fbpx

Bloggáskorun #5 – Innblástur

FallegtInnblásturMACMaybelline

Eins og ykkur grunar líklega þá sæki ég mestan innblástur á netinu. Þó svo mér þyki reyndar notalegra að sitja á kaffihúsi og fletta í gegnum blöð en það tekur aðeins meiri tíma… ;)

Ég á nokkrar síður sem ég treysti á þegar kemur að því að finna makeup myndir og mig langar að deila nokkrum með ykkur.

Maybelline á tumblr – HÉR

MAC á tumblr – HÉR

Pinterest – HÉR finnið þið mig á pinterest

Ég er reyndar alveg nýbyrjuð sjálf á pinterest en ég hef notast við síðuna mjög lengi. Ef ég er að leyta að einhverju sérstöku þá slæ ég inn það og fyrir aftan set „pinterest“ á google.com t.d. „eyeliner pinterest“.

Instagram – HÉR sjáið þið nokkra af mínum uppáhalds makeup gúrum á Instagram

Youtube -Pixiwoo systurnar & Lisa Eldridge

Þessar skvísur eru mínar uppáhalds á youtube og ég horfi vanalega ekki á neinar aðrar – fyrir utan það þegar ég horfi á mín eigin video ;)

Allar þessar myndir hér að ofan veita mér innblástur þessa stundina og eru komnar í hugmyndabankann minn í tölvunni. Innan skamms ætla ég mér svo að gera eitthvað meira úr þeim en að geyma þær bara á desktopinu. Ég ætla að koma mér upp almennilegri Pinterest síðu og nota innblásturinn!

EH

Mattar Neglur

Skrifa Innlegg