fbpx

Áramótalúkkið…

Annað DressÁramótDiorLífið Mitt

Þið verðið að afsaka, mikil veikindi hafa einkennt hátíðirnar mínar og svo er mikil vinnutörn framundan svo það að týnast aðeins í netheimum var kærkomið frí sem mér þykir nauðsynlegt að taka mér svona af og til en ég kem inn núna af fullum krafti – lofa ;)

Það fyrsta sem mig langar að gera er að deila aðeins með ykkur áramótum fjölskyldunnar. Við fórum til bróður mömmu hans Aðalsteins í áramótapartý og borðuðum þar æðislegan kalkún mér finnst fátt passa betur á áramótunum en kalkúnn og þessi var svo sannarlega góður. Þetta voru fyrstu áramótin mín þar sem ég var ekki heima hjá mömmu og pabba og þó svo það sé auðvitað voða gaman hjá þeim þá var líka gaman að prófa eitthvða nýtt. Við vorum á Hverfisgötunni í Hafnafirði og skutum þar að sjálfsögðu upp helling af flugeldum en ég er sérstök áhugamanneskja um flugelda og mikil sprengjudrottning sem íbúar Hafnafjarðar fengu að heyra :)

Screen Shot 2015-01-05 at 3.12.31 PM

Við fjölskyldan nutum áramótanna í botn og það lítur út fyrir að sá yngsti verði alveg jafn mikill sprengjukall og mamma sín þar sem hann heimtaði að vera úti og horfa á flugeldana og kallaði bara vá, vá, vá! og starði uppí loftið. Það var svo gaman hjá okkur þremur og ég hlakka bara strax til næsta árs en áramótin eru held ég bara án vafa minn uppáhalds hátíðisdagur. Það er líka bara eitthvað við það að kveðja það gamla og finna fyrir þakklæti fyrir árið sem er að líða og taka á móti nýju ári uppfullu af nýjum tækifærum og draumum sem fá að rætast.

En ég var nú búin að sýna ykkur hvernig dress kvöldsins yrði og förðunin – eða alla vega hvaða vörur yrðu notaðar í verkið og úr varð að það var bara einmitt þannig…

áramót2

Kimono: Vero Moda
Hlýrabolur: VILA Clothes
Pallíettubuxur: Vero Moda
Skór: Bianco

Við þetta bættist svo minn dásamlegi hattur frá Janessu Leoni og hlýja ullarkápan mín úr FW13 línunni frá JÖR. Ég var ótrúlega ánægð með dressið sem var fyrst og fremst mjög þægilegt og bara fullkomið að vera í svona fínum buxum með teygju í mittið þegar kalkúnn er á veisluborðinu!

áramót3

Förðunin var líka bara mjög þægileg, þar sem ekkert skrall var framundan hjá okkur þá ákvað ég bara að hafa hana einfalda og eins og ég talaði um áður voru það vörur frá Dior sem voru í lykilhlutverki.

Húð:
Diorskin Star farðinn frá Dior True Match Concealer frá L’Oreal Face Form palletta frá Sleek á Haustfjord.is.

Augu:
Aungskuggapalletta frá Dior í lintum Bar Svartur Eyeliner blýantur frá Helenu Rubinstein Master Precise Eyeliner-túss frá Maybelline Pretty Lady augnhár frá Tanya Burr Dipbrow Pomade frá Anastasia Beverly Hills Grandiose maskarinn frá Lancome.

Varir:
Varalitur í litnum Bar frá Dior.

Virkilega frábært kvöld í alla staði og ég hlakka svo sannarlega til að taka á móti árinu 2015 og öllu því sem það mun bjóða mér uppá – nú þegar eru fullt af spennandi hlutum framundan sem ég hlakka til að deila með ykkur það fyrsta verður að sjálfsögðu 4. tbl af Reykjavík Makeup Journal sem ég er á fullu að undirbúa núna!

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.

Snyrtivöruannáll ársins 2014 1/2

Skrifa Innlegg