fbpx

Naglatrend: neon

MaybellineneglurNýjungar í SnyrtivöruheiminumNýtt í snyrtibuddunni minniSS14Trend

Eitt af naglatrendum sumarsins er án efa sterku og áberandi neonlitirnir sem fanga svo sannarlega samstundis athygli augans. Ég er búin að sýna ykkur og skrifa um neon línuna frá OPI (HÉR) en ég held ég sé að fara með það rétt að sú lína var fyrsta neon nagalalakkalínan sem fékkst hér á landi í ár. Essie sendi líka frá sér línu en merkið er ekki enn fáanlegt á Íslandi.

Á eftir stóru naglalakkamerkjunum – t.d. OPI og Essie – fylgja oft ódýrari merkin. Sem er snilld því það er nauðsynlegt að hér sé fáanlegt breytt úrval snyrtivara á góðu verði. Merki hafa mörg hver verið innblásin af Liquid Sand lökkunum frá OPI – t.d. Maybelline og nú Gosh og nú sendir Maybelline frá sér neon naglalakkalínu. Tímasetningin er snilld því neon lökkin hæfa vel sumrinu – ekki gleyma því að þrátt fyrir rigningu og grámyglu er júlí og það er mjög hár lofthiti hjá okkur. En vonandi fer þessi ömurlega lægð að kveðja og við getum farið að njóta sólarinnar.

neonlökkÍ línunni frá Maybelline eru fáanlegir fjórir litir í mjög fallegum tónum. Ólíkt OPI litunum þá eru þessir ekki alveg mattir og þessir eru aðeins bjartari finnst mér – meira útí pastel kannski.

Það er einn galli við þessi lökk sem háir oft ódýrari lökkunum – en þau eru heldur þunn. Eini ókosturinn sem því fylgir þá er að það þarf fleiri umferðir til að ná alveg þéttum lit og því tekur ásetningin lengri tíma. Á myndunum hér fyrir neðan er ég með þrjár umferðir á öllum myndum. Svo bæti ég auðvitað alltaf við top coat til að láta lakkið endast betur.

neonlökk6

 

Hér sjáið þið litinn Coral – þetta er svo sannarlega kórallitur en hann er mjög bjartur og fallegur. Hann er þó aðeins meira útí orange en margir kóral litir en mér finnst hann virkilega skemmtilegur.

neonlökk5

Græni liturinn er mögulega sá sem margir hræðast – ég veit að það gerði ég alla vega en hann kom mér á óvart, mér fannst hann koma betur út á nöglunum en ég átti von á. En mér finnst hann þó þynnstur af lökkunum en ég hefði þurft fjórðu umferðina á neglurnar eins og þið sjáið. Liturinn heitir Chic Chartreuse.

neonlökk3

Þennan er ég búin að nota mest – alveg dásamlega fallegur og það sést á glasinu að ég er mikið búin að nota hann ;) Sun Flare heitir liturinn.

neonlökk4

Þessi er alveg svona barbie bleikur –  hér er það liturinn Tropink. Þessi kom mér líka skemmtilega á óvart ég myndi alveg íhuga að nota hann – afsakið en ég er bara svo ekki bleik í mér – nema þegar mögulega kemur að varalitum;) En þessi er alveg á topp listanum mínum yfir fallegustu bleiku naglalökkin.

Ein leið er þó til að mögulega sleppa við svona margar umferðir og fá enn bjartari lit en það er að setja í staðin fyrir glært undirlakk að setja þá hvítt. Hvíti liturinn býr til fallegan grunn og litirnir verða því þéttari og bjartari – ég þarf endilega að prófa það með þessum lökkum við tækifæri. En uppáhalds liturinn minn af þessum er án efa orange liturinn hann er dásamlegur. Mér hefði þó fundist æðislegt ef það hefði verið einn litur í viðbót í línunni en það er blár – finnst hann eiginlega vanta hann hefði fullkomnað línuna.

Maybelline lökkin eru á frábæru verði en þau eru alls staðar undir 1000kr – minnir að þau séu á 990kr á flestum stöðum. Neon lökkin fást á öllum sölustöðum Maybelline og þau eru ýmist í stóra frístandandi naglalakkastandinum eða í hotspot í miðjum förðunarstandinum :)

Nú þarf ég bara að fá sól því þetta neon naglalakkatrend sem er í gangi hæfir mun betur þeim sem eru tanaðri en ég – ég er ennþá eins og næpa því ég er ekki enn búin að hafa tíma fyrir sjálfbrúnkumeðferðina mína ég verð að fara að drífa í því.

EH

Naglalökkin sem ég skrifa hér um fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.

Fullorðins...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Sirra

    17. July 2014

    svooo flott lína!! á tvö úr henni en þarf klárlega að bæta því þriðja við, þessum appelsínugula! ;)