Húðumhirða er eitthvað sem ég hef reynt að fjalla reglulega um með því að segja ykkur frá mínum uppáhalds snyrtivörum. Ég hef áður farið létt yfir það bara í texta hvernig á að þrífa húðina – hver eru svona þessi helstu atriði sem þarf að hugsa um. Ég ákvað að gera smá videoumfjöllun um húðumhirðu sem ég vona svo sannarlega að hjálpi ykkur.
Ég valdi það að nota Garnier vörurnar í myndbandið af því þær eru svo einfaldar í notkun. Þær eru líka á ótrúlega góðu verði sem allir ættu að ráða við.
Ég fer yfir þessi grunnatriði í myndbandinu en svo að sjálfsögðu geta ýmsir aðrir hluti bæst við í ferlið eins og serum, augnkrem og fleiri vörur en það fær að bíða betri tíma og það er von á fleiri myndböndum. Ég er líka búin að gera myndband þar sem ég fer yfir nokkrar góðar vörur fyrir þá sem eru með erfiða og olíumikla húð – en það er einmitt sú tegund húðar sem getur verið erfitt og tímafrekt að koma í jafnvægi.
Hér sjáið þið vörurnar sem ég sýndi í myndbandinu:
- Nordic Essentials Sensitive Eye Make-up Remover
- Nordic Essentials Refreshing Cleansing Milk
- Nordic Essentials 24h Moisturising Day Cream
- Nordic Essentials Refreshing Cleansing Gel
- Miracle Skin Perfector BB Cream
- Nordic Essentials Refreshing Vitaminized Toner
- Nordic Essentials 25 Ultra Cleansing Wipes
Ég vona að þið gefið ykkur sem flestar tíma í að horfa á myndbandið – því eins og ég segi í lok þess þá er undirstaða fallegrar förðunar heilbrigð og vel nærð húð.
EH
Skrifa Innlegg