fbpx

Blómagarður Gucci

GUCCIIlmir

Ég hef áður skrifað um Flora Garden ilmina frá Gucci og tenginu þeirra við hina dásamlegu Grace Kelly – HÉR. Þetta eru dásamlegir blómailmir sem mér finnst henta hvaða árstíma sem er en þeir eiga sérstaklega vel við núna þegar sumarið nálgast. Ilmirnir komu fyrst í sölu fyrir ári síðan, síðasta vor, en það er gott að minna á þá sérstaklega því nýr ilmur hefur bæst í hópinn. – Gucci Flora Mandarin.

Þó svo ég hafi áður skrifað um munstrið fræga þá langar mig að fara stuttlega yfir sögu þess aftur. En munstrið sem ilmirnir eru einmitt nefndir í höfuðið á nefnist Flora. Í Mílanó 1966 kom prinsessan Grace í heimsókn í tískuhús Gucci í borginni. Rodolfo Gucci, sem var staddur í versluninni, vildi endilega að prinsessan veldi sér gjöf sem fylgdi bambustöskuna sem hún keypti sér. Grace bað þá um klút en Rodolfo fannst hann ekki eiga klút sem hæfði prinsessunni svo hann fékk listamanninn Vittorio Accornero til að búa til fallegasta mynstur sem hann gæti hugsað sér og hann kom með málverkið Flora – mikla og flotta blómamynd sem er eitt af meistaraverkum hönnunarsögunnar – vægast sagt…. Flora mynstrið varð á stuttum tíma ótrúlega vinsælt meðal kvenna. Þegar Frida Giannini tók við stjórn hjá tískuhúsinu ákvað hún að endurvekja munstrið – árið 2005 birtist það á strigatöskum  og árið 2006 var því lítillega breytt. Stærðarhlutföllum munstursins var breytt það kom í öðrum litum og nú á kjólum, skartgripum og  kvöldveskjum. Að lokum er það svo munstrið sem gefur innblásturinn fyrir Flora Garden ilmina. Umbúðirnar utan um ilminn eru skreyttar mynstrinu og 50ml glösin eru sérstaklega há sem eiga að minna á stöngul blómsins.

Ilmurinn sjálfur minnir á safaríkann ávöxt, topptónarnir sem fanga athygli þína eru af mandarínu og bóndarós, smám saman finnið þið svo miðtón ilmsins sem er jasmína og léttur pina colada tónn. Hjarta ilmsins er svo amber, hvítur moskus og kremkenndur viður. Þetta er ilmur sem leynir á sér því lofa ég – hann býr yfir miklum krafti sem finnst vel strax.

Ég greip þennan ilm og fleiri með mér til að sýna á Tískudögum í Smáralind síðustu helgi og mér fannst þessi ilmur grípa athygli margra. Ætli það sé ekki glasið sjálft sem hefur svolítið mikið að segja – persónulega finnst mér það gefa mjög gott first impression. Það er svo nett og kvenlegt svo skemmir ekki fyrir að formið á því gerir það að verkum að það endurkastar ljósi svo fallega frá sér.Svo finnst mér líka svo skemmtilegt við þessa ilmvatnslínu að hver ilmur á sinn eigin lit. Mandarin ilmurinn er t.d. gulur á litinn svo maður þarf eiginlega að eiga einn af hverjum – þó það væri nú ekki nema 30 ml glas;) Fyrir eru til Flora Garden Magnolia, Tuberose og Gardenia.

Hafið þið átt einhvern af Flora ilmunum? – væri gaman að heyra ef þið eigið ykkur uppáhalds ilm úr línunni.

EH

 

Augnskuggalúkk

Skrifa Innlegg

Hætta við svar

4 Skilaboð

  1. Svart á Hvítu

    26. April 2013

    Ég hef átt bleika síðan hann kom út síðasta vor og ég eeeeeeeelska hann, by far besti ilmur sem ég hef átt:)

  2. Lena

    26. April 2013

    Bleiki er bestur:) Er að bíða eftir Tax free í Hagkaup til að kaupa hann;)