fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

DiorÉg Mæli MeðmakeupMakeup ArtistMakeup TipsNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minni

Í fyrsta sinn í langan tíma eyddi ég heilum degi utandyra á sunnudaginn – sólin skein svo skært og ég tók eftir því að ég er komin með ansi margar freknur í framan síðan þá. Mér fannst þess vegna tilvalið að prófa nýjasta BB kremið í snyrtibuddunni í morgun – Diorskin Nude Tan BB krem frá Dior. Kremið er dökkt á litinn og gefur húðinni fallegan bronslit.

Hér sjáið þið hvernig kremið er – það lítur út fyrir að vera alltof dökkt fyrir mig en þegar ég er búin að bera kremið á húðina þá sjást varla litaskil. Kremið er fáanlegt í tveimur mismunandi litum – ég er með þann dekkri.

Ég er mikið búin að vera að nota mitt „venjulega“ BB krem úr þessari línu – ég var einmitt að kynna það á Tax Free dögum síðustu helgi  – það er í miklu uppáhaldi. Tan kremið er með sömu léttu formúlu og hitt nema í staðin fyrir að gefa húðinni sinn lit þá gefur það henni aðeins meiri og dekkri lit. Kremið gefur húðinni góðan raka og vörn, fallegan ljóma og jafnar lit húðarinnar þannig hún fær öll sama litinn. 

Eins og þið sjáið þá er það það létt að freknurnar mínar sjást vel í gegn – setti það yfir alla húðina í morgun – smá hyljara undir augun og svo bara maskara. Mér fannst ég ekki þurfa neina skyggingu – kremið sá bara um allt. Ég strauk kreminu einnig aðeins niður á hálsinn bara svo það kæmu nú ekki skörp litaskil.

Í morgun setti ég bara eina mjög létta umferð en ég er búin að prófa mig aðeins áfram bara á handabakinu og það er auðvelt að byggja upp litinn og gera hann aðeins meiri og dekkri með því að setja aðra umferð. Ég geri það klárlega í sumar þegar ég er komin með aðeins meiri lit eftir alla göngutúrana mína og Tinna.

Ég notaði mjög lengi litaða kremið frá Kanebo á sumrin en ég held að þetta krem frá Dior taki nú við – skemmir ekki fyrir að það sé BB krem en ég er mikill aðdáandi þeirra!

Mæli hiklaust með þessu fyrir þær sem nenna ekki að bíða of lengi eftir sólinni.

EH

Varalitadagbók #16

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Karen

    15. May 2013

    Veistu hvort það sé til svona frá öðrum merkjum :)?