fbpx

Annað dress: Útvítt á óléttu píuna

Annað DressFashionLífið MittMeðgangaNýtt í FataskápnumStíll

Það kemur kannski engum á óvart að ég er löngu hætt að passa í allt sem kallast buxur… eða ég get alla vega hvorki hneppt þeim né rennt þeim upp nema góð teygja sé í strengnum. Þessa dagana geng ég því mest um í leggings og sokkabuxum sem getur verið smá þreytandi… já svona af og til alla vega.

Ég varð því alsæl þegar ég rak augun í mynd af fallegum buxum í albúmi hjá VILA inná Facebook í síðustu viku sem innihélt myndir af sendingu vikunnar, þar voru nefninlega buxur sem virtust vera með teygju í mittið, virtust vera úr mjúku teygjanlegu efni og útvíðar svo þær virtust ekki vera eins og leggings – SCORE!

vilaútvítt2

Ég plataði hana Rut vinkonu mína, verslunarstjóra VILA í Smáralind, til að kippa frá fyrir mig buxum í stærð Medium – já ég ætlaði sko ekki að taka þær stærri – nei takk. Ég fór svo og splæsti í þær á föstudaginn, eftir að ég kom heim af spítalanum, ég veit ég er ekki venjuleg að fara í Smáralind eftir spítalavist en ég var aðeins að dekra við soninn sem langaði ekkert meira en að fara á Te & Kaffi í Smáralind… Hann kann sko að segja Smáralind, ég efast um að það séu mörg önnur 2 ára börn með þá kunnáttu.

vilaútvítt4

Buxur: VILA
Bolur: Vero Moda
Peysa: Vero Moda
Hálsmen: Vero Moda
Naglalakk: Suite Retreat úr Resort línu Essie (fæst ekki á Íslandi)
Skór: Camilla Pihl fyrir Bianco

vilaútvítt3

Buxurnar eru alveg sjúklega þægilegar og ég mæli eindregið með þeim. Útvíða buxnatrendið hefur mér alltaf fundist lúmskt skemmtilegt og ég trúi því að það muni koma sterkt inn núna í haust og vetur. Svona bóhem fílingur hefur verið svo áberandi. Þá er must að eiga einar góðar svartar og ekki skemmir fyrir að þær séu með teygju í mittið. Þessar á ég eftir að nota mikið núna það sem eftir er meðgöngunnar og svo að sjálfsögðu eftir hana. Held það verði t.d. flott að vera í blússum við þessar buxur og jafnvel vesti yfir.

vilaútvítt vilaútvítt5 vilaútvítt6

Mæli með þessum hvort sem þið eruð með kúlu eða ekki – útvítt er lúmskt flott – ég er að segja ykkur það! ;)

EH

Sumargleði Sensai - 20% afsláttur!

Skrifa Innlegg