fbpx

Elixir

Ég Mæli MeðIlmirInnblásturNýtt í snyrtibuddunni minni

Þegar ég ákvað að gefa út Reykjavík Makeup Journal ákvað ég að reyna að breyta smá áherslunum sem eru á snyrtivörunýjungar í íslenskum fjölmiðlum – reyna að hafa allt jafnt í bland þar sem það nýjasta er ekkert endilega betra en það gamla góða. En ég ákvað þó að hafa fastan lið í blaðinu þar sem ég tæki fyrir eina nýjung sem mér litist vel á hjá sem flestum merkjum og fjallaði um hana. Ein af þeim er ilmur sem er í miklu uppáhaldi hjá mér núna og heitir Elixir og er frá Escada.

Ég er alveg húkkt á sumarilmunum frá Escada en þeir eru líka með línu af ilmvötnum sem heitir Especially Escada. Elixir bætist við þá línu en hann er mun dýpri en þeir sem hafa verið fáanlegir á undan en ilmurinn er Eau de Parfume – þeir ilmir endast lengur á húðinni. Especially Escada ilmirnir eru ilmir sem eru byggðir á ferskum blómum, Elixir ilmurinn sker sig þó frá hinum þar sem hann er sterkari.

escada-elixir_2

Það eru austrænar rósir frá Tyrklandi sem einkenna Elixir. Ilmurinn samanstendur af öflugu rósaseyði sem blandast austrænum tónum og þannig öðlast ilmurinn meiri þéttleika. Ambretta seeds ýta undir rósatóninn og moskutónninn gerir ilminn að fullkomnum kvöldilm. Í grunninn er það svo vanilla frá Madagaskar, ávaktakeimur frá plómu og sveskju ásamt amburtónum og patchouli.

Bleiki liturinn á ilmvatninu sjálfu er það sem einkennir helst umbúðir ilmsins en einnig er tappinn svolítið skemmtilegur þar sem logo Escada nýtur sín. En stofnandi Escada, Margareth Ley, hannaði logoið sjálf.

Especially-Escada-Elixir-UNCAPPED

„Innblásturinn fyrir ilminn er sóttur í fallegan garð í ljósaskiptum þar sem sjaldgæf og undurfögur dökkbleik rós springur út um leið og sólin sest og gefur frá sér djúpan og göfugan ilm.“

Garðurinn öðlast líf í auglýsingarherferðinni fyrir ilminn sem þið sjáið hér fyrir neðan. Ég rakst á útstillingarnar fyrir ilminn í Hagkaup Smáralind í gær og er dáldið svekkt útí sjálfa mig fyrir að hafa ekki tekið mynd. Fallegar bleikar rósir umluktu ilmvatnsflöskuna – virkilega flott og alveg í takt við innblásturinn á bakvið ilminn.

Especially-Escada-Elixir_new_img_665_443_bgAndlit ilmsins er fyrirsætan Bar Rafaeli en í auglýsingum fyrir ilminn birtist hún í þessum dásamlega rósagarði í gullfallegum djúpbleikum kjól en liturinn er án efa innblásinn frá litnum á ilminum. Bar er andlit Especially Escada ilmanna og hefur verið í auglýsingum fyrir hina ilmina – það er alltaf bleikt og fallegt þema í auglýsingunum en hver ilmur á sinn bleika tón sem er þess vegna ríkjandi í þeirra kynningarefni.breÞað er um að gera að nýta sér Fríhafnardaga í Hagkaup til að fá sér nýjan ilm fyrir haustið – tékkið endilega á þessum.

EH

Lunch

Skrifa Innlegg