fbpx

Heimahár

Hár

Í gær var það heimaföndur í dag er það heimahár – ég held að Pattra hafi komið af stað faraldri um daginn, það var alla vega spark í rassinn á mér sem var að prófa þetta í fyrsta sinn á mánudagskvöldið en búin að ætla að gera það í 2 ár.

Ég valdi að nota Mousse litinn frá L’Oreal – hef heyrt að hann dreifist svo jafnt og auðveldlega og því er ég algjörlega sammála ég þurfti voða lítið að pæla í því alla vega þegar ég setti litinn í. Þar sem þetta var fyrsta skiptið mitt ákvað ég að taka fyrst ofnæmisprófið sem er reyndar mælt með að maður geri í hvert skipti en þá byrjið þið á því að setja smá af litnum, 2 umferðir, á húðina fyrir aftan eyrun og láta liggja þar í 48 tíma án þess að hreinsa af og ef það koma útbrot er mælt með því að nota ekki litinn. Ég fann ekki fyrir neinu svo ég skellti litnum í hárið.

Fyrir:
Eftir:Ég var komin með svolítið mikla rót og endarnir ansi gulir eins og þið sjáið á myndunum sem Helgi tók af mér núna í ágúst fyrir síðuna – sérstaklega þessi lengst til hægri. Mig langaði bara í fallegan brúnan lit aðeins dekkri en þann sem ég var með og ég er bara mjög ánægð með útkomuna. Allt ferlið tók sirka klukkutíma og var ekkert mál!

Mér finnst líka dáldið fyndið að sjá muninn á kúlunum – mér sem fannst ég alveg kasólétt þarna í ágúst ég veit ekki alveg hversu rosalega ólétt ég er orðin þá núna.

EH

p.s. ég held það sé kominn tími á klippingu…..

Opnun ATMO

Skrifa Innlegg

6 Skilaboð

  1. Arna

    14. November 2012

    Þú ert svo sææææt dúllan þín, fínt á þér hárið :)

    • Arna

      14. November 2012

      Kv. Arna Hrönn ;)

  2. loa

    14. November 2012

    Alltaf fallegust hrænkudís:) ekki klippa mikid;/

  3. H

    14. November 2012

    Mig langar að spyrja þig, veistu um einhvern sem hefur notað ljósan lit í þessu sama merki? Langar svo að lita sjálf (er með ljóst) en finnst oft ljósir “pakkalitir” verða svo gulir og skrítnir… :)

  4. Kristín P

    15. November 2012

    Fín ertu!