fbpx

Dýrindis gjafir

Fyrir HeimiliðLífið MittTinni & Tumi

Afmælisdagurinn í gær var fullkominn í alla staði. Dagurinn byrjaði á góðu knúsi og kúri með strákunum mínum og á eftir fylgdi skál full af Coco Puffs ásamt pökkum frá þremenningunum – unnustanum, syninum og kisunni.

Eftir hádegi mættu svo nánasta fjölskylda og góðir vinir í afmælisbrunch sem heppnaðist líka bara svona vel. Restinni af deginum var svo eytt fyrir framan sjónvarpið með osta og rauðvínsglas – eftir að Tinni Snær var sofnaður að sjálfsögðu ;)

Mig langaði að deila með ykkur broti af því sem leyndist inní pökkunum fallegu…

IMG_2196Unnustinn les bloggið greinilega vel og gaf mér þessa dýrindis hálsfesti frá Second Female sem hann fékk í MAIA á Laugaveginum en ég skrifaði um hana ásamt fleiri vörum úr nýjustu línunni frá þeim núna í haust.

IMG_2197Einkasonurinn gaf mömmu sinni allan heiminn – mig hefur lengi langað í hnött og þennan fundu þeir feðgar í My Concept Store.

IMG_2200Hér sjáið þið svo veglega brunchinn – þetta tókst okkur parinu að gera alveg sjálf fyrir 25 manns! Tengdó kom þó færandi hendi með þessa dýrindis köku og tengdapabbi mætti svo með fleiri pönnukökur.

IMG_2201mmmm… hvað þetta var gott og þetta verður gert aftur sem fyrst!

IMG_2245Mágkona mín mætti með frumlegasta og flottasta innpökkunarpappírinn!

IMG_2249Amma mín og afi misstu sig smá í gleðinni enda fengu þau þakkarsímtal um leið og pakkinn hafði verið opnaður. Þessi fjögur fallegu iitala glös komu uppúr pakkanum þeirra. En ég hafði nefnt við þau að mig langaði að safna minni týpunni af þessum glösum en fyrir eigum við sett af fjórum af stærri týpunni. Ég þurfti því ekki að safna lengi þó svo mig langi mikið í fleiri… – hint fyrir jólagjafir ;)

IMG_2251Dásamlegir kertastjakar frá Kahler komu uppúr pakkanum frá mömmu og pabba og góðum vinum – þessir fást í Hrím. Ég er nokkuð skotin í þeim.

IMG_2255

Frændi minn mætti með Moomin jólabollann sem er nýkominn í verslanir – hann vissi sko ekki af því að ég er að safna bollunum og að þessi væri á næstur á innkaupalistanum. Gjöfin hitti beint í mark og nú á undirrituð að mig minnir 12 bolla eða 11 – skelli í færslu með safninu innan skamms.IMG_2257Önnur mágkona mín mætti með fyrsta iitala kertastjakann minn – ég er vel búin kertastjökum fyrir haustið og er nú þegar búin að koma fyrir kerti í þessum og tilla honum í eina af gluggakistunum mínum.

IMG_2259Loksins – Jón í lit! Æskuvinkonurnar glöddu mig mikið með þessum fallega grip sem ég hlakka til að finna stað á heimilinu.

IMG_2261Bambinn kom uppúr pakkanum frá mömmu og pabba og þessi dýrindis dúkur er frá tengdaforeldrunum. Fallega taskan er úr Aurum og er frá hinni smekklegu mágkonunni minni.

IMG_2264Þesso flotta Mía fylgdi töskunni hér fyrir ofan – mig hefur lengi langað í þessa en ég elska allt moomin sem kannski einhverjir hafa tekið eftir. Það hefði held ég komið fáum á óvart ef sonurinn hefði fengið nafnið Snabbi, Snúður eða jafnvel Múmínsnáðinn….

IMG_2266Svo var það þessi fallegi blómavasi frá Bloomingville sem fæst í Hrím – Basilíkuplanta heimilisins situr nú enn fallegri í þessum potti útí glugga. Ég komst að því að bróðir minn er bara virkilega smekklegur í gjafavali eftir allt saman – það eða hann valdi sér hárrétta kærustu!

IMG_2267

Það að eiga þennan litla polla gerði daginn minn fullkominn í alla staði – yndislegi strákurinn minn <3

Takk allir fyrir að gera daginn minn fullkominn í alla staði – hlakka nú þegar til að halda uppá næsta afmæli sem verður afmæli sonarins. Rosalega er tíminn fljótur að líða – mér finnst eins og ég hafi eignast hann í gær.

EH

Rihanna mætir í MAC á morgun!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Pattra S.

  30. October 2013

  Heppin ertu elsku blóm :)

 2. Sirra

  30. October 2013

  Vá engar smá gjafir :) oooog eigum við að ræða hvað veisluborðið var girnilegt hjá ykkur! Snillingar ;)

 3. Sara Lind

  30. October 2013

  Vá það mætti halda að þú hefðir verið að halda upp á fertugs afmælið… öfunda þig af öllum fínu fínu pökkunum sem þú fékkst! Smekk fólk á ferðinni að velja gjafir :)

  • Reykjavík Fashion Journal

   30. October 2013

   haha segðu! ég er ennþá í skýjunum með hvað ég á yndislega að og er að njóta þess að vera umlukin svona fallegum munum heima hjá mér :)