fbpx

Fataskápurinn Minn

Lífið Mitt

Þá er komið að því að opna fataskápinn minn aftur. En eins og ég sagði frá HÉR þá man ég ansi vel eftir öllum flíkunum mínum en í þetta sinn langaði mig líka að láta myndir af mér í flíkunum fylgja með :)

Ég keypti mér þessa skyrtu á útsölunni í Asos síðasta vor og henni var ætlað að draga athyglina frá sístækkandi maganum mínum – það tókst ekki þar sem ég var farin að fá spurningar um hvort ég væri ólétt þegar ég var komin sirka 9 vikur – eins og á myndinni af mér í skyrtunni… Hún er alveg ótrúlega fín og sumarleg og ein af fáum flíkum sem ég get notað eftir að ég átti Tinna Snæ sem lætur mig ekki líða eins og ég sé ennþá ólétt.

Fallegi útskriftarkjóllinn minn sem ég keypti mér 2 árum áður en ég útskrifaðist í Spúútnik Kringlunni. Hann er svo fallegur – himinblár úr léttu efni. Ég efast nú um að hann verði notaður aftur en þennan ætla ég mér samt að eiga alltaf til minningar um frábæran dag!

Þennan fallega kjól fékk ég í uppáhalds vintage eBay versluninni – sjáið HÉR. Ég hef samt bara ennþá klæðst honum einu sinni og það var þegar ég var komin rúmar 20 vikur. Sem betur fer teygist vel á honum því kúlan var ansi stór – hann er samt níðþröngur á mér núna þetta er alveg stórkostlegt efni sem lætur kjólinn passa bara á þann sem er í honum:)

Nýjasta flíkin í fataskápnum mínum eru þessar buxur sem ég fékk á hlægilega góðu verði á lagersölu Andersen & Lauth. Ég notaði þær í fyrsta sinn í nafnaveislu sonarins sem fór fram um síðustu helgi.

Það tók mig dágóðan tíma að finna þennan fallega jakka. Jakkinn er frá Topshop og ég reyndi að kaupa hann tvisvar í gegnum vefverslunina þeirra áður en hann seldist upp svo tók ég þátt í þónokkrum uppboðum á eBay þangað til ég vann hann loksins! Ermarnar eru úr jersey efni og restin úr léttu efni sem ég hef ekki hugmynd um hvað heitir. Ég nota hann mikið og var meðal annars í honum á RFF°3 í fyrra.

Svo varð ég að leyfa þessari blússu að fylgja með – ég hef reyndar ekki enn notað hana sjálf en margir aðrir hafa fengið hana lánaða. Mér finnst hún alveg dásamlega falleg og ég fékk hana á 2000kr í Kolaportinu fyrir rúmum 2 árum síðan – ég þarf nú að fara að nota hana bráðum… :)

EH

Eurovision Ást

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1