Það eru komnar nokkrar vikur síðan ég lét fjarlæga Instagram borðann minn á síðunni. Mér fannst fara alltof mikið fyrir honum og mig langaði miklu frekar að nýta myndirnar í færslurnar mínar án þess að vera að birta þær alltaf aftur og aftur. En ég hef nú kannski ekki verið að standa mig alveg nógu vel í að birta myndirnar svo hér koma nokkrar vel valdar frá síðustu vikum.
Aldís Páls ljósmyndari og Anna Þóra fyrirsæta og ég gíruðum okkur upp fyrir langan dag. Föstudeginum síðasta eyddum við inní Hagkaup Smáralind í sýnikennslumyndatöku sem þið fáið að sjá í næsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal!Um leið og næsta Reykajvík Makeup Journal er komið út ætla ég að eiga svona morgunn!!!!Þessi æðislega dúskahúfa frá Feldur verkstæði er á mínum jólagjafaóskalista – fæst í Geysi Skólavörðustíg – kostar 9500 kr. Ekta felddúskur en ekki hvað;)Eitt af nýju naglalökkunum mínum frá Deborah Lipman – fæst í Sævar Karl – meira HÉR.Ég heillaðist af þessum bol út T by Alexander Wang línunni <3 Fæst í Sævar Karl.Frábært úrval af Deborah Lipman naglalökkum hjá Sævar Karl.Ég sé ekki sólina fyrir þessum gullfallegu skóm frá Shoe the Bear sem fást í GK Reykjavík!Kærustupar á landsleik – Ísland – Króatía :)Á miðnæturopnun Smáralindar í fallega kjólnum frá Selected – meira HÉR.Nýja Dior veskið mitt – meira HÉR.Ég gerði smá Countouring sýnikennslu um daginn sem er væntanleg inná síðuna innan skamms!Fáránlega flottir Liquid Sand litirnir í hátíðarlínu OPI sem er væntanleg til landsins innan skamms!Förðunarinnblástur!Við Trendnet bloggararnir styðjum okkar fólk – hér erum við Karen og Svana Lovísa að dást að nýjasta sköpunarverki Theodóru – Lokkar sem er nauðsynleg undir öll jólatré í ár;)Goodiebag í gleði hjá Sóley OrganicsSóley Elíasdóttir hjá Sóley Organics segir frá nýjungum hjá merkinu.Dögg andlitsraki er virkilega gott rakakrem – skrifa um mína upplifun innan skamms.Ég elska Dolce Gusto kaffivélina mína!!! Mæli hiklaust með henni – svo safna ég múmínbollum og hér sjáið þið næst nýjasta bollann í safninu mínu sem telur nú 10 bolla;)Að klippa sýnikennsluvideo er góð skemmtun:)Verkfærabeltið mitt!Ég er alveg húkkt á Joe & the Juice – sérstaklega kaffinu hjá þeim:)On set fyrir Magneu Einars.Vetrarkuldi í Reykjavíkurborg.RiRi <3 MAC – Talk That Talk varaliturinn sem seldist upp á 5 mínútum…
Vinkona mín ;)Á tímabili birtist ég í fjölmörgum fjölmiðlum – ég vona að þið hafið ekki fengið ógeð af mér;)Rauðvín og ostar að kvöldi 24. afmælisdagsins.
Afmælismæðgin!Fjölskyldan mín þekkir mig svo vel og flestar gjafirnar voru finnskar eða komu úr uppáhalds búðinni minni sem er án efa Hrím. HÉR sjáið þið innihald pakkanna.Forsíðumódel og forsíðan <3Tinni Snær greip líka athygli fjölmiðla og sjarmörinn í Eymundson nú orðinn landsþekktur!Ég er búin að vera að gera videoumfjallanir um húðumhirðu – ég tók fyrri vörur frá Garnier þar sem ég hef góða reynslu af þeim og svo eru þær á svo góðu verði;)Snúllinn minn hjá langömmu og langafa í fínu buxunum frá As We Grow sem hann ofnotar :)Fyrsta tölublað Reykjavík Makeup Journal sem ég er enn að rifna úr stolti yfir :)
Ef ykkur langar að fylgjast með mér á Instgram þá er öllum það velkomið en þið finnið mig undir @ernahrund. Svo get ég ekki skrifað um Instagram án þess að minnast á það að þið verðið að sjálfsögðu líka að merkja ykkar trendmóment með merkingunni #trendnet :)
EH
Skrifa Innlegg