Nýju snyrtivöru ástirnar í lífinu mínu eru hreinsivötnin mín frá Embryolisse og L’Oreal. Þekktasta hreinsivatn í heiminum er frá merki sem heitir Bioderma og það fæst því miður ekki á Íslandi.
Bioderma hreinsivatnið er ómissandi í kitt margra af þekktustu förðunarfræðingum heims og hér á Íslandi. Hreinsivatnið er eftirsótt vegna þess að það er fullkomið til að hreinsa húðina á fljótlegan og einfaldan hátt. Ég hef sjálf ekki prófað Bioderma vatnið en ég er búin að vera að prófa hreinsivötnin frá bæði Embriolysse og L’Oreal og ég er ástfangin.
Ég hef ekkert alltaf tíma til að hreinsa húðina alveg í þaular kvölds og morgna en ég geri það þó samt oftast. Hreinsiklúta gríp ég sjaldan sem aldrei í því húðin mín þolir þá eiginlega ekki því margir þessara klúta þurrka svo upp húðina mína. Hreinsivatnið hefur því nýst mér vel þegar ég hef lítinn tíma til að hreinsa húðina og ég nota það lang oftast á morgnanna.
Það er mikilvægt að hreinsa húðina líka á morgnanna vegna þess að á nóttunni vinnur húðin okkar öðruvísi en þá nýtir hún tímann til að skila óhreindum sem liggja inní húðinni uppá yfirborðið og þau óhreinindi viljum við losna við sem fyrst. Af sömu ástæðu er mikilvægt að skipta reglulega um koddaver. Vegna þess er líka mjög mikilvægt að þrífa húðina á kvöldin svo húðin geti skilað þessum óheinindum en það getur hún auðvitað ekki þegar það er fullt af óhreindum á henni :)
Kostirnir við að nota hreinsivatn:
- Fljótlegt, þið setjið bara smá vatn í bómulinn og strjúkið yfir húðina.
- Hreinsar augun líka, þessi vötn taka líka maskara og gera það mjög vel, ég hef notað þessi til að þrífa maskara með extra góðri endingu og þeir renna af án þess að smita útfrá sér (ég hef ekki enn prófað hreinsana á vatnshelda maskara en mér finnst ólíklegt að það gangi).
- Húðin fær frísklegt yfirbragð – eins og ég sé búin að skvetta á hana vænni gusu af vatni.
Ég nota bómullarhnoðra því mér finnst þeir miklu mýkri fyrir húðina heldur en bómullarskífur. Þrátt fyrir að hér sé um vökva að ræða þá endast hreinsarnir lengi, ég er varla hálfnuð með mína og ég hef átt þá í þónokkurn tíma. Það þarf alls ekki að nota mikið vatn í einu frekar bara bæta smá og smá við ef ykkur finnst þið vanta meira.
Ég hef ekkert endilega verið að nota andlitsvant með þessum en ég geri það þó stundum og sérstaklega ef ég er að nota það á kvöldin. En þar sem þetta er létt hreinsun og meira bara til að taka óhreinindi af yfirborði húðarinnar en ekki að hreinsa hana að innan þá er andlitsvatn kannski óþarfi. Hreinsivötnin ætti ekki að nota eingöngu heldur með dýpri hreinsun. Ég nota hreinsiburstann minn svona 4 sinnum í viku og þess á milli er ég með léttari hreinsun fyrir húðina til að erta hana ekki um of – þá nota ég m.a. annað hvort þessara. Þar sem vötnin eru svo létt þá ætti það að henta öllum húðgerðum – það finnst mér alla vega!
Eins og aðrar Embryolisse vörur fæst hreinsivatnið frá því merki HÉR en L’Oreal fæst á fjölmörgum stöðum eins og Hagkaup, Lyfju og Lyf og Heilsu.
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég send sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit á vörunum.
p.s. þetta eru sérstök hreinsivötn – íslenskt vatn er ekki alveg það sama og ég mæli ekki með því að þið notið það til að hreinsa húðina ;)
Skrifa Innlegg