Ultra Cleansing Wipes

Ég vona að þið gefið ykkur sem flestar tíma í að horfa á myndbandið – því eins og ég segi í lok þess þá er undirstaða fallegrar förðunar heilbrigð og vel nærð húð.

EH

 

Elixir

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

11 Skilaboð

  1. Áslaug

    25. October 2013

    æði, ég er einmitt búin að vera að spá hvort ég ætti að prufa garnier og svo kemur þú með þetta video og ég er sold. Út í búð strax í dag

  2. Helena

    25. October 2013

    Koma fleiri myndbönd um RT burstana?

    • Reykjavík Fashion Journal

      25. October 2013

      já – ég á eftir að birta mig minnir 7 video í viðbót – burstarnir eru bara búnir að vera uppseldir á svo mörgum stöðum að ég ákvað að bíða aðeins með að birta þau ;)

  3. Margrét

    26. October 2013

    En hefurðu prófað að nota bara kókosolíuna frá Sollu eða öðrum ? Svo nota ég eitthvað gott andltsvatn á eftir sem er lífrænt og ekki prófað á dýrum. Held mér finnist kókosolían það besta og svo nota ég hana sem bodylotion líka og á allt og í allt :)

  4. Kristín Valsdóttir

    26. October 2013

    Er ótrúlega glöð að sjá þessa færslu! Ég keypti einmitt Garnier vörurnar um daginn því mig vantaði nýtt hreinsidót og krem, fann þetta á svo góðu verði í Bónus, en var samt efins því ég var handviss um að dýrustu vörurnar væru þær bestu.

    Ég er alveg að elska þessar vörur og á pottþétt eftir að kaupa mér þær aftur þegar mitt klárast :)
    Takk fyrir skemmtilegt og fræðandi myndband, alltaf skemmtilegt að horfa!

    • Kristín Valsdóttir

      26. October 2013

      Keypti mér líka BB kremið bara til þess að prófa og er voðalega glöð með það og enn glaðari eftir að þú sagðir að það væri mest verðlaunaðasta BB kremið :)

  5. Rósa

    26. October 2013

    Æðislegt myndband! Á BB kremið og elska það! Finnst koma svo fallegur litur og áferðin rosa fín. Er svo alltaf að horfa á þessar hreinsunarvörur út í búð en svolítið búin að snúast í hringi með hvað ég ætti að kaupa….þú alveg hjálpaðir mér með hvað ég mun kaupa næst :)

  6. Jónína Sigrún

    27. October 2013

    Frábær færsla!
    Allveg eitthvað sem mig hefur vantað, hef verið mikið að spá í þessu með að hreinsa andlitið, en hef verið mjöög léleg í því í gegnum árin, en ætla taka mér tak. Frábært að fá svona video :)

  7. LV

    27. October 2013

    Flott myndband hjá þér, er einmitt að taka mig á í að þrífa húðina, en segðu mér eitt, er must að nota krem eftir að ég er búin að setja andlitsvatnið ? Er reyndar með svolítið þurra húð..

    -LV