Ég vinn með alveg einstakri konu sem var að byrja í móttökunni á auglýsingastofunni sem ég vinn á – hún Sigga mín er einstök og með best klæddu konum landsins. Ef þið hafið fylgst með íslenskum tískubloggum í gegnum árin ættuð þið að muna eftir henni Siggu en dætur hennar Alexandra Ásta og Ingunn Embla ásamt vinkonu sinni Snædísi héldu úti skemmtilegu tískubloggi. Hún Sigga var fastagestur í færslum frá systrunum sem urðu á stuttum tíma einar af vinsælustu færslunum. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á morgnanna og sjá hverju hún Sigga klæðist þann daginn – hún er alltaf flott og er með einstakan stíl. Ég stakk uppá því við hana um daginn að ég fengi að taka myndir af henni í vinnunni og birta inná síðunni hjá mér – vonandi er hún game!
En ástæðan fyrir því að ég byrja þessa færslu á því að skrifa um Siggu mína er sú að hún kom færandi hendi þegar ég var að hugsa í hverju ég ætti að vera á sýningu Hildar Yeoman á föstudagskvöldið. Ég hafði ákveðið að vera í nýju buxunum mínum frá JÖR og vantaði eitthvað við þær. Þá mætti Sigga mín með poka sem innihélt glænýja peysu frá Kenzo sem hún hafði verið að kaupa sér – hún tók ekki annað í mál en að ég myndi fá hana að láni og klæðast um kvöldið – við buxurnar og svarta pinnahæla. Ég hlýddi að sjálfsögðu og klæddist mjög hamingjusöm þessari gullfallegu lánspeysu um kvöldið!
Mér finnst liturinn alveg fullkominn – þessi er á óskalistanum!
Peysa: Kenzo – úr fataskápnum hennar Siggu
Buxur: JÖR by Guðmundur Jörundsson
Hælar: Zara – þessir hafa reynst mér vel, þæginlegir og það er must að eiga eina svona í skóskápnum.
Förðunin var sú einfaldasta og eins náttúruleg og ég gat – auðvitað er þetta hellingur af förðunarvörum sem ég er búin að koma vandlega fyrir á húðinni minni. En það vill auðvitað oftast vera þannig að maður leggur ekkert minna í náttúrulegu farðanirnar en þær sem eru meira áberandi. Hér er ég með nýja Garnier primerinn sem grunn (hann er á leiðinni til Íslands), DiorSkin Nude BB kremið sem grunn og Infallible 24H farðann frá L’Oreal yfir. Ég notaði bæði True Match hyljarann frá L’Oreal og Gullpennann frá YSL fyrir hyljara – annann til að fela og hinn til að lýsa upp. Sólarpúðrið er frá Dior og kinnaliturinn er Coralisa frá Benefit og nóg af honum. Á augunum er ég svo með ljósan augnskuggaprimer frá Dior bara til að matta augnsvæðið og Haute & Naughty maskarann frá MAC. Í augabrúnirnar setti ég matta staka Chocolate Chic augnskuggann frá Maybelline.
Í hárinu er Sassoon hárfroðan góða sem hárið mitt er að elska þessa dagana ;)
Litli maðurinn minn pósaði svo rosalega skemmtilega á einni mynd með mömmu sinni áður en hún fór. Sætara myndavélabros hef ég ekki séð og greinilegt að drengurinn sé að læra af mömmu sinni :D
Sýningin hennar Hildar Yeoman var alveg stórkostleg og ég mun sýna ykkur fleiri myndir baksviðs seinna í dag!
Að lokum vil ég þakka Siggu minni innilega fyrir lánið á þessari fallegu peysu sem fæst í Gottu á Laugaveginum ;)
EH
Skrifa Innlegg