Eins og ég var búin að segja ykkur frá þá er ég hér á tískuvikunni í Kaupmannahöfn til að vinna m.a. smá verkefni í samstarfi við L’Oreal sem sér um þónokkur förðunarlúkk og neglur fyrir hinar ýmsu sýningar. Það kom því ekki annað til greina en að förðunarlúkk vikunnar væru öll með vörum frá merkinu;)
Hér í Kaupmannahöfn er allt útí auglýsingum fyrir nýjasta maskarann frá merkinu, Manga Mascara, svo ég var mjög spennt að prófa hann. Þetta er þykkingarmaskari sem klessir augnhárin dáldið saman og þéttir þau þannig. Ég er mikill aðdáandi þykkingarmaskara en hef aldrei kannski fundið neinn sem ég get borið á mig hugsunarlaust – fyr en nú. Ég er hrikalega ánægð með þennan maskara sem er væntanlegur til okkar á Íslandi eftir nokkrar vikur!!
Vörurnar sem ég notaði er eins og ég áður skrifaði allar frá L’Oreal…
Andlit:
Nude Magique CC krem, fjólubláa – True Match hyljari – Nude Magique BB púður – Glam Bronze sólarpúður í lit 101 – Color Riche le blush í litnum Apricot nr. 235.
Augu:
Color Riche augnskuggapalletta í litnum Marron Glacé E4 – Color Riche Le Kohl blýantur í litnum Pure Espresso nr 102 – Color Riche Le Sourcil augabrúnablýantur í litnum Golden Brown nr. 302 – Mega Volume Miss Manga maskari.
Varir:
Color Riche varalitur í litnum Sensual Rose nr. 379 – minn uppáhalds frá merkinu!
Mér finnst alltaf voðalega fallegt að vera með brúna liti um augun – það er aðeins meira en að vera ekki með neitt og aðeins minna en að vera með svart. Ég ákvað svo að vera með eyeliner sem ég gerði með blýanti sem gerist nú ekki oft þar sem ég er svo hrifin af tússpennaeyelinerum sem ég þarf endilega að fara að eignast í fleiri litum!
Svona náttúrulegir litir fannst mér líka fara kjólnum sem ég klæddis langbest…
Kjóll: Selected
Sokkabuxur: Oroblu
Myndavél: Canon EOS M
EH
Skrifa Innlegg