Í gær kom ég fram sem gestakennari hjá Maybelline á Konukvöldi Léttbylgjunnar og Smáralindar. Ég kenndi gestum og gangandi einfaldar leiðir til að poppa aðeins uppá varalitinn sinn með nýju Vivids varalitunum frá merkinu. Virkilega skemmtilegt og ég vona að ég fái að gera þetta oftar – það er líka svo gaman að breyta aðeins til og fara út að hitta ykkur í staðin fyrir að sitja bara og skrifa og taka sjálfsmyndir;)
Eftir kynninguna mína lá leið mín inní skóbúðina Kaupfélagið þar sem var boðið uppá afslátt af öllum skóm. Ég og Aðalsteinn gerðum smá veðmál í síðasta mánuði og ég vann sem þýddi að ég átti að fá skópar – svo þarna var kjörið tækifæri til að kaupa sér flotta strigaskó á góðu verði;) Þeir verða notaðir á morgun á RFF!
EH
Gærkvöldið
Skrifa Innlegg