fbpx

Húðhreinsun fyrir þá sem hafa lítinn tíma!

Ég Mæli MeðHúðNýtt í snyrtibuddunni minni

Nýju snyrtivöru ástirnar í lífinu mínu eru hreinsivötnin mín frá Embryolisse og L’Oreal. Þekktasta hreinsivatn í heiminum er frá merki sem heitir Bioderma og það fæst því miður ekki á Íslandi.

Bioderma hreinsivatnið er ómissandi í kitt margra af þekktustu förðunarfræðingum heims og hér á Íslandi. Hreinsivatnið er eftirsótt vegna þess að það er fullkomið til að hreinsa húðina á fljótlegan og einfaldan hátt. Ég hef sjálf ekki prófað Bioderma vatnið en ég er búin að vera að prófa hreinsivötnin frá bæði Embriolysse og L’Oreal og ég er ástfangin.

Ég hef ekkert alltaf tíma til að hreinsa húðina alveg í þaular kvölds og morgna en ég geri það þó samt oftast. Hreinsiklúta gríp ég sjaldan sem aldrei í því húðin mín þolir þá eiginlega ekki því margir þessara klúta þurrka svo upp húðina mína. Hreinsivatnið hefur því nýst mér vel þegar ég hef lítinn tíma til að hreinsa húðina og ég nota það lang oftast á morgnanna.

Það er mikilvægt að hreinsa húðina líka á morgnanna vegna þess að á nóttunni vinnur húðin okkar öðruvísi en þá nýtir hún tímann til að skila óhreindum sem liggja inní húðinni uppá yfirborðið og þau óhreinindi viljum við losna við sem fyrst. Af sömu ástæðu er mikilvægt að skipta reglulega um koddaver. Vegna þess er líka mjög mikilvægt að þrífa húðina á kvöldin svo húðin geti skilað þessum óheinindum en það getur hún auðvitað ekki þegar það er fullt af óhreindum á henni :)

hreinsivatn

 

Kostirnir við að nota hreinsivatn:

 • Fljótlegt, þið setjið bara smá vatn í bómulinn og strjúkið yfir húðina.
 • Hreinsar augun líka, þessi vötn taka líka maskara og gera það mjög vel, ég hef notað þessi til að þrífa maskara með extra góðri endingu og þeir renna af án þess að smita útfrá sér (ég hef ekki enn prófað hreinsana á vatnshelda maskara en mér finnst ólíklegt að það gangi).
 • Húðin fær frísklegt yfirbragð – eins og ég sé búin að skvetta á hana vænni gusu af vatni.

Ég nota bómullarhnoðra því mér finnst þeir miklu mýkri fyrir húðina heldur en bómullarskífur. Þrátt fyrir að hér sé um vökva að ræða þá endast hreinsarnir lengi, ég er varla hálfnuð með mína og ég hef átt þá í þónokkurn tíma. Það þarf alls ekki að nota mikið vatn í einu frekar bara bæta smá og smá við ef ykkur finnst þið vanta meira.

Ég hef ekkert endilega verið að nota andlitsvant með þessum en ég geri það þó stundum og sérstaklega ef ég er að nota það á kvöldin. En þar sem þetta er létt hreinsun og meira bara til að taka óhreinindi af yfirborði húðarinnar en ekki að hreinsa hana að innan þá er andlitsvatn kannski óþarfi. Hreinsivötnin ætti ekki að nota eingöngu heldur með dýpri hreinsun. Ég nota hreinsiburstann minn svona 4 sinnum í viku og þess á milli er ég með léttari hreinsun fyrir húðina til að erta hana ekki um of – þá nota ég m.a. annað hvort þessara. Þar sem vötnin eru svo létt þá ætti það að henta öllum húðgerðum – það finnst mér alla vega!

Eins og aðrar Embryolisse vörur fæst hreinsivatnið frá því merki HÉR en L’Oreal fæst á fjölmörgum stöðum eins og Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu.

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér  fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

p.s. þetta eru sérstök hreinsivötn – íslenskt vatn er ekki alveg það sama og ég mæli ekki með því að þið notið það til að hreinsa húðina ;)

Leyndarmál Makeup Artistans: 10 ráð um varaliti

Skrifa Innlegg

10 Skilaboð

 1. H

  4. September 2014

  Kannski smá kjánaleg spurning en er e-r munur á andlitsvatni og hreinsivatni – er það ekki það sama?

  • Reykjavík Fashion Journal

   4. September 2014

   Nei… það er nefninlega ekki það sama – og engan vegin kjánaleg spurning ;) Andlitsvantið hreinsar ekki jafnvel og hreinsivatnið, það er gert til þess að fjarlægja restar af óhreinindum og til að loka svitaholunum eftir húðhreinsun svo húðin geti starfað eðlilega á ný, en þegar við hreinsum húðina þá erum við að opna hana og fjarlægja óhreinindi úr svitaholunum og þeim þurfum við að loka eftir á svo þær dragist saman aftur :)

   • Agata Kristín

    4. September 2014

    Mæliru með þessu hér að ofan fyrir feita húð eða veistu um eitthvað betra? Er algjör amatjör þegar kemur að hreinsivatni en er að nota pink fruit línuna til að hreinsa húðina og líkar vel en aldrei fundið vatn sem mér finnst henta feitri húð.

    • Reykjavík Fashion Journal

     5. September 2014

     Vel valið með Pink Grapefruit línuna ;) En jú þessi eiga að henta öllum húðtýpum. Vatnið frá L’Oreal er reyndar í húðlínu sem er ætluð þurri húð svo mögulega ættirðu frekar að prófa Embryolisse vatnið :)

 2. Margrét

  4. September 2014

  ég er alltof löt við að hreinsa húðina mína, en nota oft léttan kornaskrúbb í sturtunni á morgnana og svo betri svona 1-2x í viku. ég fer í sturtu alla morgna svo ég nota aldrei neina hresinsimjólk eða eitthvað á morgnana. svo nota ég hreinsimjól+andlitsvatn á kvöldin svona oftast, nema þegar ég er mjööög þreytt þá nota ég hreinsiklúta. Finnst þetta samt ekki alveg nóg og ég vill hugsa betur um húðina. Gætiru gert færslu um svona rútínuna þína á að hreinsa húðina fyrir vikuna? og útskýrt betur þessa bursta og hvernig þú notar þá og hve oft og svona sem þú talar um í færslunni :) og hvaða krem þú notar og hvað er sniðugt og svona, vantar meiri tips varðandi húðhreinsun og ég held ég se alls ekki eina íslenska stelpan sem er alltof löt við að hreina húðina almennilega ;)

 3. Ása

  4. September 2014

  Það er líka til mjög fínt hreinsivatn frá Eucerin sem fæst í flestum apótekum held ég, hef notað það í nokkur ár og finnst það algjör snilld að eiga

 4. Kolbrún Kjartansdóttir

  20. September 2014

  Spurning: er mikill munur á þessu hreinsivatni og hreinsimjölk? Ef svo hver.

  Kveðja Kolbrún

  • Reykjavík Fashion Journal

   20. September 2014

   Já þetta er svona meiri yfirborðshreinsun og miklu fljótlegri, mjólkin hreinsar aðeins meira og er auðvitað mýkri og hentar ef til vill betur fyrir viðkvæma húð. Hreinsivatnið sleppur alveg til svona með en inná milli djúphreinsa ég húðina með gelhreinsi og Clarisonic :) Ég er eiginlega alveg hætt að nota hreinsimjólk en ég geri það ef ég er kannski slæm í húðinni þá er það miklu mýkri hreinsun :)