Pattra S.

TREND / VESTI

DetailsInspiration of the dayMy closet

Þið hafið áreiðanlega rekið augun í einhvers konar frakka vesti í fatabúðunum upp á síðkastið en sjálf er ég ofsalega hrifin af þessu trendi. Það er hægt að klæðast því á marga vegu, ég hef verið að nota vestin mín tvö yfir yfirhafnir eða peysur í haust en þegar það fer að vora verður svo hægt að nota þau við boli. Já, ég er bara strax farin að hlakka til vorsins!

IMG_6350

IMG_9923

Svarta vestið fékk ég í ZARA í september en sá það nýverið í búðunum hér á landi. Það er gerviloð á því sem hægt er að taka af og því er hægt að nota það á ýmsa vegu.

..

Coat vests are hot at the moment and I’m a fan!

PATTRA

 

MEIRIHÁTTAR AIRWAVES HELGI

DetailsIcelandInspiration of the dayMy closet

Það er engin lygi að tíminn flýgur þegar maður er að hafa gaman! Lokadagur Airwaves er runninn upp og ég hlakka gífulega til að sjá&heyra eina af uppáhalds hljómsveitum mínum, Hot Chip, spila eftir nokkra klukkutíma. Hér eru nokkrar góðar Airwaves’15 minningar

Mæli ekki með því að fara í rúllukraga-ullardressi á sveittum tónleikum!

IMG_0376

BATIDA voru hressandi á Nasa

IMG_0771
Byrjaði laugardaginn á því að taka þátt í skemmtilegri myndatöku, meira frá því síðar!
IMG_0769IMG_0768

Mætti svo beint í gúrmheit á Apótekinu
IMG_0772
Laugardags glimmergalla úr Monki

IMG_0767

Með Ellinor söngdívu frá Bretlandi
IMG_0777
Margrét drottningin mín
IMG_0766IMG_0764

Kiasmos snilld

IMG_0706IMG_0780

Gærkvöldið í hnotskurn!!!

IMG_0762

 ZEN stund á milli tónleika

IMG_0761

Leðurjakkinn minn datt á mjög svo óútskýran hátt niður dularfulla rifu og það var ómögulegt að ná þangað niður. Fékk ekki hjálp við að ná honum aftur fyrren tveimur tónleikum síðar.
Vil hér með þakka security snillingana sem hjálpuðu mér með tilþrifum.

IMG_0757

Hress kona klukkan 3:45

Njótið sunnudagskvöldsins!

..

Some more awesome Airwaves’15 moments.. Last night of the festival and beloved Hot Chip in couple of hours, let’s GO.

PATTRA

ICELAND AIRWAVES DAGUR I

IcelandInspiration of the day

Góðan og blessaðan föstudag, ég er mætt aftur á Íslandið góða meðal annars vegna skemmtilegra verkefna sem ég er að fara í á morgun, segi ykkur betur frá því við tækifæri. En það vildi líka svo skemmtilega til að Airwaves helgin er akkúrat á sama tíma og ég er því lukkuleg að ná að fara á þessa skemmtilegu hátíð eftir 7 ára fjarveru. Lenti í gær og fór beint í stuðið, læt myndirnar tala..

IMG_0185Klædd í takt við veðráttuna

IMG_0301  IMG_0302Fallega fólkið mitt

IMG_0189Fyndin móment af instagramminu mínu

IMG_0300IMG_0303Aurora var mögnuð!!

IMG_0299

LA PRIEST flottur á því í satin náttgalla..

IMG_0305IMG_0304Gott að enda kvöldið hér, og aldeileis ekki í fyrsta né síðasta sinn hjá mér

IMG_0307  Uppgötvaði svo í lok kvöldsins skítaapparat á stígvélunum mínum, frábært!

IMG_0298

 Hápunktur kvöldsins að mínu mati voru Low Roar og Aurora.. Kvöld tvö að ganga í garð hjá undirrituðu, áhugasamir geta fylgst með mér á Instagramminu mínu @TRENDPATTRA
-sjáumst fallega fólk!

..
Back in beautiful Reykjavík and you can find me @ Iceland Airwaves  glad to be back at this awesome festival after 7 aiwavesless years!

PATTRA

FLARE GAME

Inspiration of the dayMy closet

Síðan ég fór fyrst að pæla í tískunni sem krakki hafa útvíðar buxur alltaf verið í miklu uppáhaldi. Mér þykir þær einstaklega klæðilegar, jafnvel lengjandi og ekki lýgur manneskjan sem er sennilega undir evrópskri meðalhæð. Það er því gleðilegt að sjá hversu áberandi þær eru í verslunum þessa dagana.

 Þessar að ofan eru þó nær allar gamlar úr fataskápnum mínum, það er nefnilega algjör óþarfi að versla sér nýtt í sífellu til þess að vera ”inn”. Að vísu fékk ég nýlega þessar á mynd nr.2 í H&M fyrir 179dkk, nánast eins og að ganga um í joggings og búin að nota þær óspart.

Það er nokkuð líklegt að ég muni klæðast útvíðu um helgina.. eigið hana góða!

..

I’ve been into flare trousers since I was a kid and glad to see the huge comeback of the 70’s, flare on!

PATTRA