fbpx

Gjafmildi framar öllu öðru

Lífið MittVero Moda

10. apríl á þessu ári er dagur sem líður seint úr minni mínu. Ég fæ enn gæsahúð og tár í augun þegar ég hugsa til gjafmildu viðskiptavinanna sem flykktust í verslanir Besteseller þennan dag en allt sem seldist fyrir þennan dag fór beint til góðgerðamála, ekki einhver prósenta ekki bara ágóðinn – ALLT!

Ég var ólétt af Tuma á þessum tíma en ég setti mér nú samt það markmið að vera í vinnunni allan daginn, ég mætti klukkan 9 og ég fór ekki heim fyr en um 11 leitið. Ég hef aldrei skemmt mér jafn vel og ég hef aldrei brosað jafn mikið allan daginn, það liggur við að ólétta mamman hafi bara verið með tárin í augunum þegar hún sá yndislegu viðskiptavinina streyma inn í búðina til sín og taka svo vel í þetta einstaka málefni. Þetta er í fyrsta sinn sem svona hefur verið gert, eitt fyrirtæki gefur alla söluna sína til góðgerðarmála í einn heilan dag.

Í undirbúningi fyrir daginn og á daginn sjálfan eltu snillingarnir frá Silent okkur og fönguðu þessa dásamlegu stemmingu sem myndaðist á myndband. Nú er videoið til og málefnið sem við á Íslandi ákváðum að styrkja er búið að ná nýta til að gera frábæra hluti hjá Krabbameinsfélaginu.

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.28 AM

Bið bumbulingur tilbúin í daginn um morguninn, sjúklega spennt og reddí í slaginn :)

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.07 AM

Ég og Eva Birna mín sem er verslunarstjórinn í Vero Moda Smáralind – við eyddum öllum deginum saman og það var alveg frábært og þessi er snillingur bara svona á milli mín og ykkar – um að gera að kíkja í heimsókn til hennar!

Screen Shot 2015-11-27 at 12.27.23 AM

Ósk á FM957, Friðrik Dór og ég með stóra og fína Bestseller hjartanu <3

Screen Shot 2015-11-27 at 12.23.37 AM

Yndislega skemmtilega fólkið sem hóf daginn í Smáralindinni í gleðikasti!

En til allra þeirra sem lögðu okkur lið á þessum dásamlega degi þá mæli ég með þessu mynbandi sem sýnir brot af þessum skemmtilega degi, undirbúningnum og hér koma svo upplýsingar um það sem safnaðist og í hvað það nýttist. Eitt af því sem mér fannst alveg ótrúlegt var að fyrir peninginn sem kostaði að kaupa 5 pör af svörtum sokkum var hægt að næra barn í Indlandi í heilt ár, ég seldi mörg sokkapör þennan dag, það get ég sko sagt ykkur :)

Takk aftur fyrir frábærar viðtökur, þetta var svo æðislegt! Ég fæ gæsahúð og tár í augun þegar ég horfi á þetta video og endurupplifi tilfinningarnar og þakklætið sem var mér efst í huga þann 10. apríl.

Það hefur verið alveg ofboðslega gaman að taka þátt í mörgum frábærum verkefnum í ár, auk Give a Day var það svo Bleika Boðið fyrir Krabbameinsfélag Íslands og nú næst eru það Geðveik Jól þar sem við söfnum fyrir Líf Styrktarfélag sem er málefni sem stendur mér mjög nærri. Mynbandið er tilbúið og verður frumsýnt eftir viku og ég iða af spenningi því þetta er svoooo flott og ég vil meina að ég eigi mikinn leiksigur ;)

Erna Hrund

Þessar fá Lancome pallettuna

Skrifa Innlegg