Pattra S.

GRÁR MÁNUDAGUR

My closet

greyPicMonkeycollegezara

Ég fékk mér þetta gráa sett í febrúar frá H&M en varð svo skotin í þessum buxum enda 70’s aðdáandi með meiru. Það skemmir auðvitað ekki fyrir hvað þetta eru þægilegar flíkur sem ég hef notað sundur og saman.. ekkert að því að geta hoppað út í kósýgalla en liðið samt frekar fabjúlös!

..

Got this matching grey duo from H&M back in February and been meaning to put together an outfit post ever since. Such a cozy wear, can’t really get enough of the 70’s vibe!

PATTRA

BLÁBERJA + SÚKKULAÐIBITA PÖNNSUR

a la Pattra

Ég byrjaði á þessari færslu fyrir páska og hét hún upphaflega páskapönnsur síðan líðu dagarnir en hér er hún loksins komin inn svona líka passlega fyrir helgina. Það er náttúrulega tilvalið að starta helginni með gómsætum pönnsum og ég mæli með að þið prófið þessar um helgina!

DSC00476 DSC00452DSC00489DSC00494

Innihaldið er á myndinni er hér að ofan plús bláber(ég notaði fersk). Í mixið fór cirka 1 bolli af spelthveiti / 2 bollar af höfrum / tsk af kanillyftiduftsalt / 1 bolli af hörfræjum / eitt stk egg og súkkulaðibitar & bláber eftir smekk. Ég blanda svo möndlumjólkinni við þar til blandan er orðin mátuleg, kemur kanski ekki á óvart að ég slumpaði þessu einhvern veginn saman þar sem ég nota nánast aldrei uppskriftir. Pönnsurnar steikti ég síðan upp úr kókósolíu og borðaði með hnetusmjöri & bönunum með bestu lyst!

Góða helgi gott fólk, endilega prófið ykkur áfram í pönnsugerðinni.

..

Remember to eat at least a couple of pancakes this weekend folks!

PATTRA

SEX ÁR SAMAN

Inspiration of the dayJ'ADORETraveling

metadee220121221_122218Camera 36020121221_123200163106_10150120487266163_1656340_nscuba10277516_10152387675211163_6796813813871530177_nSONY DSC39736_461692161162_2534225_nSONY DSCIMG_3146419704_10150699522121163_1090120614_n10410268_10153111633976163_3600407771451198415_n-120121216_105653

Nokkrar skemmtilegar & dýrmætar minningar í tilefni þess að við Elmar áttum 6 ára sambandsafmæli í gær. Þessi 6 ár er hafa svo sannarlega flogið áfram, ef ég hef það orðrétt eftir manninum mínum en ég er hjartanlega sammála honum. Við erum í þessum skrifuðu á leiðinni til Kaupmannahafnar að fagna áfanganum yfir rómantískum kvöldverð og á morgun tökum við svo á móti 7 manna heimsókn á Kastrup. Líf & fjör!
Góða helgi öllsömul.

..

Some great memories of me and my other half tribute to our 6y anniversary yesterday. Celebration is in order with a romantic dinner tonight in Copenhagen. Have a nice weekend y’all!

PATTRA

MÆÐGNAFERÐ TIL PARÍSAR

Inspiration of the dayMy closetTraveling

Þessar myndir eru búnar að vera á leiðinni hingað inn síðan í febrúar og hafðist loksins í dag í tilefni þess að ég heyrði í mömmu minni rétt í þessu, betra seint en aldrei! Við mæðgur skelltum okkur til Parísar í eina nótt fyrir rúmlega mánuði síðan en hún er búsett rétt fyrir utan Frankfurt í Þýskalandi, þaðan er einungis 2 og 1/5 klst með hraðlest inn í miðborg París. Ekki amalegt!

DSC00167IMG_6760

Lest í lagi!

DSC00183DSC00202

Kaffipásur eru meira kósý í París.

DSC00210DSC00237 DSC00270 DSC00281

Á leiðinni að skoða Notre Dame de Paris.

DSC00302

Það er gaman að rölta um Quartier Latin.IMG_6763IMG_6764

Mamma vildi ólm fá mynd með þessum!

IMG_6767

Áttum snilldar laugardagskvöld á Buddha Bar yfir sushi og öl.

IMG_6770

Svakalegur bröns að fara detta í gang..

Því miður hefði ferðin mátt enda betur en planið var eftir brönsinn að fara á Champ Elysees að rölta um og enda svo þessa yndislegu ferð á Tour de Eiffel. Við komumst því miður ekki lengra en hálfa leiðina upp Champ Elysees götu en í miðju búðarrápi lentum við í klóm vasaþjófs. Ég tel mig vera AFAR varkár ferðalangi enda nokkuð vön og mamma mín er paranoid týpan þess vegna kom það okkur verulega á óvart þegar við lentum í þessu ”óhappi”. Það var öryggisvörðunum að þakka að við urðum var við það að veskin okkar BEGGJA voru horfin úr handtöskunum okkar en þá höfðu þeir handsamað eina konu og tekið hana afsíðis. Það var ótrúlegt hvernig þetta atvikaðist en ég var nýlega búin að horfa niður og athuga hvort að taskan væri ekki örugglega lokuð en það leið sennilega svona 5min þangað til atvinnuþjófurinn var búinn að ræna mig án þess að ég varð var við neitt! Veskið hennar mömmu var í tvírenndri handtösku þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur hvers konar fagmenn þetta voru. Daman neitaði alfarið sök í fyrstu en veskið hennar mömmu fannst falið inn á henni á endanum en ég var ekki svo heppin, sem sagt hún var ekki ein að verki. Gleðiskapurinn endaði svo á lögreglustöð í skýrslutöku í góðar 3klst, það er upplifun útaf fyrir sig að vera á franskri löggustöð að gefa skýrslu við manneskju sem talaði litla sem enga ensku!

Meira ævintýrið hjá okkur mæðgum og ég get sagt ykkur að það var endalaust hlegið í þessari ferð og þá sérstaklega á sunnudeginum, ótrúlegt en satt. Við sórum því að fara aftur saman til Parísar einn daginn, ég er svo glöð og þakklát fyrir stundirnar með mömmu en þær hafa ekki verið alltof margir í gegnum tíðina. Ég á örugglega aldrei eftir að gleyma þessari ferð.

..

Great memories from Paris in February with my mom. Chic, shopping, laughter, delicious food, romance in every corner and pocket thieves -that’s Paris for ya!

PATTRA

MATCHY LÚKK & HAMBURG

My closetTravelingTREND ALERT

Við hjúin áttum góðan sólarhring í Hamburg um síðustu helgi, en við höfum verið dugleg að taka roadtrip þangað þegar færi gefst þar sem að það tekur ekki nema um 3klst í bíl. En þessi stórskemmtilega borg er orðin að ein af okkar uppáhalds borgum og í þetta sinn uppgötvuðum við Hafencity -nýtt og yndislegt hverfi. Hótelið sem við vorum á var einmitt í hverfinu og heitir 25hrs Hotel Hafencity, mæli eindregið með því!

DSC00343DSC00341IMG_5874IMG_5856

Snilldar hótel, snilldar staðsetning og sæt boðflenna þennan sunnudaginn.

DSC00351DSC00401

DSC00391IMG_5913DSC00406

Það var stórskemmtilegt að rölta um Hafencity í vorsólinni, fallegar byggingar og nóg af girnilegum veitingarstöðum.

DSC00434IMG_6007

Enduðum röltið í Te-himnaríki, þessi staður er möst fyrir te-fíkla eins og mig!

IMG_5949

Ég fékk nokkrar fyrirspurnir á FB varðandi ”matchy” fötin sem ég klæddist en ég keypti þau í ZARA fyrir nokkrum vikum síðan, er gjörsamlega að dýrka 70’s strauminn sem er ansi áberandi þessa dagana.

..

Hamburg is always a good idea, specially when it’s only 3hrs road trip away! Fun snapshots from last weekend in one of ours favorite cities, be sure to check out 25hrs Hotel  in the fantastic neighborhood of Hafencity.

Burgundy matchy outfit from ZARA

PATTRA

FROZEN DAGUR

Inspiration of the dayMy closet

Dugnaðarforkurinn Theodóra hringdi í mig þegar ég var á Íslandi nú á dögum og bað mig um að koma og aðstoða við myndatöku á Frozen hárbókinni, að sjálfsögðu þáði ég boðið með glöðu geði og átti skemmtilegan dag með snilldar teymi!

IMG_2404 IMG_2406

Ég heimsótti As we grow og sótti fallegar flíkur, bráðskemmtilegt húsnæði.

IMG_2511

Magnea með allt á hreinu, ég aðstoðaði hana meðal annars við stílseringuna.

IMG_2411

Gerði þennan blómavegg og var sjúklega sátt með útkomuna!

IMG_2422 IMG_2428

Og svo smá pósa..

IMG_2416

Spáð og spékúlerað.

IMG_2490

Meistarar in action.

IMG_2473IMG_2478

Svakalegt útsýni hjá Brandenburg

IMG_2483

Saga Sig kann svo sannarlega sitt fag!

IMG_2495IMG_2500

Blessuð börnin

IMG_2506

Að lokum var splæst í diskóhár þar sem ég var á leiðinni í afmæli..

Annars eyddi ég síðustu viku meira og minna í keleríi við eiginmanninn þar sem við áttum viku endurfund áður en við vorum aftur komin á ferð og flug. Hann er staddur í æfingaferð með fótboltaliðinu sínu og ég er mætt í heimsókn til mömmu í Þýskalandi. Það er yndislegt að sjá hana aftur eftir svona stuttan tíma en við vorum báðar í Thailandi(síðast fyrir 15 árum!) í desember. Ég er afar þakklát fyrir okkar tíma saman þar sem ég sé hana vanalega bara einu sinni á ári.

Bestu frá Þýskalandi X

..

Had a great day while I was back in Iceland at a fun photo shoot for Frozen hair tutorial book but the author is my friend and fellow blogger Theodóra.

PATTRA

ÍSLAND MYNDABOMBA

IcelandJ'ADOREMy closetTraveling

IMG_2653IMG_2633IMG_2647IMG_2640

 Fallegur dagur í 101 með Erlunni minni

IMG_2714

 Theodóra snilli að bjarga hárinu mínu, já það er svolítið styttra!

IMG_2370

 Grillmarkaðurinn í hádeginu er gúrm

IMG_2332

 Ímark markaðsráðstefna

IMG_2285

 Dr.Bragi að bjarga svefnlausa snót

IMG_2397

 Í matarboði hjá einni yndislegri og tilvonandi móðir

IMG_2270

 Seinbúin jólagjöf frá litlu frænku

IMG_2542

 PítsaAfmælisPartý

IMG_2688

 Dásemdar kvöldstund með bestu tengdamömmu

IMG_2671

 SNAPS sjúk

IMG_2535

 Blurry hláturskast í miðbænum

IMG_2312

 Elmar með landsliðinu á Flórída og skypedate með mömmu sinni, ömmu og ástkonu -gaman!

IMG_2757

 Notalegt vinkonudeit snemma morguns á Kaffi Vestbæjar

IMG_2553IMG_2630IMG_2581IMG_2591IMG_2598

 Kærkomið bústaðarferð með uppáhalds fólkinu mínu

IMG_2604IMG_2517

 Máta eina nýfædda og stóra systir hennar að sýna mér gersemar sínar

IMG_2620IMG_2626

 SNAPS aftur, með fjölskyldunni, staðurinn er í miklu uppáhaldi hjá mér

IMG_2733IMG_2724IMG_2731

 Tveggja ára afmæli af bestu gerð

IMG_2748

 Fallega fólkið mitt

IMG_2629

Ég hreinlega elska að horfa útum gluggann hjá tengdó þó að (helv)norðanáttin sé ansi oft að stríða mér

Dásamlegri Íslandsferð senn á enda. Mikið er alltaf gott að koma ”heim” og eyða dýrmætum tíma með uppáhalds fólkinu sínu. Blessuð börnin, fjölskyldan, dýrindis íslenskur matur, vinir og hlátur.. það bara gerist varla betra!

..

Iceland photo diary. Always good to be ”home” and spending quality time with all my favorite people!

PATTRA

VALKVÍÐI @GEYSIR

My closetNew closet member

 Vígaleg loð/leðurhúfa..

IMG_2302PicMonkey Collagefur

..Eða djúsí eyrnaband sem maður getur einnig notað sem kraga?

Ég ákvað(eftir MIKLAR vangaveltur) að kaupa bandið þar sem það kostaði hvorki meira né minna en 25.000kr minna en húfan. Svakalegur munur en að vísu er loðhúfa búin að vera lengi á óskalistanum mínum þannig að ég ákvað að taka hana frá þar til á morgun. Held að ég sé samt bara ansi sátt með bandið, eða hvað.. verulega tæpt að ég tími að punga út 39.500kr fyrir höfuðfat!

..

Decisions, decisions, decisions!

PATTRA

GÓÐAN DAGINN ÍSLAND!

IcelandInspiration of the dayMy closetTraveling

Góðan og blessaðan daginn ástkæra Ísland og gleðilegt nýtt ár! Eftir dásamlegt frí á Thailandi lentum við hjúin í Köben þann 30.des og fögnuðum nýju árinu þar. Ég fann að ég var að verða veik á gamlárs en þar sem við vorum búin að bjóða í partý var ekkert annað í stöðunni en að hressa sig við, ég var meira og minna að krókna úr kulda allt kvöldið og var í útijakkanum inni nánast allt kvöldið en hélt samt alveg út til 4.leytið. Við bjuggum á æðislegum stað stað í Kaupmannahöfn, STAY Copenhagen sem er einhvers kona hótel/íbúð og vorum ofsalega lánsöm með útsýnið fyrir gamlárkvöldið. Ég vaknaði síðan á fyrsta degi ársins með brennandi hita og var með flensu í rúmlega viku, það er bara eins gott að vera búin að klára þann pakka svona snemma á árinu.

Myndir frá snilldar gamlárs..

SONY DSCIMG_1838IMG_1847

Æðisleg íbúð og útsýni!

SONY DSC

Gamlárs nauðsynjur.

SONY DSC

Vorum heppin með atvinnukokk/vin sem matreiddi ofan í okkur Beef Wellington, vægast sagt gott!!

SONY DSCIMG_1882IMG_1893IMG_1954SONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCSONY DSCIMG_1963IMG_1964

Konfettí stuð sem endaði ekkert allt of vel..

IMG_1972

Freyðandi flæðandi!

IMG_1968

Limbo master.

IMG_1989

Fringe kjóll með meiru úr H&M

IMG_2097

En nú er ég lent hér á klakanum og klaki á heldur betur við þessa stundina, þessi norðanátt má endilega bara hypja sig sem allra fyrst takk fyrir pent.
TAKK fyrir að lesa árið 2014 kæru þið, ég verð að viðurkenna að það var ekki beint stórkostlegt blogg ár hjá undirrituðu en finn á mér að 2015 verði MUN betra!

..

HAPPY new year dear readers. Some fun pics from NYE and our lovely stay at STAY Copenhagen 

Now I’m back in Iceland for the next ten days and promise that my 2015 blog year is going to be WAY better than 2014!

PATTRA

THAILAND Í GEGNUM INSTA

InstagramTraveling

Sunnudagsmorgun hér í Bangkok borg og við hjúin vorum að skríða framúr. BBC world news í sjónvarpinu með morgunkaffinu og enn ein flugvélin hér í Asíu týnd! Í þetta sinn er það lággjalda&ofurvinsæla flugfélagið AirAsia sem hafa ekki getað náð sambandi við vélina sína(QZ8501) í marga klukkutíma en vélin var á leið frá Surabaya(Indonesia) til Singapore(tveggja tíma flug). Samkvæmt reikningum segja sérfræðingar að flugvélin ætti nú þegar að vera orðin eldsneytislaus sem er auðvitað skelfilegar fréttir, hvar í ósköpunum er hún þá??! Þetta þykir mér hið undarlegasta mál, svo mörg tilfelli á svo stuttum tíma, ekki beint notaleg tilfinning að vera sjálf á leiðinni í flug hér í Asíu eftir nokkra daga. Vona innilega að þetta mál leysist hið snarasta.

Annars yfir á aðeins léttari nótur.. Ég er búin að vera ansi öflug á Instagram hér í Thailandi og ef þið viljið fylgjast betur með ferðalaginu okkar þá er ykkur velkomið að fylgja mér á @trendpattra
Haldið áfram að njóta helgarinnar gott fólk.(null)(null) (1)IMG_0466IMG_9566IMG_0729IMG_0837IMG_1630IMG_9362IMG_9155IMG_1033IMG_9767IMG_9016..

Recently woke up in Bangkok city on this lovely sunday morning. Turned on BBC world news and yet another airplane incident here in Asia but an aircraft from the ever so popular airline AirAsia is missing on it’s route from Surabaya to Singapore(2hrs flight). Contact has been lost for several hours now and not much information has been given out at all at this time. Can’t say that I’m too excited to board an airplane in just couple of days.

But over on much more mellow matter.. I’ve been pretty hyper on Instagram lately so if you want to see a little more of our trip in Thailand you’re welcome to follow me @trendpattra
Enjoy your sunday folks!

News UPDATE here.

PATTRA