fbpx

Augnskuggalúkk

Sum kvöld þegar það er rólegt hjá mér stend ég fyrir framan spegilinn inná baði og prófa nýjar snyrtivörur – og smelli af nokkrum myndum af sjálfsögðu;) Í gærkvöldi voru það nýjir Eyestudio Mono augnskuggar frá Maybelline og ég hélt varla vatni yfir útkomunni…Það eina sem ég er með á augunum eru tveir augnskuggar og maskari!
Augnskuggarnir sem ég notaði eru nýjir í Eyestudio Mono línunni frá Maybelline. Bronsbleiki liturinn heitir Iced Fudge nr. 720 og sá blái Couture Blue nr. 440. Ég myndi lýsa þeim sem sanseruðum litum með rosalega sterkum litapigmentum – sem þýðir á mannamáli að þeir eru mjúkir og einfaldir í notkun og gefa frá sér mikinn og sterkan lit í einni stroku.Ég byrjaði á því að setja ljósari skuggann yfir allt augnlokið – ég set alltaf aðeins yfir globuslínuna því mín augnlok síga svolítið mikið fyrir minn smekk. Svo setti ég varlega af bláa litnum yfir mitt augnlokið – hann er mjög dökkur og ég vildi bara byggja litinn smám saman upp. Ég notaði síðan bursta sem ég kalla blandara – eins og pínulítill púðurbursti – til að dreifa úr bláa litnum uppað globuslínunni og blanda litunum. Að lokum bætti ég aðeins ofan á ljósari litinn. Undir augun setti ég svo bara smá línu með ljósari skugganum. Svo setti ég bara nóg af maskara – ég er með False Lash Wings maskarann frá L’Oreal ég er að fíla hann alveg í botn – sjáið bara augnhárin á efstu myndinni!Þetta er ótrúlega einfalt og flott augnskuggalúkk sem ég hvet ykkur til að prófa – tók mig 5 mín og það eina sem þarf eru tveir augnskuggar sem kosta sirka 1500kr stykkið útí búð og flottur maskari.

Ég vild ég hefði haft eitthvað meira að gera heldur en að svæfa ungabarn í gærkvöldi mig langaði svo að sýna þessa fallegu nýju augnskugga. Mér finnst þetta líka fullkomin litasamsetning fyrir brúnu augun mín – þau verða alveg súkkulaðibrún.

EH

Nýtt í Snyrtibuddunni

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Inga Rós

    25. April 2013

    Fallegir, langar í þennan bláa.

  2. Lilja

    25. April 2013

    Geðveikir! Veistu um eitthverja svona natural lookng everyday augnskugga (matta) sem fást á Íslandi?
    T.d. í líkingu við urban decay naked basics pallettuna?

    • Ég er sjúklega hrifin af nýju pallettunni frá BB – http://trendnet.is/reykjavikfashionjournal/ny-palletta-3/ En svo finnst mér líka alveg sniðug hugmynd að kaupa bara pallettu hjá t.d. MAC og velja sér einn og einn skugga í hana – þeir eru bara með segul á sér og þú bara velur þá liti sem þú vilt í þína pallettu – eru aðeins ódýari þannig held ég meirað segja:)

      • lilja

        27. April 2013

        Já sá einmitt umfjöllunina hjá þér um þessa en hélt þeir væru glimmer. Hún er mjög falleg :)
        Takktakk!

        • Það eru 4 mattir og 4 sanseraðir en ekki svona glimmer sanseraðir;) var að gera sýnikennslu með pallettunni í dag sem ég ætla að birta á morgun endilega tékkaðu á henni;)