fbpx

TREND: GAT Á HNÉ

FötInstagramVeronaZARA

Einn júnímorgun síðastliðið sumar sat ég heima, horfði inn í fataskápinn minn og hugsaði með mér að ég ætti bara “engar” buxur til að fara í. Best væri að ég færi út á nærbuxunum og þannig þyrfti ég ekki að klæðast þessum hræðilega ljótu buxum sem fylltu hyllurnar í skápnum mínum. Þetta er náttúrulega ekki í lagi, en ég er líklegast ekki eina kona jarðarinnar sem hef hugsað svona.

Þar sem ég sat og pældi hvort betra væri að ég færi út á g-streng eða boxer datt mér í hug að taka málin í mínar hendur, breyta einhverjum af þessum buxum og þannig koma í veg fyrir hjartaáfall þeirra sem myndu mæta mér hálf berrassaðri úti á götu. Ég kann ekki á saumavél og því lá leiðin auðvitað bara inn í eldhús að sækja skæri. Ég klippti gat á vinstra hnéð á gömlum svörtum ZARA buxum sem ég var hætt að nota og hafði ekki nokkurn áhuga á að klæðast ever again. Hugmyndina fékk ég frá Tash Sefton á síðunni Theyallhateus.com og að sjálfsögðu urðu buxurnar my all time favorite en ég hef varla farið úr þeim síðan.

Það hafa greinilega fleiri glímt við þetta sama vandamál ( íhugað að fara út berrassaðar ) en ég sé alltaf fleiri og fleiri myndir af dömum sem virðast hafa dottið á hnéð í svörtu buxunum sínum og rifið gat á þær í leiðinni. Ég gerði því greinilega eitthvað rétt þennan ágæta sumardagsmorgun ;-)

 

photo-7-620x620

 

Mynd sem ég póstaði á instagram í júní sl skömmu eftir atvikið. Hér má sjá gatið umrædda sem og smart svart matt naglalakk.

1175513_10151958689439793_1116022123_n

.. föstudagsblómin keypt..

1c144f36fb5565eb0355205022d62dc3

.. flott kasjúal..

3bdc6c2c822749eda4b34dd3cd6c5987

og ekki verra við svarta pinnahæla.

Allavega, það má alveg skoða þetta “trend” og jafnvel íhuga að klippa svörtu buxurnar í fataskápnum.

.. eða mér finnst það amk flott!

EXPENSIVE LIFESTYLE

Skrifa Innlegg

9 Skilaboð

 1. Karen Lind

  30. January 2014

  ótrúlega flott – er enn að leita að hinum fullkomnu buxum fyrir þetta!

 2. Unnur Helga Hjaltadóttir

  30. January 2014

  Finnst alltaf svo töffaralegar svona boyfriend jeans með hnégötum, það er allaveg á óskalistanum mínum!

 3. Pattra S.

  31. January 2014

  Elska mínar.. keypti svartar buxur í H&M í haust fyrir heilar 99.-dkk og klippti göt báðum megin ;)
  Skemmtilegt lúkk!

 4. Dagný Björg

  31. January 2014

  Lovelí – er akkúrat með einar buxur sem væru fullkomnar í svona mission.

 5. Sveinrún

  31. January 2014

  Mikið svakalega er ég viss um að peysan svarta,sé flott.langar til að vita…..hvar fékkstu hana? ;-)

 6. Kristín Valsdóttir

  31. January 2014

  Ahh svo fínt!
  Klippti einmitt gat á tvennar buxur sem ég á og var orðin þreytt á, nota þær óspart núna! :)

 7. Hilrag

  1. February 2014

  ég var í nákvæmlega sama pakka fyrir svona ári síðan, átti svartar buxur sem ég notaði aldrei og fannst ég ekki eiga neinar almennilegar buxur. prófaði að klippa göt á bæði hnén – núna eru þær orðnar ofnotaðar og búnar að rifna í klofinu og orðnar gráar en ég tími ekki að hætta að nota þær :( haha

  xx

 8. Þorsteinn Bjarnason

  6. July 2017

  Er nokkuð mikið mál að gera þetta ?