Eins og frægt er orðið þá féll ég fyrir eftirlíkingu af Urban Decay Naked 2 pallettunni – það mun aldrei gerast aftur og ég er nú algjörlega komin með nóg af verslunum sem gera það að sýnu lifibrauði að blekkja neytendur.
Elskuleg vinkona var svo yndisleg að lána mér UD pallettuna sína svo ég gæti fengið að prófa augnskuggana og ég verð að vera ykkur hjartanlega sammála – þetta eru einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef prófað. Það liggur við að þeir sjái um augnförðunina sjálfir svo auðveldlega leggjast þeir á augnlokin. Ég skemmti mér konunglega fyrir frama spegilinn í gær að prófa augnskuggana og hér sjáið þið útkomuna. Fyrir neðan hef ég svo skrifað smá lýsingu á förðuninni og þar finnið þið líka mynd af hinum vörunum sem ég notaði.
Það er alveg magnað að sjá hvað augnskuggarnir blandast fallega saman hver við annan. Það sést einmitt mjög vel þegar ég er með lokuð augun. Hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði:
- Garnier Perfect Blur Smoothing Perfecting Primer – BESTI primer sem ég hef prófað. Þessi kom heim með mér frá Svíþjóð og ég er loksins búin að finna hinn fullkomna primer. Þessi er væntanlegur í sölu hér á Íslandi seinna á árinu og þá segi ég ykkur betur frá honum.
- L’Oreal Volume Million Lashes So Couture maskari – glænýr maskari sem verður fáanlegur innan skamms á Íslandi. Ég verð að segja að þetta er besti L’Oreal maskarinn sem ég hef prófað.
- L’Oreal Lumi Magique Concealer – Léttur hyljari með ljómaáhrifum sem er gott að nota líka sem highlighter yfir farðann.
- L’Oreal Color Riche Le Kohl – Mattur vaxblýantur sem er fínt að nota til að fylla aðeins inní augabrúnirnar. Þessi litur er þó aðeins of ljós fyrir mig en ég fann ekki minn lit svo þessi varð að duga.
- Urban Decay Naked 2 pallettan – sjúklegir litir, þessa verð ég að eignast!
- Chanel Rouge Coco varalitur í litnum Mystique.
- Ég byrjaði á því að móta það hverni ég ætlaði að enda augnförðunina svo ég grunnaði ytri enda augnloksins með svarta matta litnum. Ég vann litinn inn eftir globuslínunni þangað til hann var orðinn mjúkur og fallegur.
- Svo setti ég litinn pistol sem er 5. frá hægri, steingrár sanseraðaur augnskuggi og setti hann yfir hálft augnlokið og vann hann þvert yfir globuslínuna.
- Svo tók ég litinn Chopper sem er 4. litur frá vinstri og setti hann á innri hluta augnloksins og í augnkrókinn og vann hann yfir mitt augnlokið.
- Svo tók ég stóran blöndunarbursta og vann alla litina vel saman og mýkti aðeins skygginguna að ofan til að fá fullkomna smokey áferð. Þið gætuð líka notað ljósasta litinn Poky til að mýkja skygginguna.
- Svo setti ég eyelinerlínu með svarta litnum meðfram efri augnhárunum og næst dekksta litinn 2. frá hægri meðfram neðri augnhárunum og blandaði saman við rósagyllta litinn.
- Svo var bara sett nóg af maskara…!
- Ég hefði svona eftir á kannski átt að nota meiri volume maskara og jafnvel setja brúnan lit inní vatnslínuna þá held ég að lúkkið hefði verið fullkomið.
Ég ætla svo sannarlega að gera annað lúkk með þessari pallettu á næstunni en ég þarf ekki að skila henni fyr en á mánudaginn ;)
Þið sem hafið verið að senda mér athugasemdir hafið vísað á síðuna Beauty Bay til að kaupa Urban Decay vörurnar. Ég ætla að fara að ykkar ráðum og panta pallettuna þar og jafnvel fleiri vörur frá merkinu – langar dáldið líka í Naked 3 pallettuna. Eru einhverjar hér sem eiga hana og mæla með henni ?
Takk fyrir hjálpina enn og aftur yndislegu lesendur – þið hafið hárrétt fyrir ykkur með þessa augnskugga og ég get ekki annað en mælt heilshugar með því að sem flestir prófi þá. Klárlega einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef prófað!
EH
p.s. Takk Inga fyrir lánið***
Skrifa Innlegg