fbpx

Ég mæli með heimsókn í Sævar Karl

Ég Mæli Meðneglur

Á þriðjudagsmorgni fyrir viku síðan gerði ég mér ferð niðrá Hverfisgötu inní Sævar Karl. Ég hafði mælt mér mót við verslunarstjóra verslunarinnar til að fræðast og skoða naglalakkamerki sem er til sölu í versluninni.

Ég verð að viðurkenna það að ég þorði eiginlega ekki inní búðina. Ég hef svo oft labbað framhjá en ég held ég hafi bara verið búin að ákveða að þarna inni fengi ég ekkert – af því allt væri svo rosalega dýrt. Ég var algjörlega búin að dæma verslunina eftir útliti hennar og orðspori. Þarna eru jú vissulega dýr föt en inná milli eru líka mjög flott merki sem ég myndi aldrei segja að væru dýr – alla vega ekki miðað við hvað föt kosta í dag. Merkin þarna eru líka mikil gæða merki og virkilega flott t.d. T by Alexander Wang – ætla að koma betur að því seinna:)

En aftur að naglalökkunum – merkið heitir Deborah Lipman í höfuðið á konunni sem stofnaði fyrirtækið í kringum þessi hágæðalökk. Ég er aðeins búin að kynna mér merkið og konuna á bakvið það en hún virðist vera svona „go to“ naglafræðingurinn hjá stjörnunum. Deborah leggur mikla áherslu að það séu gæðaefni í lökkunum hennar – þetta eru svona „no nasties“ naglalökk og alveg „high fashion“ litir sem eru allir nefndir í höfuðið á þekktum lögum.debl5

Ég verð að hrósa lökkunum fyrir frábæra endingu. Glansinn, áferðin og liturinn endist miklu lengur heldur en ég átti von á. Mínar neglur verða fyrir miklu hnjaski – veit ekki endilega afhverju en ég er ekkert mikið að pæla í naglalakkinu mínu ég vil bara að það sé gott og að ég þurfi ekki að pæla í því. Ég var með rósagyllta lakkið í 6 heila daga án þess að það kæmi sprunga í litinn – ég var hvorki með base coat né top coat. Það finnst mér eiginlega bara fáránlega fín ending!

Hér sjáið þið litina sem ég prófaði:

Polka Dots and Moonbeams, sjúklega flott naglalakk með doppum í. Liturinn er mjög ljós en það er auðvelt að byggja hann upp. Hér sjáið þið að ég setti tvær umferðir á eina nögl en ég er með eina á hinum bara til að sýna ykkur hvað er hægt að gera. Það er hægt að fá fullt af svona doppóttum yfirlökkum en þetta er það fyrsta sem ég hef prófað sem er með lit í og dreifir vel og jafnt úr doppunum.

debl3 Pretty Vacant, þessi flotti, kaldi grái litur er með hrjúfri áferð sem minnir dáldið á Liquid Sand frá OPI en hún er samt miklu mýkri.debl2

Glamorous life, myndin gerir þessum lit ekki nógu góð skil því miður. Þetta er fullkominn rósagull litur – truflaður! En Deborah var í þrjú ár að fullkomna þennan lit. Hún var með það á heilanum að gera lit í stíl við úrið sitt og það tókst loksins:) Hann er alls ekki jafn gylltur og hann virðist á myndinni hjá mér. HÉR sjáið þið hvernig liturinn er í raun.

deblÞessum mæli ég hiklaust með – þau kosta frá 3900kr og upp. Línan er mjög breið og það eru líka fáanleg alls konar herðingar og styrkingar:)

Mæli með að þið gerið ykkur ferð niðrá Hverfisgötuna næst þegar þið röltið niður Laugaveginn.

EH

Burt með þriðjudagsþreytuna

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. Andrea Lind

  27. November 2013

  Ekkert smá flott naglalökk. Er þetta eina verslunin sem selur Deborah Lipmann á Íslandi? Hafði ekki hugmynd um að þetta væri hérna.

  • Reykjavík Fashion Journal

   27. November 2013

   Já þau eru alveg æðisleg! En jú ég held það ég hef alla vega ekki séð þau neins staðar annars staðar.