fbpx

Dekurkvöld

Blue LagoonÉg Mæli MeðFallegtHúðLífið MittLúkkMakeup TipsSnyrtivörurTrend

Ég var búin að ákveða að dekra aðeins við húðina mína svo hún yrði nú alveg fullkomin fyrir morgundaginn. Þar sem kvöldið í kvöld fer að mestu leiti í að fara á Hildi Yeoman sýninguna og fylgjast með því sem verður á seyði þar baksviðs þá tók ég dekurkvöldið mitt í gær.

Ég byrjaði á því að þrífa húðina ótrúlega vel ég notaði góðan hreinsi og fjarlægði allan farða og fór svo aðra umferð með hreinsinum til að ganga úr skugga að öll óhreinindi væru á bak og burt. Loks skrúbbaði ég húðina alla vel með Mineral Face Exfoliatornum frá Blue Lagoon, til að skrúbba alveg öll óhreinindi úr svitaholunum og ná þeim sem liggja djúpt inní húðinni uppá yfirborðið og taka þau burt. Þessi skrúbbur er voðalega fínn, hann pússar vel yfirborð húðarinnar svo það verður mjög áferðafallegt á eftir.

innifegurð5

Þegar ég þríf skrúbb af andlitinu finnst mér best að gera það með vatni. Ég skvetti þá ansi mikið af vatni yfir andlitið til að ná sem mestu af en svo nota ég hreinan þvottapoka til að ná restinni af. Loks bar ég á húðina Silicia Mud maskann frá aftur Blue Lagoon. Þetta er auðvitað ein þekktasta varan frá merkinu en þetta er hreinn hvítur kísill sem er borinn á húðina. Smám saman verður maskinn alveg hvítur og það sem hann er að gera er að fjarlægja dauðar húðfrumur og djúphreinsa húðina. Hann gefur svona instant glóð í húðina þar sem hún kemur alveg tandurhrein undan honum. En ég leyfði honum að vera á húðinni í alveg 10 mínútur þá verður hann alveg orðinn hvítur og flottur ;)innifegurð2

Mega flott pía með maska – er það ekki ;) Hér er hann smám saman að verða hvítari og svo þornar hann líka. Formúlan er frekar þykk þegar hún er borin á en það dreifist vel úr maskanum þegar maður vinnur hann í hringi. Svo er bara að leyfa honum að vinna vinnuna á húðinni á meðan þið gerið eitthvað annað eins og að skoða tískutímarit eða taka góða Instagram mynd eins og ég og merka #innrifegurð.

innifegurð

Svo þegar ég var búin að hreinsa alveg maskann af sem ég gerði með rökum þvottapoka þá bar ég andlitsvatn yfir allt andlitið til að loka húðinni. Andlitsvatnið lokar svitaholunum sem ég er þá búin að djúphreinsa og húðin getur farið að starfa eðlilega á ný.

Loks þar sem ég er með mjög þurra húð þá verð ég að nota góðan raka eftir svona djúphreinsun. Ég hef nú skrifað um fyrri tvær vörurnar frá Blue Lagoon HÉR. En ég hef verið mjög spennt að prófa rakakremið frá merkinu fyrir þurra húð sem NUDE Magazine valdi sem besta rakakremið fyrir þurra húð.

innifegurð3

Ég varð sko ekki fyrir vonbrigðum með fyrsta test sem var einmitt í gær. Ég tók líka ráði Guðbjargar Huldísar úr viðtalinu við hana sem birtist HÉR í gær. Þar sem hún talaði um að maður ætti að nudda kremunum vel inní húðina. Svo ég eyddi smá tíma í það og nuddaði húðina vel. Passið ykkur samt að nudda alltaf kreminu saman við húðina uppá við – aldrei draga húðina niður við viljum það nú ekki. Þetta er eitt af þeim fjöldamörgu góðu ráðum sem ég hef lært af Heiðari Snyrti í gegnum tíðina :)

Ég mæli með maskakvöldi á næstunni – bjóðið vinkonunum í bjútíklúbb þar sem þið þrífið vel húðina og setjið á ykkur maska, liggið yfir tískublöðum og slúðrið smá. Það eiga allar konur skilið eitt húðdekurkvöld í viku. Svona maski eins og kísilmaskinn frá Blue Lagoon kemur í 200ml umbúðum þið getið bara tekið ykkur saman nokkrar vinkonurnar sem viljið stofna bjútíklúbb og verið með bara sömu umbúðir og hann á eftir að endast í margar vikur. Sniðugt að deila kostnaðinum á milli – eða kaupa einn til að eiga bara næstu mánuðina. Elska þegar það er hægt að kaupa svona góðar snyrtivörur í stórum umbúðum.

EH

Annað Dress: RFF off venue

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Maria Bj.

    30. March 2014

    Mér list vel á þetta Erna ! Kærar þakkir :)