fbpx

Grace Kelly & Flora by Gucci

Á ÓskalistanumGUCCIIlmir

Aldrei hefði mig grunað að prinsessan og Flora ilmirnir frá Gucci ættu mikið sameiginlegt en ég komst að því í gær að það er margt sem ég ekki veit.

1966 átti Grace Kelly sem þá var orðin prinsessan af Mónakó leið í Gucci verslunina í Milano þar sem hún hitti Rodolfo Gucci – einn af sonum Guccio Gucci sem stofnaði merkið á sínum tíma – einn af eigendum merkisins. Hann bauð prinsessunni að velja sér gjöf og hún stakk uppá því að sú gjöf yrði slæða. Rodolfo fannst hins vegar engin slæða vera nógu falleg fyrir hana svo hann sérhannaði eina bara fyrir hana. Slæðan er með fallegu blóma og fiðrildamunstri og alls eru 36  litir í henni. Hér fyrir neðan sjáið þið mynd af munstrinu.

Prinsessan notaði slæðuna mikið og vinsældir munstursins – sem fékk nafnið Flora – jukust og smám saman fór það að birtast í fleiri vörum frá merkinu eins og á bindum, silkiskyrtum og á skartgripum.

Árið 2006 tók Frida Giannini við sem Creative Director hjá merkinu en þar áður hafði hún verið yfir RTW línunni fyrir konur og fylgihlutunum. Meðal þess sem hún ákvað að væri kominn tími á að kynna aftur fyrir áhangendum merkisins var Flora munstrið. En munstrið fór ekki bara á kjóla, töskur og skartgripi heldur varð til lína af ilmum sem gengur undir nafninu Flora by Gucci. Eins og þið sjáið þá heitir ilmvantnslínan ekki bara í höfuðið á munstrinu heldur er búið að setja það í pakkningarnar utan um ilminn. Munstrið er á öllum umbúðum utan um Floru ilmina en þó mismunandi eftir því um hvaða tegund af ilmi er að ræða t.d. Eu de Parfum, Eu de Toilette eða Garden Collection sem kom í sölu núna í sumar.

“Of all the incredible treasures I have unearthed from the Gucci archives, Flora is perhaps the one that gives me the most pleasure. I vividly remember seeing the print on the scarves of chic women in Rome when I was a girl. When I first arrived at Gucci and saw it again, I knew immediately that it was time to bring it back. What I love most is that it is happy and joyful, but extremely feminine and chic – in short the essence of Gucci”
– Frida Gianni

Svo ef þið verðið svo lukkulegar að eignast þennan dásamlega ilm þá mæli ég með því að þið geymið umbúðirnar og leyfið þeim jafnvel að standa við hliðiná glasinu því það er svo dásamleg saga á bakvið þær. Ilmur úr Flora línunni er á óskalista hjá mér fyrir jólin en ég fæ nú reyndar bara valkvíða þegar ég hugsa um hver mér finnst standa uppúr, þeir ilma allir svo vel…. – algjört lúxusvandamál:)

EH

Áfram Kalli!

Skrifa Innlegg