fbpx

Baksviðs hjá Victoriu Beckham & Pat McGrath

BaksviðsFashionFW2014makeupMakeup ArtistMax FactorTrend

Pat McGrath er ein af eftirsóttustu förðunarfræðingum í tískuheiminum í dag og hún hefur verið nefnd einn af helstu áhrifavöldunum í förðunarheiminum af tímaritum eins og Vogue. Ég hef einmitt skrifað um hana áður HÉR. Ég fékk sendar virkilega skemmtilegar myndir sem voru teknar baksviðs á FW sýningunni hennar Victoriu Beckham sem fór fram á tískuvikunni í New York nú fyrir stuttu.

Það kom mér virkilega skemmtilega á óvart þegar ég heyrði að hún notaði vörur frá Max Factor til að gera förðunina. MAC er að sjálfsögðu lang vinsælasta merkið á tískuvikunum og er notað á flestum sýningum. Maybelline er reyndar mjög stórt á New York vikunni og sér um alla förðun á Mercedes Benz tískuvikunni sem fer fram um leið og tískuvikan í NY. L’Oreal er líka stórt í París – en Max Factor ætlar greinilega að sækja í sig veðrið líka í tískuheiminum. Mér finnst bara svo gaman þegar ég sé hvernig áherslan í förðunarheiminum er að breytast frá því að leggja áherslu á merki en ekki gæði varanna. Sjálf horfi ég fyrst og fremst á vöruna og gæði hennar en ekki merkið sem stendur á umbúðunum – það fylgir bara svona með :)

Max Factor var brautryðjandi á sínum tíma í förðunarheiminum og það er oft talað um að hann sé faðir förðunarbransans. Merkið er eitt það elsta í heiminum í dag og þar er að finna mjög góðar vörur að mínu mati. Uppáhalds varan mín frá merkinu er serum farðinn sem ég hef skrifað þónokkrum sinnum um en ég er líka hrifin af möskurunum og kremkinnalitunum.

Hér sjáið þið svo myndir frá sýningunni hennar Victoriu – bakvið tjöldin…
mynd1 Mynd2 Hér sjáið þið drottninguna sjálfa að störfum – Pat McGrath – Mynd3 Mynd4 Mynd5 Mynd6 Mynd7Face chart með förðuninni frá sýningunni. Fallegar augabrúnir, vel mótað andlit og rauðtónalitur í kringum augun við náttúrulegar varir.Mynd8 Mynd9Virkilega falleg augnförðunin þar sem áherslan er á augun og þykk og flott augnhár.Mynd10Mér finnst alltaf svo gaman að skoða myndir baksviðs frá tískuvikunum og njósna smá hvað var í gangi þar:)

En ég þarf endilega að tileinka Max Factor sjálfum færslu á næstunni…

EH

Goodie Bag frá CPFW

Skrifa Innlegg