fbpx

Annað Dress: Sýning Hildar Yeoman

Annað DressDiorFashionGarnierHárÍslensk HönnunLífið MittlorealLúkkMACMakeup ArtistSnyrtibuddan mínYSL

Ég vinn með alveg einstakri konu sem var að byrja í móttökunni á auglýsingastofunni sem ég vinn á – hún Sigga mín er einstök og með best klæddu konum landsins. Ef þið hafið fylgst með íslenskum tískubloggum í gegnum árin ættuð þið að muna eftir henni Siggu en dætur hennar Alexandra Ásta og Ingunn Embla ásamt vinkonu sinni Snædísi héldu úti skemmtilegu tískubloggi. Hún Sigga var fastagestur í færslum frá systrunum sem urðu á stuttum tíma einar af vinsælustu færslunum. Ég hlakka alltaf til að mæta í vinnuna á morgnanna og sjá hverju hún Sigga klæðist þann daginn – hún er alltaf flott og er með einstakan stíl. Ég stakk uppá því við hana um daginn að ég fengi að taka myndir af henni í vinnunni og birta inná síðunni hjá mér – vonandi er hún game!

En ástæðan fyrir því að ég byrja þessa færslu á því að skrifa um Siggu mína er sú að hún kom færandi hendi þegar ég var að hugsa í hverju ég ætti að vera á sýningu Hildar Yeoman á föstudagskvöldið. Ég hafði ákveðið að vera í nýju buxunum mínum frá JÖR og vantaði eitthvað við þær. Þá mætti Sigga mín með poka sem innihélt glænýja peysu frá Kenzo sem hún hafði verið að kaupa sér – hún tók ekki annað í mál en að ég myndi fá hana að láni og klæðast um kvöldið – við buxurnar og svarta pinnahæla. Ég hlýddi að sjálfsögðu og klæddist mjög hamingjusöm þessari gullfallegu lánspeysu um kvöldið!

annaðdressyeoman4

Mér finnst liturinn alveg fullkominn – þessi er á óskalistanum!

annaðdressyeoman2

Peysa: Kenzo – úr fataskápnum hennar Siggu
Buxur: JÖR by Guðmundur Jörundsson
Hælar: Zara – þessir hafa reynst mér vel, þæginlegir og það er must að eiga eina svona í skóskápnum.

annaðdressyeoman3

Förðunin var sú einfaldasta og eins náttúruleg og ég gat – auðvitað er þetta hellingur af förðunarvörum sem ég er búin að koma vandlega fyrir á húðinni minni. En það vill auðvitað oftast vera þannig að maður leggur ekkert minna í náttúrulegu farðanirnar en þær sem eru meira áberandi. Hér er ég með nýja Garnier primerinn sem grunn (hann er á leiðinni til Íslands), DiorSkin Nude BB kremið sem grunn og Infallible 24H farðann frá L’Oreal yfir. Ég notaði bæði True Match hyljarann frá L’Oreal og Gullpennann frá YSL fyrir hyljara – annann til að fela og hinn til að lýsa upp. Sólarpúðrið er frá Dior og kinnaliturinn er Coralisa frá Benefit og nóg af honum. Á augunum er ég svo með ljósan augnskuggaprimer frá Dior bara til að matta augnsvæðið og Haute & Naughty maskarann frá MAC. Í augabrúnirnar setti ég matta staka Chocolate Chic augnskuggann frá Maybelline.

Í hárinu er Sassoon hárfroðan góða sem hárið mitt er að elska þessa dagana ;)

annaðdressyeomanLitli maðurinn minn pósaði svo rosalega skemmtilega á einni mynd með mömmu sinni áður en hún fór. Sætara myndavélabros hef ég ekki séð og greinilegt að drengurinn sé að læra af mömmu sinni :D

Sýningin hennar Hildar Yeoman var alveg stórkostleg og ég mun sýna ykkur fleiri myndir baksviðs seinna í dag!

Að lokum vil ég þakka Siggu minni innilega fyrir lánið á þessari fallegu peysu sem fæst í Gottu á Laugaveginum ;)

EH

Baksviðs fyrir JÖR á RFF°5

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Saga Steinsen

    31. March 2014

    Æj hún Sigga! !**
    Ég þekkti hana þegar ég var lítil stelpa :) Við Alexandra Ásta vorum svo góðar vinkonur ! :) Mikið sem hún Sigga er yndisleg í alla staði! Og þvílíkt flott kona! Langt síðan ég hitti hana síðast en frábær er hún í alla staði og mikil smekkmanneskja! Bið að heilsa henni! ;)

  2. Dagbjört

    1. April 2014

    Sæl Erna Hrund og takk fyrir frábært blogg :)

    Geturu nokkuð sagt mér í hvaða stærð þessi flotta peysa er…? Er nefninlega að reyna að finna út hvaða stærð ég þyrfti svona sirka.

  3. Íris

    3. April 2014

    Mannstu nokkuð hvað buxurnar kosta, er alveg sjúk í þær :)

  4. Íris

    3. April 2014

    Er langt síðan þú keyptir þær?