fbpx

Á óskalistanum, útvítt & glansandi

Á ÓskalistanumFallegtNýtt í Fataskápnum

Ég þurfti smá að venjast útvíðu buxunum sem eru að verða meira og meira áberandi í verslunum þessa mánuðina. Greinilega eitt af allra stærstu trendunum framundan. En ég fékk mér einar útvíðar gallabuxur inní Vero Moda um daginn og ég er ekkert smá ánægð með þær og fékk mikil lof fyrir þær. Ég fékk svo nýlega upplýsingar um það sem væri væntanlegt inní VILA í vikunni og þar sá ég par sem ég bara verð að bæta við inn í minn fataskáp. Munið þið eftir ÞESSUM HÉR hér eru einar sem virka alveg eins nema með fallegri velúr áferð – tilvalið fyrir áramótin!!Vilour pants

Hér er virkilega skemmtileg glansandi áferð í efninu sem verður alveg sérstaklega falleg í birtunni í kringum flugeldana. Setti saman nokkrar dressmyndir fyrir innblástur…

Ég verð að segja það að ég er að elska flared þessa dagana þó ég hafi verið skeptísk í byrjun…

Þessar verða mínar í lok vikunnar – lofa!

Hvernig líst ykkur á?

Erna Hrund

Á sunnudagskvöldi...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hrefna Dan

    1. December 2015

    Þessar verð ég að eignast! Þær eru mega..