fbpx

Nýtt í fataskápnum

FallegtFashionNýtt í Fataskápnum

Ég rak augun í dásamlega fallegan kjól í haust lookbooki frá Selected sem lá á afgreiðsluborði verslunarinnar í Smáralind núna í haust. Ég tók bókstaflega andköf og krafðist þess að starfsmenn verslunarinnar létu mig vita um leið og hann kæmi. Þau fengu þó aldrei tækifæri til þess þar sem ég var mætt um leið og ég sá tilkynningu að kjóllinn væri mættur á Facebook síðunni þeirra.

Þau komust heldur ekki upp með að smella ekki af mér mynd í fallega kjólnum – að sjálfsögðu inní búðinni en ekki hvar! Selected er ein af mínum uppáhalds verslunum. Ég versla mikið þar og sérstaklega fyrir Aðalstein. Að mínu mati býður búðin uppá ein flottustu herrafötin hér á höfuðborgarsvæðinu og á mjög góðu verði. Því miður leyfir fjárhagur heimilins ekki alveg það að versla bara hönnunarvörur þó svo það væri mjög gaman.

selectedkjóllHér sjáið þið svo kjólinn í allri sinni dýrð – mér finnst dáldið skemmtilegt hvernig hann er tekinn upp svona í hliðunum það brýtur kjólinn aðeins upp. Kjóllinn minnir mig alveg hrikalega mikið á kjól sem kom frá Wonhundred í GK fyrir svona tveimur árum það var líka svona stjörnustemming á honum. Svo kom líka peysa í sama stíl svona jersey peysa.

Ég er nú þegar komin með tilefni til að nota kjólinn og það styttist í það! Mikið meira um það seinna ;) Svo kemur hann líka sterklega til greina sem annað hvort jóla- eða áramótakjóll ársins.
selectedkjóll2Það voru þónokkuð margar nýjar vörur en ég mátaði líka buxur sem heilluðu mig mikið þær voru kolsvartar og þaktar í silfruðu glimmeri. Áferðin sést alls ekki nógu vel á þessari mynd en þær voru mega flottar og ég mjög skotin í þeim. Ég er samt mjög erfið með buxur og ákvað aðeins að melta kaupin betur – hvað segið þið?

Hvíta peysan er ekki ný en mér fannst hún passa við buxurnar – svart á móti hvítu og lúkkið á henni sýnir kannski líka að buxurnar er líka hægt að nota bara hversdags.

selectedkjóll3Takk fyrir frábæra þjónustu elsku Selected fólk – yndisleg eins og alltaf!

EH

Cashmere

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Kolbrún

  12. November 2013

  Líst vel á þessa síðu :-)

 2. Svanhildur

  13. November 2013

  Fab kjoll :) fer ter vel :)

 3. Anna Signý

  16. March 2014

  Ég elska þennan kjól! Fann hann á netinu og mig langar svo að kaupa hann. Þar sem ég hef aldrei keypt mér neitt í Selected er ég aðeins efnis með stærðina. Er mikið að spá hvort ég þurfi 38 eða 40… Má ég spyrja hvaða stærð þú tókst hann í? :)

   • Anna Signý

    16. March 2014

    Takk fyrir :) Ég ætla svo að fjárfesta í þessum kjól, er orðin alveg heilluð af vörunum frá Selected eftir að hafa að lesið bloggið þitt ;)