fbpx

Makeup Instagrammarar

Ég fékk beiðni um daginn að deila makeup fólki sem ég fylgist með á Instagram. Hér sjáið þið nokkra af mínum uppáhalds notendum – þau eiga það öll sameiginlegt að vera ótrúlega klár í sínu fagi og þau gefa mér daglega nýjar hugmyndir og innblástur.Fyrstu 2 svkísurnar eru ótrúlega svipaðar týpur – þær eru báðar makeup artistar hjá MAC þó svo að þessi efri geti reyndar verið aðeins of mikið máluð fyrir minn smekk á köflunum þá hef ég voða gaman af þeim báðum.Samantha önnur af Pixiwoo systrunum heldur úti þessum instagram reikningi fylgist ég auðveldlega með því í hverju þær systurnar eru að vinna í og fæ smá sneak peak á kennslumyndböndin þeirra áður en þau birtast eða áminningu um þau sem ég hef ekki enn séð.19 ára strákur með endalausa hæfileika. Hef ótrúlega gaman af honum því hann deilir ekki bara makeupinu sínu heldur líka skoðunum sínum – ég hefði ofboðslega gaman af því að kynnast þessum ég held við gætum orðið perluvinir!Þessi er mestu uppáhaldi hjá mér. Ótrúlega hæfileikarík stelpa sérstaklega þegar kemur að því að skyggja augun og blanda saman ólíkum litum. Breskar stelpur sem gera flottustu neglur sem ég hef séð. Þær ferðast útum allan heim og vinna fyrir tímarit, tískusýningar og eru ótrúlega duglegar að taka þátt í alls konar viðburðum og standa fyrir þeim sjálfar. Mér finnst svo gaman að sjá líka hvað þeim dettur í hug.

Það getur lífgað mikið uppá Instagramið að hafa nokkra svona fagurkera inná milli góðra vina.

EH

Heimahár

Skrifa Innlegg