fbpx

Funky

Annað DressFashionLífið MittSS14Trend

Ein af mínum uppáhalds flíkum sem ég veit að mjög margar skvísur hafa spurst fyrir um í verslun hér heima er nú loksins fáanleg á Íslandi þökk sé snillingunum í VILA.

Ég var orðin aðeins of sein í flugvélina á leið minni heim frá tískuvikunni í Kaupmannahöfn þegar ég fann hvað ég varð að fara inní verslunina Pieces á Kastrup. Pieces er eitt af merkjunum frá Bestseller en hér á Íslandi er því miður ekki sérverslun fyrir vörurnar heldur eru þær inní VILA og Vero Moda – skiptast á milli. Ég sá liggjandi á einu borðinu svargráar buxur með gati á hnjánum og mundi eftir færslu sem Ása Regins hafði þá nýlega skrifað HÉR. Ég fann fyrir því að ég varð að eignast þessa buxur sama hvað – ég stóð í þeirri trú að þessar buxur væru af tegundinni Just Jude – en nei það var ekki rétt hjá mér… Eftir að VILA skvísurnar höfðu reynt að kaupa inn Just Jude buxur með götum á hnjánum fengu þær þau skilaboð að það hefði aldrei verið gert því efnið í Juse  Jude buxunum væri ekki til þess gert það væri svo mikil teygja í þeim. Svo upp kom að ég fór að tékka aðeins á buxunum og kemst að því að þessar heita Funky;)

Funky fást nú í verslunum VILA á Íslandi á aðeins 8490kr! Þar sem ég var að hlaupa í gegnum Kastrup hafði ég engan tíma til að prófa þær svo ég spurði afgreiðslustelpuna hvaða stærð ég myndi taka ef ég væri venjulega í M í VILA buxum og 38 í Selected buxum – hún sagði mér að taka S/M stærðina og hafði hárrétt fyrir sér.

Screen Shot 2014-05-08 at 10.56.32 PM

Ég er búin að ofnota mínar síðan í janúar – þær hafa verið notaðar að meðal tali svona 3-4x í viku. Það er aðeins farið að sjást á þeim en það gerðist fyrst eftir að þær fóru óvart í þurrkarann. Ég er ekki mikill þurrkaraaðdáandi þegar kemur að mínum fötum – eina sem fer eru nærbuxur, sokkar og hlýrabolir frá mér annað fær að þorna á grind.

Á myndunum hér fyrir neðan sjáið þið hvernig gripurinn var áður en þær skelltu sér í þurrkara… ;)

annasdress2-620x465 (1) annaðdresssunn-620x4131 annaðdresssunn2-620x413

Ég dýrka mínar buxur svo mikið að ég meirað segja fór í VILA í Smáralind í gær og keypti mér annað stykki til að eiga inní skáp til vara – ég er ekki klikkuð ég bara dýrka þessar buxur. Þessar eru aðeins stífari en Just Jude en þær gefa smá eftir og mótast smám saman eftir ykkar hreyfingum. Þessar fara yfir mjaðmirnar og alveg uppað naflanum takk fyrir  – engar lágar buxur hafa fengið að koma heim með mér síðan ég hætti að vinna í Dieselinu í G17 ;)

Sonur minn hefur ótrúlega gaman að gatinu á hnjánum á buxunum – uppúr honum kemur bara oó! og svo potar hann í hnéð á mömmu sinni. Alveg dásamlegur moli og gerir þetta skemmtilega trend enn skemmtilegra. Ég fattaði samt um daginn að í mikilli sól er möst að setja góða vörn á hnén svo ég verði ekki bara sólbrún þar.

Þessar eru að rjúka út svo farið fyr en seinna í VILA leiðangur ef ykkur langar í þær :)

EH

 

Fjórar leiðir til að nota kremaugnskugga

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Hulda Pálmadóttir

    9. May 2014

    hvar fékkstu peysuna ? :)