Á stuttum tíma – bara nokkrum dögum hafa bæst í fataskápinn minn tvö matching dress úr sitthvorum verslununum. Að sjálfsögðu stóðst ég ekki mátið og fékk mér DRAUMADRESSIÐ – mér reiknaðist til að sem það voru flestir lesenda minna sem sögðu já;) Fyrir ykkur sem voruð ekki alveg vissar með þetta þá hlakka ég mikið til að sýna ykkur hvað ég hef í huga fyrir það!
Nýja matching dressið fann ég þegar ég átti leið um Smáralindina í gær á leið á fund. Ég var þá þegar búin að spotta buxurnar á Facebook síðu VILA og harðákveðin í að máta þær. Ég var líka búin að sjá bolinn og var mjög spennt fyrir að prófa hann við buxurnar en eitthvað smá skeptísk.
Þegar ég var hins vegar komin í flíkurnar var ég alveg sjúk. Ólíkt hinu dressinu í Selected sem ég sýndi ykkur um daginn þá eru þessar flíkur meira aðsniðnari. Ég tók bæði bolinn og buxurnar í Medium og það smellpassaði. Fötin í VILA eru ótrúlega flott í augnablikinu. Undanfarið hef ég fengið mér þónokkrar flíkur sem ég er svo ánægð með. Verðin í búðinni eru mjög sanngjörn og á stundum bara eiginlega fáránlega lág…
Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á. Svo veit ég að ég á eftir að nota buxurnar sérstaklega alveg helling. Þær eru mjög mjúkar og þæginlegar. Eini gallinn er sá kannski að efnið er dáldið þunnt sérstaklega fyrir kuldann núna svo þangað til í sumar ætla ég að nota sokkabuxur innan undir þær.
Svo er það draumadressið frá Selected – Aðalsteini féllust bókstaflega hendur þegar ég kom með það heim. Ég hlakka líka til að sanna fyrir honum að þetta dress sé sjúklega flott. Takk líka fyrir góðar ábendingar um hvernig ég gæti notað flíkurnar í sitthvoru lagi. Ég er alveg viss um að ég muni nota þetta mikið. Buxurnar eru fullkomnar við sandala í sumar og skyrtan er ekta flík fyrir mig við leggings, stuttbuxur og þunnar gallabuxur.
Hér sjáið þið flíkurnar framan á og aftan á.
Ég er fáránlega ánægð með þessar viðbætur í fataskápinn og hlakka til að sýna ykkur almennilegar dressmyndir sem fyrst :)
EH
Skrifa Innlegg