Ég er alveg ástfangin af nýjustu flíkinni í fataskápnum mínum sem kom heim með mér úr Smáralindinni um daginn – ég er samt að taka mig mikið á í fatainnkaupum en hér sjáið þið fyrstu flíkina sem ég kaupi mér í júlí en ég er svona ein af þeim sem fer aðeins yfir strikið í fatainnkaupum sem endar alltaf á því að ég heimsæki Kolaportið með nokkra svarta ruslapoka í fararteskinu reglulega. En í ferð ársins verður þó ekki þessi skyrta með í för – en margar aðrar þar sem ég er skyrtusjúk manneskja :)
Hér sjáið þið nýjustu viðbótina í fataskápinn. Skyrtan er með svokölluðu pinstripe munstri – þetta er ekki alveg röndótt meira svona elegant finnst mér eiginlega. Mér finnst hún koma vel út og ég get alveg notað þessa fínt og líka bara eins og hér við svartar buxur en hér var ég nýkomin úr brunch af uppáhalds Coocoo’s Nest með strákunum mínum.
Skyrtan heitir Pinstripe og fæst í Vero Moda og er á 6990kr. Ég kolféll fyrir litnum. En það komu líka á sama tíma buxur í sama munstri og líka svona bláar. Reyndar eru hvítu rendurnar enn fínni en ég er dáldið skotin í þeim og þarf endilega að muna að máta þær næst þegar ég á leið í búðina – þ.e. ef þær verða enn til :)
Skyrta: Vero Moda
Buxur: VILA – nýju æðislegu VILA gallabuxurnar þessar eru einar af mínum uppáhalds buxum í dag, svo mjúkar
og góðar. Jafnvel ennþá betri en gömlu góðu Just Jude ;)
Skór: Nike Roshe Run keyptir í Ameríku og svo þægilegir – eiginlega eins og að ganga á skýi!
Mér finnst pinstripe munstrið mjög skemmtilegt og það er dáldið frískandi og gott til tilbreytingar frá þessu hefðbundna röndótta munstri sem hefur verið í tísku í dáldinn tíma. Pinstripe er klárlega inní röndóttu fjölskyldunni en einmitt ekki alveg eins og jöfnu rendurnar sem ég persónulega er orðin smá þreytt á:)
EH
Skrifa Innlegg