fbpx

Á sunnudagskvöldi…

FallegtLífið Mitt

Dreymir mig um rúmið mitt. Ég fer að skríða uppí eftir smástund og vonandi mun mig dreyma um þessa yndislegu helgi sem er að baki okkar fjölskyldunnar. Ég nýt þess að vera mamma um helgar, þegar Tumi fæddist ákvað ég að reyna að komast hjá því sem mest að vinna um helgar og meirað segja er ég lítið sem ekkert að stressa mig á því að vera að blogga – vona að þið fyrirgefið ;) Það að fá að njóta mín sem mamma í frítímanum er að gera það að verkum að ég er miklu meira fókuseruð í vinnunni og set mér frekar markmið í hverri viku, þetta ætla ég að gera og klára, og það geri ég. Þá næ ég að slaka meira á og njóta – ég vona einmitt líka að þið munið eftir því núna þegar desember er að koma – NJÓTIÐ!

En eitt af því sem er skilyrði fyrir því að ég nái að nýta vikurnar vel er góður svefn. Ég veit ég er nú með einn lítinn sem vaknar enn á nóttunni til að drekka en á milli þess verð ég að ná að slaka á og vitið þið það gengur stundum ekkert alltof vel. Ég ákvað þó í dag í IKEA ferð dagsins að dekra aðeins við rúmið og gefa því ný sængurver sem eru nú komin á og bíða eftir mér og mínum. Ég held ég þurfi nú aðeins að eyða meiri tíma í að dekra við svefnherbergið mitt og gera það meira að griðarstað en nú inniheldur það bara óheyrilegt magn af snyrtivörum…

Ef ég ætti tíma núna í kvöld, já og orku ef útí það er farið, þá myndi ég vilja umbreyta mínu herbergi í takt við myndirnar hér sem fundust á Pinterest flakki dagsins…

af4fb3bb43a8c3a0a29ddb46b5626ed1 d3ff919f4cb730ced6ef35772e9bf362 be62d6c3b58819450e917427f5389015 080c95c5f8cf8ec154e96cb26b660edd 5c10f17e798f25180d247b957f29c75f 2340b1d030b4a256446eeb076a5b1dfb 62c90d3df79492d8ad8d73599e4e3cb1 da9456589ff82a1ac60ecaf3d070780f 3602f4f9c4b69b330b57c99c1bf3150b 451cec2e01eef7ec5a0c87c0d308fe84 ca0984892d5fbfee64947b4334ded7e1 a9734c1200aff430d1b782fd704063c8 d07078d0d556d8d77a838dc521ec4ca1 01ecc17adcfa2fd1a7028f3023eb974e caaeaada74b03377ba53d2da8fb33bdf 0d24859346312a5446e7052fd4e71cf6 e5b64bb29f5aa9fb7350ce95e252fdf3

Ég hef komist að því núna að ég er búin að vera að hugsa þetta allt vitlaust! Maður á að eyða peningunum í að gera svefnherbergið, þar endurhlöðum við batteríin og þar á að vera okkar umhverfi til að slaka á. Ég er alla vega búin að gera eitthvað rétt með kaupum á nýjum sængurverum. Nú lítur rúmið sirka svona út…

ab1357aa42ca5474bcc8a07974cda2ea

Fyrir áhugasama heita þessi ombre sængurver Smaldun og fást í þremur litum, mín eru grá og koddaverið er dökkgrátt en ekki hvítt eins og hér.

En það er greinilegt að ég er að breytast í einhvern sængurverasérvitring en á gjafalista fyrir brúðkaupið vorum við t.d. að setja sængurver.

Nú er það bara að skella sér í sturtu, fara tandurhrein að sofa í hreinu rúmi og hvílast vel því það er önnur löng vika framundan ;)

Erna Hrund

Gjafmildi framar öllu öðru

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Guðrún Vald.

    30. November 2015

    Ég er einmitt búin að endurgera svefnherbergið mitt nýlega og lagðist í allar þessar pælingar fyrir það. Núna eigum við yndislega friðsælt og fallegt svefnherbergi og það munar ótrúlega miklu! Ég mæli með því að gera svefnherbergið eins fallegt og maður getur, þá er bara gaman að fara uppí og maður sefur betur. :)
    Svo mæli ég með laki sem heitir Bella Donna og fæst í Betra Bak. Gerist ekki þægilegra! ;)