fbpx

Fullorðins…

Lífið Mitt

Í dag er mikil ástæða til að fagna vel og lengi – í dag eignuðumst við Aðalsteinn okkar fyrstu íbúð – eða alla vega erum við búin að skrifa undir ógrynni af pappírum og ég nú þegar komin með sinaskeiðabólgu…

Ég hef nú gert ýmislegt um ævina en nú er þetta orðið formlegt – ég er fullorðin :)

10537874_10203634229570586_261840992286363047_nVið uppgötvuðum allt í einu um daginn hvað við erum orðin gömul… Já ég veit ég er 24 ára ég er alls ekki gömul en þegar maður er að pæla í húsnæðiskaupum þá er ég gömul. Ef við skoðum þetta praktískt – ef ég vil vera búin að borga upp 40 ára fasteignalán áður en ég fer á eftirlaun þá þurfa þessi kaup bara að fara fram asap! En þetta tókst og ég og minn maður getum vonandi verið einmitt búin að borga öll þessi lán þegar við verðum gömul, lúin og allt í einu með miklu lægri tekjur.

Ég veit ekki með ykkur en ég er svona týpa sem meika ekki að ræða peninga og fjármál og er eiginlega bara hrædd við svona hluti eins og lán og annað. En ég hef sem betur fer þroskast á síðustu árum og lært að fara með peninga – ég kunni það ekki áður ég var ein af þeim sem tók laun út í fötum og átti því ekki pening til að gera neitt annað. En hins vegar átti ég alltaf ný föt. Svo fattar maður allt í einu að forgangsröðunin þarf að vera önnur það gerist eiginlega um leið og maður fer að standa á eigin fótum – flytur að heiman og þarf að borga reikninga sem maður þurfti ekki áður. Ég varð skíthrædd þegar Aðalsteinn fór því að tala um að kaupa fasteign og hummaði þetta bara alltaf frá mér þar til hann settist niður með mér og fór yfir staðreyndir málsins. Ég er mjög ánægð með það og ég er ótrúlega ánægð með ákvörðun okkar og hrikalega spennt fyrir framtíðinni og litlu íbúðinni okkar.

Þegar við hófum leit sáum við fyrir okkur að eignast bjarta þriggja herbergja íbúð í helst póstnúmeri 104 eða 105 – það tókst og við erum í skýjunum og sérstaklega sonurinn sem fær í fyrsta sinn sitt eigið herbergi ásamt risastórum garði og leikfélaga sem á heima í húsinu.

Screen Shot 2014-07-14 at 9.32.05 PM

En eins og eflaust hjá mörgum öðrum þá var leitin löng og erfið. Ég horfði á eftir tveimur draumaíbúðum með tárin í augunum. Það var mjög erfitt að koma alveg ný inná fasteignamarkaðinn og vita lítið sem ekkert um það hvernig hlutirnir gengu fyrir sig. Við vissum ekkert hverju við ættum að líta eftir þegar kæmi að íbúðinni sjálfri – hvar eru skemmdir, leka gluggarnir, hvernig er staðan á dreninu – allt er þetta eitthvað sem ég lærði að ég ætti að spurja að eftir ógrynni af opnum húsum. Við erum búin að sjá það allt, íbúðir sem anga af reykingarlykt, íbúðir þar sem möguleikarnir voru endalausir og verst með förnu sameign sem ég hef á ævinni séð. Allt varð þetta til þess að þegar fasteignasala sem við höfðum nokkrum sinnum skoðað íbúð hjá bauð okkur aðstoð af fyrra bragði. Þau Andrea og Friðþjófur hjá Miðborg fasteignasölu komu okkur svo sannarlega til bjargar og Andrea mætti með okkur á hvert opna húsið af fætur öðru, leitaði af kostum og göllum sem okkur datt ekki í hug að forvitnast um og var okkur innan handar þegar við gerðum tilboð. Það er nefninlega annað að ég veit ekki hvað í ósköpunum er raunhæft tilboð – en ég er svona nokkurn vegin komin með það á hreint núna :)

Ef þið eruð í fasteignakaupahugleiðingum þá mæli ég eindregið með því að þið sækist eftir hjálp frá fasteignasölum. Alla vega munum við Aðalsteinn eindregið mæla með þeim hjá Miðborg og þau fá fullt hús stiga frá okkur fyrir frábæra þjónustu – það skipti ekki einu sinni máli hvað klukkan var alltaf var Andrea tilbúin til að hjálpa og svara pælingum frá okkur.

Framundan er þó eftir smá ferli og ég satt að segja hlakka bara ótrúlega mikið til. Ég held þetta sé spennandi verkefni sem er framundan hjá okkur en ég held ég verði líka að vera þolinmóð því þetta mun ábyggilega taka sinn tíma – það að gera íbúðina okkar. Ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur að fylgjast með framgangi mála hér á blogginu.

EH

Brúðkaup: Kökutoppar

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Brynja

    16. July 2014

    Nei sko!! Ég sé ekki betur en að þetta sé elsku gamla húsið mitt :)
    Við keyptum okkar fyrstu íbúð á jarðhæðinni í þessu húsi 2005.
    Yndislegt hverfi – njótið!

  2. Hildur Gylfadóttir

    17. July 2014

    Innilega til hamingju með íbúðina : ) Fyrsta íbúð/bíll er alltaf stórt skref. Góða skemmtun að brjóta og breyta.

    Kv. Hildur

  3. Guðrún

    22. July 2014

    Geggjað, ég gerði einmitt tilboð í risið fyrir einhverjum árum síðan..