fbpx

Óvenjulegar Snyrtivörur

Ég Mæli MeðHúðLífið Mitt

Ég hef aðeins verið að lesa mér til um það sem mér finnst best að kalla óhefðbundnar snyrtivörur. Núna í maí fór ég á námskeið hjá henni Ebbu þar sem hún var að fræða mig og aðrar mömmur í mömmuhópnum mínum um holla fæðu fyrir ungana okkar. Hún kom líka aðeins inná hvernig snyrtivörur hún notaði fyrir húðina – falleg húð tengist að sjálfsögðu ekki bara hvað við berum á okkur heldur líka hvað við látum uppí okkur. En alla vega þá minntist hún á að hún notaði kókosolíu mikið – bæri hana á líkamann áður en hún færi í sturtu og skolaði hana þar af sér – einnig notar hún stundum húðsölt sem hún fær t.d. í Heilsuhúsinu. Eftir fyrirlesturinn fór ég beint í Heilsuhúsið til að skoða söltin og fékk þar þær ráðleggingar að það væri gott að blanda þeim saman við t.d. kókosolíu og nudda yfir líkamann í sturtu. Ég er ekki enn búin að prófa en ég ætla að gera það ég fékk bara valkvíða yfir því hvaða tegund af söltum ég ætti að prófa fyrst…

En meira um kókosolíuna þá var ég líka að lesa mér til um að það væri sniðugt að nota hana til að fjarlægja augnförðun. Því miður á ég ekki eina svona krukku frá Sollu til heima, ég er nýbúin með eina – nota alltaf kókosolíuna frá henni í eldamennsku svo bar ég hana líka á skánina sem myndaðist á höfðinu hans Tinna stuttu eftir fæðinguna. En ég þarf að ná mér í nýja og prófa þetta!

Lumið þið á fleiri óhefðbundnum snyrtivörum sem ég verð að prófa?

EH

Drangsnes

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

  1. Hófí

    21. May 2013

    Byrjaði að nota kókosolíu til að fjarlægja augnförðun, fyrir u.þ.b. mánuði síðan. Virkar svona virkilega fínt og augun á mér eru einnig að fá rosa góða næringu, finnst ég verða mun minna viðkvæm um augun og ekki þurfa að nudda eins og mér fannst ég áður þurfa að gera – nánast rennur af með olíunni.
    Mæli einnig með henni sem djúpnæringu í hárið.

  2. Sigrún

    21. May 2013

    Ég notaði kókosolíu vegna þurra húð, sérstaklega yfir veturinn, og virkaði vel á húðina. Nota hana fyrir sturtu og skola hana af. Nota hana einnig í hárið til að næra það.

  3. Sigrún

    22. May 2013

    Sæl nafna,
    spyr sá sem ekki veit.. hvers vegna að bera hana á fyrir sturtu og skola hana af? :)
    Hvers vegna ekki að bera hana á eftir sturtu og hafa á húðinni?

    bestu kv

  4. Kristín

    22. May 2013

    notaði hana í nokkrun tíma og var mjög hrifinn. þangað til húðin mín steyptist út í útbrotum, sérstaklega í þunnu húðinni í kringum augun. fitusameindirar í kókosólíu eru mjög stórar og geta blokkað viðkvæma húð.

    • Já ég hef einmitt heyrt svona líka – svo er víst ekki sniðugt að setja hana í hárið ef maður hefur aldrei litað það eða er ekki með þurrt hár fyrir.

  5. Elísabet Gunnars

    22. May 2013

    Spes. Já maður verður að prófa –

  6. Pattra's

    22. May 2013

    Kókosólían er EVERYTHING!

  7. Kristín Alma

    22. May 2013

    Ber kókosolíuna á líkamann eftir sturtu, áður en ég þurrka mér. Virkar vel við að halda góðum raka á sístækkandi óléttubumbunni minni ;)

  8. Birgitta

    23. May 2013

    Ólífuolia er mun hentugri þar sem hún er ekki jafn mettandi og kókosolían eins og einhver kom inn á…það er líka hægt að nota möndluolíu og eru þessar olíur t.a.m notaðar sem grunnolíur í nuddi og ilmolíufræðum.
    Prufaðu að blanda saman olífuoliu, sykri og mjög grófu salti (ég hef líka notað grófan púðursykur) og nokkra dropa af ilmkjarnaolíu sem þér finnst eiga við. Olían og sykurinn eru mjög nærandi fyrir húðina á meðan að saltið skrúbbar upp dauðum húðfrumum og eykur blóðflæði hennar. Ilmolíufræðin eru mjög spennandi og virkni hverrar olíu fyrir sig mjög misjöfn. Mæli með því að þú gúgglir þetta og lesir þér til :)