fbpx

Leyndarmál makeup artistans: naglaumhirða

Ég Mæli MeðMakeup ArtistMakeup Tipsneglur

Nú skrifa ég alveg nóg um neglur og naglalökk og því löngu kominn tími til að gefa ykkur nokkur frábær tips um hvernig við getum látið naglalökk endast betur og fallegri á nöglunum og hvernig við eigum að hugsa um þær.

Nærið naglaböndin:

Eitt besta ráð sem ég hef nokkur tíman fengið var að nota naglabandanæringu. Með því að næra naglaböndin komið þið í veg fyrir þurkk í kringum neglurnar og rakinn fer inní neglurnar og nærir þær og kemur í veg fyrir að þær þorni. Það sem gerist stundum þegar við erum með naglalökk er að neglurnar okkar þorna, ef þær þorna þá klofnar naglalakkið og með því að nota líka naglabandanæringu þegar þið eruð með naglalakk aukið þið endingu naglalakksins ykkar. Ég er yfirleitt með naglabanda næringu í vasanum eða í veskinu og tek næringuna upp þegar ég þarf að drepa tíma. Eins og á læknabiðstofu, í klippingu eða bara þegar ég hef smástund á milli verkefna í vinnunni. Næringuna ber ég á böndin og nudda yfir nelgurnar og í kringum þær.

Ég kynntist svona næringu bara í byrjun ársins ég hafði auðvitað prófað en ég vandi mig aldrei á þetta. Svo þegar ég prófaði og kynntist því hvað þessar næringar hjálpa mér að halda nöglunum fallegum þá varð ég húkkt. Ég hafði aldrei tekið beint eftir neinum naglanæringum hér á Íslandi en allt í einu eru þær útum allt. Ég tók hér fyrir neðan saman nokkrar af mínum uppáhalds. En svo er auðvitað hægt að nota marga varasalva sem naglabandanæringu – vaseline og baume de rose frá By Terry. Venjið ykkur á þetta – eitt besta makeup tips sem ég get gefið ykkur tengt nöglum:)

naglanæringar1. Avoplex cuticle oil to go frá OPI. 2. Creme Abricot frá Dior. 3. Cuticle Oil frá Mavala. 4. Quick dry olía frá Bourjois. 5. Apricot naglabandanæring frá Essie. 6. Mavapen frá Mavala. 7. Huile Abrocot naglabandaolía frá Dior.

Ef naglaböndin ykkar eru farin að ná langt inná neglurnar notið þá t.d. trépinna til að ýta þeim aftur ef þið eruð búin að næra þau – þá er það miklu auðveldara. Annars má alls ekki snyrta þau eða klippa af. Ef þið nærið naglaböndin vel þá eiga þau ekki að vera fyrir ykkur.

Notið undir- og yfirlakk:

Þetta er auðvitað tips sem þið ættuð alveg að vera með á hreinu. Undirlakk jafnar yfirborð naglanna og ver þær fyrir því t.d. að lituri geti smitast í neglurnar. Það getur gerst með lökk sem eru skemmd og þá ónýt mjög algengt með dökka liti eins og bláa og græna. Passið að undirlakkið ykkar sé alveg þurrt áður en þið setjið naglalökk yfir neglurnar.

Líflegar neglur:

Einföld leið til að gera skemmtileg munstur er að nota hvíta lím merkimiða. Það er hægt að næla sér í alls konar límmiða bara í bókabúð og svo má auðvitað líka klippa út skemmtileg munstur með hjálp skæra. En þið getið líka alltaf nýtt ykkur límbandið sem leynist í flestum skúffum á öllum heimilum. Svo var ég að rekast á í dag svona naglalakkamunsturshjálpartæki – svona stöng með kúlu á endanum sem er hægt að nota til að gera skemmtileg munstur það er nú til hjá Bourjois hér á Íslandi! Svampur er líka ansi skemmtilegur til aðstoðar til að gera ombre neglur, ég hef ætlað að prófa það lengi en það hefur ekki tekist enn. En hér eru nokkrar hugmyndir frá mér til ykkar sem þið getið vonandi nýtt ykkur.

Geymið naglalökkin á góðum stað:

Það er mikilvægt að naglalökk séu geymd á stað þar sem hitastigið er jafnt og stöðugt. Naglalökk ætti helst ekki að geyma inná baðherbergi þar sem þar er svo mikill raki og oftar en ekki óstöðugt hitastig. Naglalökkin skiljast þá frekar, þorna og geta skemmst mjög hratt. Endingartími naglalakka er að meðal tali 24 mánuðir frá því þau eru opnuð. En ef lökk eru ekki geymd á réttum stað geta þau hæglega skemmst á nokkrum mánuðum. Margar konur geyma naglalökkin í ísskáp en ég geymi mín í snyrtiborðinu mínu sem er inní svefnherbergi.

snyrtiborð10-620x413

Takið pásu:

Mér líður eins og mig vanti eitthvað þegar ég er ekki með naglakk á nöglunum. En það er þó nauðsynlegt að gefa nöglunum pásu inná milli. Ekki vera með naglalakk of marga daga í röð. Ég er reyndar mjög fljót að skipta þar sem ég horfi meira á naglalökk sem fylgihlut sem geta fullkomnað dress. En þegar ég hef neglurnar hreinar þá finnst mér gott að þrífa þær vel, nota næringu á naglaböndin og stundum nota ég naglaserum eða næringar svona inná milli – ég nota reyndar stundum þannig líka sem undirlökk ef neglurnar eru í slæmu ásigkomulagi.

care for beautiful woman legs

Vona að þessi tips hjálpi – þetta eru alla vega ráð sem ég nýti mér til þess að vera með heilbrigðari, líflegri neglur og naglalökk sem endast í þessa 24 mánuði sem þau eiga að gera :)

EH

Naglatrend: neon

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

 1. Sólveig Ása

  21. July 2014

  “Margar konur geyma naglalökkin í ísskáp en ég geymi mín í snyrtiborðinu mínu sem er inní svefnherbergi.” Strákar nota líka naglalökk :)

 2. Kolbrún

  22. July 2014

  Frábær ráð hef aldrei notað svona næringu en ætla pottþétt að prófa það . Takk fyrir að deila

 3. Inga Rós

  22. July 2014

  Var einu sinni dugleg í ombre nöglunum, notaði svamp…þarf að fara að rifja upp gamla takta. Sniðugt að nota augnskuggasvamp hmm