fbpx

Eurovision Ást

Ó hvað ég hoppaði og fagnaði þegar síðasta umslagið í fyrri forkeppni Eurovision í ár var opnað – Holland eitt af mínum uppáhalds lögum komst áfram. Ég átti nú alls ekki von á því sérstaklega þegar lönd eins og Slóvenía, Króatía og Serbía áttu eftir að fara áfram. Ég var með 7 rétt af þeim 10 sem komust áfram – ekki slæmt finnst mér…

Önnur lög sem voru í uppáhaldi hjá mér voru Danmörk og Eistland….

Ég er mikið Eurovision nörd og hlakka mjög til fimmtudagsins þegar íslenska framlagið verður flutt. Ég hefði nú að sjálfsögðu verið til í að vera þar sjálf með henni Unni sem lenti í 2. sæti en mér finnst hann Eyþór æðislegur söngvari og ég veit hann á eftir að standa sig vel! Ég er þó ekki alveg viss um að hann muni komast uppúr forkeppninni en ég fagna því að lagið sé flutt á fallega tungumálinu okkar.

Hvað segið þið – kemst Eyþór áfram? og með hverjum haldið þið?

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg