fbpx

Drauma pallettan

AugnskuggarAuguBobbi BrownFræga Fólkið

Ég er svo skotin í þessari fallegu augnskuggapallettu frá Bobbi Brown. Muniði eftir pallettunni frá merkinu sem var bara hægt að kaupa í flugvélum Icelandair – þessi minnir mig dáldið á þá pallettu. Hún er ekki fáanleg lengur en ég á reyndar mína ennþá og ég tími alls ekki að losa mig við hana þó skuggarnir séu löngu runnir út á tíma. Mér finnst þessi palletta bara svo klassísk og flott og litirnir eiga alltaf við og ég notaði þá mikið.

Ég er sjálf mjög skotin í vörunum frá Bobbi Brown og líka henni sjálfri og hennar sýn á merkið, vörurnar og konurnar sem hún er að reyna að höfða til. Þessi palletta kom sem hluti af Chocolate Obsession línunni sem er tiltölulega nýkomin í verslanir. Hún er víst alveg að seljast upp svo ég verð að fara að hafa hraðar hendur ef ég ætla að eignast hana.

Hér sjáið þið þessa gersemi!

Þetta eru litir sem ég sé fyrir mér að geta notað ótrúlega mikið – glimmeraugnskugginn í miðjunni finnst mér fullkomna pallettuna og eykur fjölbreytni augnskugganna. Þarna eru skuggar með öllum áferðum – hvað meira þarf maður. Það er reyndar ekkert að marka mig ég er ekki eins og aðrir því ég fæ aldrei nóg;)

Svo að sjálfsögðu er hér andlit merkisins, Katie Holmes, förðuð með vörum úr línunni og að sjálfsögðu skuggum úr pallettunni fallegu. Bobbi-Brown-Rich-Chocolate-Katie_Model-shotHér er hún eins og ég sýndi ykkur í gær með brúntóna förðun og fallegan bleikan lit í kinnunum til að gefa andlitinu meira líf!

EH

Nýtt í fataskápnum

Skrifa Innlegg

14 Skilaboð

  1. Katie

    13. November 2013

    Hvað kostar hún, og ef hún klárast, kemur ekki ný sending? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      13. November 2013

      ohh veistu ég á eftir að kanna það – er að fara í Smáralindina á morgun og ætla að tékka á henni í leiðinni:) En nei þetta er svona one shot lína sem kemur ekki aftur – alla vega ekki svo ég viti… :(

  2. Ragnhildur

    13. November 2013

    hún er svo flott ! ;)

  3. Ásta

    13. November 2013

    Fallegir þessir! Langaði að spyrja hvort þú hafir eitthverntímann gert færslu um líftíma snyrtivara? s.s augnskugga, maskara, augnblýanta og allt mögulegt… Þ.e.a.s hvenar það er æskilegt að henda vörunum í ruslið :-)
    Væri flott að fá þitt álit..
    Takktakk xx

  4. Harpa Sif

    17. November 2013

    Ooo ég var svo ótrúlega hrifin af (held ég) pallettunni sem þú varst að tala um, mér finnst voða gaman að hafa augnskugga en dagsdaglega vill ég hafa meira bara skugga heldur en eitthvað svaka make up.. Og líka þegar maður fer eitthvað svona “smá” fínt, heldurðu að þessi sé kannski málið í það? Vill samt alveg hafa einn sem má alveg verasmá dökkur í sskuggann

    • Reykjavík Fashion Journal

      17. November 2013

      Bíddu nú við – var það eh önnur palletta eða meinarðu þessi palletta sem var alltaf til í flugvélunum… nú er ég alveg rugluð með þér :) En ég held að þessi palletta sé einmitt svona palletta eins og þú ert að tala um – þetta er góð blanda af bæði sanseruðum og möttum litum og þú sérð að dekksti liturinn er mjög dökkur og svo er glimmerskugginn fullkominn til að poppa aðeins upp á augun :)

      • Harpa Sif

        19. November 2013

        Ég er allavega komin á það að ég verð að gera mér ferð til að skoða þetta :) það er bara svo þægilegt að hafa þessa daglegu augnskugga í pallettunni, þá er maður bara með þettaaá sínum stað :)

  5. Helena Friðjónsdóttir

    17. December 2013

    Er þessi löngu uppseld? Og veistu hvað hún kostaði?

    • Reykjavík Fashion Journal

      18. December 2013

      ohh já hún er það – ég man því miður ekki hvað hún kostaði en ein af pallettunum í Fade to Black línunni frá Smashbox er mjög svipuð ég man ekki heldur alveg hvað hún kostaði. En ég er að kynna fyrir Bobbi Brown á morgun milli 12 og 18 í Smáralind þá get ég aðstoðað þig ef þú hefur tök á að kíkja til mín ;)