KOPAR SMOKEY FÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Mig langaði að deila með ykkur förðun sem ég gerði á snapchat (gsortveitmakeup) en ég var svo yfir mig hrifin af Naked Heat pallettunni frá Urban Decay að ég gerði förðun með henni. Augnskuggarnir blönduðust ótrúlega vel og var ég mjög sátt með hvernig þeir komu út á augnlokunum. Mér finnst þetta frábær palletta, það er mikið hægt að gera með henni og endalaust hægt að leika sér með þessa 12 liti. Förðunin sem varð fyrir valinu var smokey förðun og var einn litur í aðalhlutverki en það var ótrúlega fallegur kopar litur sem heitir “Dirty Talk”.

Ég ætla að sýna ykkur hvaða liti ég notaði í þessa förðun og set númer við hvaða liti ég notaði fyrst.

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Á augnlokið notaði ég fyrst “Chaser” sem fyrsta blöndunarlit, síðan bætti ég við “Sauced” og “He Devil”. Því næst setti ég “Dirty Talk” yfir allt augnlokið og blandaði síðan litunum saman.

Á neðri augnháralínuna setti ég fyrst svartan eyeliner og blandaði honum út en setti síðan “En Fuego”. Síðan til þess að blanda öllu vel saman þá tók ég fyrsta blöndunarlitinn og blandaði öllu vel saman. Ég vildi hafa mjög dökkt við neðri augnháralínuna og leyfa augnlokinu að njóta sín.

Ég er mjög ángæð með þessa pallettu og hlakka til að gera fleiri farðanir.

ÞÉR ER BOÐIÐ

Síðan langaði mig að láta ykkur vita að Urban Decay á Íslandi er með Naked Heat party í tilefni að því að Naked Heat kemur í sölu á fimmtudaginn kl.19:00. Þannig það er öllum boðið í Naked Heat party í Smáralindinni á fimmtudaginn (17.ágúst) frá 19:00 til 21:00. Það verður happdrætti og margt skemmtilegt að gerast.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUNARFRÉTTIR: PALLETTAN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM

FÖRÐUNAR FRÉTTIRSNYRTIVÖRUR

Hún er komin til Íslands! Pallettan sem allir eru að tala um en þetta er Naked Heat frá Urban Decay. Ég er búin að bíða lengi eftir þessari pallettu, þið munið kannski eftir því en þá var hún á óskalistanum mínum fyrr í sumar. Þessi palletta er búin að vera vinsæl hjá mörgum áhrifavöldum á Youtube og Instagram, það er ekki af ástæðulausu en þessi palletta er ótrúlega falleg. Þetta er fimmta Naked pallettan sem Urban Decay kemur út með og að mínu mati sú allra flottasta en ég er mikið fyrir hlýtóna liti.

Síðan um daginn fékk ég ótrúlega flottan pakka heim að dyrum en ég sem bloggari fæ oft PR (Public relations) pakka frá fyrirtækjum og er þessi pakki sá allra frumlegasti. Í pakkanum var allt mjög heitt (bókstaflega) en það var verið leika sér með nafnið á pallettunni..

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Þetta var það sem var í pakkanum, mjög skemmtilegt og ég var ótrúlega ánægð með allt í pakkanum!


Ég ætla sýna ykkur pallettuna betur og hvernig litirnir koma út

 

Mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar og veglegar

 

Pallettan kemur í hörðum umbúðum sem mér finnst frábært því þá er gott að ferðast með hana.

 

 

Litirnir eru æðislegir en það er bland af möttum og “shimmer” litum. Mér persónulega finnst algjört æði að það séu margir mattir litir því það er algjört lykilatriði að vera með góða blöndunarliti. Það er hægt að gera allskonar farðanir með þessari pallettu, allt frá hversdagsförðun út í dramatískari förðun.

 

Litirnir komu ótrúlega vel út og hlakka til að prófa betur á augunum!

Síðan fylgir bursti með og hann virðist vera mjög góður en það er oft sem burstar í pallettum eru ekkert spes. Það er bursti á báðum endunum og eru þeir ólíkir, þannig þetta eru eiginlega tveir burstar.

 

Ég ætla prófa þessa pallettu á morgun þannig ég mæli með að fylgjast með miðlunum mínum á morgun en ég er ekki búin að ákveða hvernig förðun ég vil gera. Þið megið endilega skilja eftir athugasemd hvernig förðun þið viljið sjá.. smokey eða beauty?

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FIMM “MUST HAVE” SNYRTIVÖRUR FYRIR VERSLÓ

BURSTARFIMM UPPÁHALDSHreinsivörurSNYRTIVÖRUR

Núna fer að styttast í verslunarmannahelgina og margir eflaust búnir að gera plön. Það eru margir að fara í útilegu og langaði mig því að segja ykkur frá nokkrum snyrtivörum sem mér finnst algjört “must” að hafa með sér. Þetta eru allt snyrtivörur sem hægt er að nota á marga vegu og því fullkomar í útilegurnar.

 

1. MELTDOWN MAKEUP REMOVER – URBAN DECAY

Þessi vara er held ég fullkomin fyrir útlegur en þetta er sprey frá Urban Decay sem tekur í burtu farða. Þú einfaldlega spreyjar þessu í andlitið tekur síðan blautþurrku eða eitthvað annað sem þú ert með við höndina í útlegunni og tekur förðunina. Það þarf ekkert að skola þetta af með vatni eða slíkt, þetta er ótrúlega einfalt og algjör “must” að mínu mati!

 

2. HELLO FAB CAFFEINE MATCHA WAKE UP WIPES – FIRST AID BEAUTY

Ég er ekki mikið fyrir að nota blautþurrkur en það er leyfilegt einu sinni á ári að “hreinsa” á sér húðina með blautþurkkum. Það er hægt að nota þessar frá First aid beauty eftir að maður er búin að spreyja andlitið með Meltdown Makeup Remover og síðan er bara alltaf gott að vera með blautþurrkur við hendina í útilegum. Þessar blautþurrkur er  stútfullar af andoxunarefnum, vitamín C, aloe vera og orkumiklu koffíni. Tekur í burtu óhreinindi, olíu og farða. Þetta er því algjör snilld í útilegur og eru mjög góðar blautþurrkur.

Ég mæli samt með því ef þið hafið tök á því að hreinsa húðina einsog þið getið en auðvitað er það oft erfitt í útilegu þar sem er kannski ekki aðstaða til þess.

 

3. FACE CONTOURING PALETTE – THE BODY SHOP

Þessi palletta frá The Body Shop finnst mér æðisleg, hún er lítil og þægilegt að ferðast með hana. Það eru fjórir litir og hægt að nota þá á marga vegu. Það er til dæmis hægt að nota hana á andlitið í sólapúður, highlight, kinnalit og til þess að skyggja andlitið en hinsvegar er líka algjör snilld að nota hana á augun. Þannig það er hægt að nota hana á marga vegu og því algjör snilld í útileguna.

 

4. SETTING BRUSH – REAL TECHNIQUES

Þetta er einn af mínum uppáhalds burstum frá Real Techniques og fær því að fylgja mér allt sem ég fer. Það er hægt að nota hann í svo margt, til dæmis highlighter, augnskugga, hyljara, púður og svo margt fleira. Því finnst mér hann fullkominn í ferðalög og sérstaklega útilegur þegar maður vill ekki taka með sér of mikið.

 

5. NAKED 2 LIP LINER – URBAN DECAY

 

Mér finnst varablýantarnir frá Urban Decay æðislegir en þeir eru vatnsheldir og haldast ótrúlega vel á vörunum. Það er hægt að nota hann til þess að móta eða setja yfir allar varirnar og setja síðan annan varalit yfir þá helst allt miklu lengur. Síðan er auðvitað hægt að nota þá bara eina og sér sem varaliti.

 

Vonandi var þetta hjálplegt og þið skemmtið ykkur sem allra best um helgina. Munum bara að skemmta okkur fallega og ganga hægt um gleðinnar dyr xx

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

FÖRÐUNIN MÍN UM HELGINA

FÖRÐUNLÍFIÐSNYRTIVÖRUR

Gleðilegan mánudag! Vonandi var helgin hjá ykkur æðisleg, allir nutu sólarinnar og fylgdust spennt með landsleiknum.

Ég var í útskrift um helgina og mig langaði að deila með ykkur förðuninni sem ég gerði. Ég tók reyndar ekki góðar förðunarmyndir en tók nokkrar (margar) sjálfsmyndir.

Ég er ekkert búin að breyta myndunum, þannig að þið sjáið vonandi vel hvernig förðunin kom út

 

Ég ætla taka ykkur “step by step” ..

Mér finnst mjög mikilvægt að undirbúa húðina vel og nota ég alltaf gott rakakrem áður en ég geri eitthvað annað.

Ég er oft með hreinsiklúta við hönd, ekki til þess að hreinsa húðina heldur til þess að hreinsa undir augunum ef ske kynni að augnskuggi myndi detta niður.

 

 

Varaprepp er mjög mikilvægt. Ég gleymi þessu skrefi samt ansi oft samt en þetta er ótrúlega mikilvægt.

Þetta eru tvær vörur frá Glam Glow og heita Plumpageous Matte Lip Treatment og gera varirnar aðeins stærri. Síðan er það Poutmund Wet Lip Balm Treatment Mini og er varasalvi með lit í.

 

Ég byrja alltaf á augabrúnunum og notaði þetta Urban Decay combo. Ég er búin að vera nota Brow Beater og Brow Tamer í svolítinn tíma núna og elska þetta!

 

Ég notaði bara Coloured Raine augnskugga. Þeir eru ótrúlega litsterkir og blandast ótrúlega vel.

 

Augnskugginn sem ég notaði yfir allt augnlokið heitir “Down Town

 

Síðan notaði ég þennan eyeliner frá Rimmel til þess að gera léttan eyeliner. Oftast nota ég blautan eyeliner en ég vildi ekki hafa eyeliner-inn of áberandi.

 

Ég notaði ekki tvenn augnhár haha en þau sem ég var með eru ekki lengur í pakkningunni en þau heita Allure og eru frá Koko Lashes.

Síðan notaði ég fallegasta pigment í öllum heiminum í innri augnkrók en það heitir Vegas Baby (nr.20) frá Nyx.

 

Ég nota alltaf þetta augnháralím frá Eylure

 

Á húðina þá notaði ég þetta combo, farða frá YSL og hyljara frá Urban Decay. Þessi farði frá YSL er æðislegur, myndast ótrúlega vel og mjög léttur á húðinni.

Síðan notaði ég litaleiðréttandi penna frá YSL til þess að hylja roða.

 

Ég nota alltaf púður yfir allt andlitið því ég er með frekar olíumikla húð og vill að farðinn endist allt kvöldið, sem hann gerði. Ég keypti mér Airspun púðrið í Walgreens um daginn og kom mér skemmtilega á óvart, mæli með.

Síðan notaði ég Beached Bronzer frá Urban Deacy til þess að hlýja húðina, þetta er UPPÁHALDS sólarpúðrið mitt þessa stundina. Á kinnarnar notaði ég After Glow kinnalitinn frá Urban Decay í litnum SCORE og Rodeo Drive frá Ofra á kinnbeinin.

 

Ég er síðan alltaf mjög dugleg að spreyja rakaspreyi á andlitið nokkrum sinnum í gegnum förðunina. Það lætur allt blandast mun betur saman og förðunin endist lengur.

 

Á varirnar notaði ég nýju varalitina mína frá Kylie Þessir komu samt einungis í takmörkuðu magni en vonandi koma þeir aftur því þeir eru æði.

 

Notaði líka Velvet Teddy frá Mac 

 

Ég notaði sem sagt fyrst Velvet Teddy síðan Kimmie og svo Kimberly í miðjuna

 

Svo til þess að toppa look-ið þá spreyjaði ég þessu æðislega ilmvatni á mig frá Lancome

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

ÓSKALISTI FYRIR LJÓMANDI HÚÐ

FÖRÐUNÓSKALISTISNYRTIVÖRUR

Ég er búin að vera hugsa endalaust um fallega ljómandi húð fyrir sumarið. Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem eru á óskalistanum hjá mér.

 

1. SKIN THIGHT BODY – PRTTY PEAUSHUN

 

Þessi vara er alveg ný á íslenskum markaði, Nola.is var að taka þetta merki inn og er ég mjög spennt fyrir því. Þetta er sem sagt ljómakrem sem maður setur á líkamann og gefur fallegan ljóma. Ég er búin að vera skoða þetta merki núna í svolítinn tíma og líst mjög vel á það. Það er svo fallegt að setja smá svona krem á til dæmis fæturnar þegar maður er berleggja. Síðan heyrði ég að Rihanna vinkona mín notar þetta og þá hlýtur þetta að vera gott!

 

2. BABY GLOW – GUERLAIN

 

 

Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru en þetta er Baby Glow frá Guerlain. Þetta á að gefa húðinni fallegan ljóma og hægt að nota undir farða eða bara einan og sér. Það er líka stór plús að það sé sólarvörn í kreminu og því tilvalið fyrir sumarið! Ég er ekki búin að prófa margar vörur frá þessu merki en er mjög spennt fyrir þessari vöru.

 

3. GLAM BEIGE – L’ORÉAL

Þessi vara er frekar nýleg frá L’Oréal og er létt krem með lit í. Þetta gefur fallegan ljóma og mjög létt á húðinni. Ég gæti hugsað mér að nota þetta eitt og sér með smá hyljara og vera bara tilbúin. Ég er mjög spennt fyrir þessari vöru!

 

4. GLOWSTARTER – GLAM GLOW

 

Þetta er rakakrem og ljómakrem sett saman í eitt, hversu vel hljómar það? Þetta krem á að gefa húðinni meiri ljóma og til í nokkrum litum. Þetta er allavega eitthvað fyrir mig og myndi ég nota þetta krem undir farða eða létt BB krem.

 

5. FAUX WHITES EYE BRIGHTENER – NYX COSMETICS

 

Hversu sætir blýantar? Þessir finnst mér bara öskra sumar og eru æði til þess að fríska aðeins uppá hina daglegu förðun. Ég held líka að þessir myndu koma sér vel fyrir allar úthátíðirnar í sumar, til dæmis Secret Solstice.

 

6. NAKED HEAT – URBAN DECAY

Þessi palletta er ekki kominn til Íslands en ég sá hana á instagraminu hjá Urban Decay og hugsaði bara að ég yrði að eignast hana! Þetta eru alveg týpiskt ég litir og finnst mér hún líka bara svo ótrúlega falleg.

 

 

7. HIGHLIGHT & SCULPTING PALETTE – VISEART

Viseart er þekkt fyrir fallega augnskugga og er ég því mjög spennt að sjá hvernig andlitsvörurnar þeirra virka. Mér finnst þessi palletta ótrúlega falleg og ég er mjög spennt að sjá hvernig highlighter-arnir eru. Þessi palletta væri líka æðisleg til að nota sem augnskugga.

 

8. TOUCHE ÉCLAT GLOW SHOT – YSL

Þessir highlighter-ar frá YSL eru æðislegir. Ég á dekkri litinn úr þessari línu og er búin að nota hann mikið. Þetta er eina varan sem ég er búin að prófa á óskalistanum almennilega og get mælt með 100%. Þessir highlighter-ar gefa fallegan ljóma og húðin verður ótrúlega falleg, gefur svona “glow with in”.

 

Þetta er mjög sumarlegur og LJÓMANDI óskalisti en vonandi fannst ykkur gaman að sjá hvað er á óskalistanum hjá mér. Þið megið endilega segja mér ef þið eruð búin/n að prófa eitthvað af þessum vörum eða mælið með eitthverju öðru.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FESTIVAL MAKEUP

FÖRÐUN

*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf 

Núna er júní mánuðurinn alveg að fara koma og margir eflaust búnir að plana eitthvað fyrir sumarið. Ég er að fara vinna í allt sumar en ætla reyna að vera dugleg að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og fjölskyldu.

Ég er að fara á Secret Solstice og er strax byrjuð að hugsa hvernig ég ætla að mála mig og í hverju ég eigi að fara. Það er svo gaman að fara á útihátíðir og geta farið aðeins út fyrir þægindarammann þegar kemur að förðun. Mig langaði að reyna að vera dugleg að deila með ykkur hugmyndum um festival förðun næstu vikurnar og ákvað að skella í eina mjög einfalda förðun.

 

 

 

Ég notaði mest megnis bara appelsínugulan augnskugga og blandaði honum mjög vel. Síðan er það stjarnan í förðuninni og er það glimmer eyeliner frá Urban Decay.

Þetta er svo fallegt blátt glimmer og gerir svo ótrúlega mikið fyrir einfalda förðun. Liturinn sem ég notaði heitir AMP.

Mér finnst þessir eyeliner-ar vera fullkomnir fyrir úthátíðir en þeir haldast ótrúlega vel á og eru til í allskonar litum. Mæli með!

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

Nýjustu förðunarvöru netkaupin…

Ég Mæli MeðmakeupNetverslanirNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég var rosalega dugleg að lesa mér til um spennandi förðunarvörur á meðan ég lá inni á spítala og ég freistaðist eitt kvöldið þegar ég lá andvaka og pantaði nokkrar girnilegar vörur sem eru nú komnar til mín og ég má til með að deila þeim með ykkur. Þetta eru vörur sem þið getið líka nálgast – þ.e. fyrir utan eina þeirra – í gegnum vefverslunina nordstrom.com sem sendir til Íslands ;)

netkaup6

Vörurnar sem ég splæsti í þetta kvöldið – allar komnar – en ef þið fylgist með mér á snappinu ernahrundrfj þá ættuð þið að vita af þeim nú þegar!

netkaup3

Þegar ég sá fyrst myndir af nýju Smoky Naked pallettunni frá Urban Decay vissi ég að ég yrði að eignast hana. Sambland af 12 æðislegum litum og palletta sem er svo ólík hinum þremur. Sjálf hef ég notað þær sem ég á fyrir nr. 2 og nr. 3 mikið og hlakka til að blanda þessum skemmtilegu litum saman. Möttu litirnir sem þið sjáið hægra megin í pallettunni finnst mér sérstaklega flottir og þeir dekkri eru tilvaldir í mótun á augnlokunum og þeir ljósu fullkomna reykáferð hinna litanna – ég þarf að kenna ykkur það trix!

netkaup9

Með pallettunni fylgdi smá plagg þar sem fjórar mismunandi útgáfur af smoky augnförðunum eru sýndar og kenndar – hér sjáið þið tvær þeirra.

netkaup8

Liturinn Anna í Audacious varalitunum frá Nars. Mér fannst þessi litur eitthvað svo klassískur og tímalaus ég varð bara að bæta honum í safnið. Ég á einn nú þegar frá merkinu og hann er virkilega góður – mæli með!

netkaup

Hourglass ljómapallettan er ein af þessum förðunarvörum sem þið ættuð nú kannski að kannast við. Þessi þykir alveg sérstaklega góð og ég hlakka bara til að fá að prófa hana sjálf eftir að vera búin að heyra og lesa mikil lof!

netkaup2

Svo að lokum er það ljómandi fallegt púður sem Jaclyn Hill hannaði fyrir merkið BECCA. Jaclyn Hill er einn allra vinsælasti förðunarvloggarinn á Youtube og hún hannaði nýjan og einstakan lit af vinsælasta highlighter merkisins. Púðrið var eingöngu framleitt í takmörkuðu upplagi og er meira og minna uppselt. Ég ákvað að taka séns á ebay og splæsti í púður og fékk ekta vöru sem er nú ekki alltaf raunin með ebay ;) Ef þið viljið taka sénsinn á ebay passið þá uppá að verðið sé raunhæft – ef það er of gott til að vera satt og í engu samhengi við raunvirði vörunnar er hún líklegast ekki ekta. Ég hlakka mikið til að leika mér með þetta púður við fyrsta tækifæri.

En ég mæli algjörlega með að versla í gegnum nordstrom.com – virkilega góð og hröð þjónusta og gríðarlegt úrval af snyrti- og förðunarvörum. Passið þó að ekki allar vörur eru sendar til Íslands – þess vegna verð ég að leita annarra leiða til að fá Oliviu Palermo fyrir Ciaté lökkin til mín ;)

EH

Vörurnar sem ég skrifa um hér keypti ég sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit. 

Einir af bestu augnskuggum sem ég hef prófað!

AugnskuggarAugulorealmakeupMakeup ArtistSnyrtibuddan mín

Eins og frægt er orðið þá féll ég fyrir eftirlíkingu af Urban Decay Naked 2 pallettunni – það mun aldrei gerast aftur og ég er nú algjörlega komin með nóg af verslunum sem gera það að sýnu lifibrauði að blekkja neytendur.

Elskuleg vinkona var svo yndisleg að lána mér UD pallettuna sína svo ég gæti fengið að prófa augnskuggana og ég verð að vera ykkur hjartanlega sammála – þetta eru einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef prófað. Það liggur við að þeir sjái um augnförðunina sjálfir svo auðveldlega leggjast þeir á augnlokin. Ég skemmti mér konunglega fyrir frama spegilinn í gær að prófa augnskuggana og hér sjáið þið útkomuna. Fyrir neðan hef ég svo skrifað smá lýsingu á förðuninni og þar finnið þið líka mynd af hinum vörunum sem ég notaði.

urbanekta8urbanekta6Það er alveg magnað að sjá hvað augnskuggarnir blandast fallega saman hver við annan. Það sést einmitt mjög vel þegar ég er með lokuð augun. urbanekta3Hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði:

 • Garnier Perfect Blur Smoothing Perfecting Primer – BESTI primer sem ég hef prófað. Þessi kom heim með mér frá Svíþjóð og ég er loksins búin að finna hinn fullkomna primer. Þessi er væntanlegur í sölu hér á Íslandi seinna á árinu og þá segi ég ykkur betur frá honum.
 • L’Oreal Volume Million Lashes So Couture maskari – glænýr maskari sem verður fáanlegur innan skamms á Íslandi. Ég verð að segja að þetta er besti L’Oreal maskarinn sem ég hef prófað.
 • L’Oreal Lumi Magique Concealer – Léttur hyljari með ljómaáhrifum sem er gott að nota líka sem highlighter yfir farðann.
 • L’Oreal Color Riche Le Kohl – Mattur vaxblýantur sem er fínt að nota til að fylla aðeins inní augabrúnirnar. Þessi litur er þó aðeins of ljós fyrir mig en ég fann ekki minn lit svo þessi varð að duga.
 • Urban Decay Naked 2 pallettan – sjúklegir litir, þessa verð ég að eignast!
 • Chanel Rouge Coco varalitur í litnum Mystique.

urbanekta

 • Ég byrjaði á því að móta það hverni ég ætlaði að enda augnförðunina svo ég grunnaði ytri enda augnloksins með svarta matta litnum. Ég vann litinn inn eftir globuslínunni þangað til hann var orðinn mjúkur og fallegur.
 • Svo setti ég litinn pistol sem er 5. frá hægri, steingrár sanseraðaur augnskuggi og setti hann yfir hálft augnlokið og vann hann þvert yfir globuslínuna.
 • Svo tók ég litinn Chopper sem er 4. litur frá vinstri og setti hann á innri hluta augnloksins og í augnkrókinn og vann hann yfir mitt augnlokið.
 • Svo tók ég stóran blöndunarbursta og vann alla litina vel saman og mýkti aðeins skygginguna að ofan til að fá fullkomna smokey áferð. Þið gætuð líka notað ljósasta litinn Poky til að mýkja skygginguna.
 • Svo setti ég eyelinerlínu með svarta litnum meðfram efri augnhárunum og næst dekksta litinn 2. frá hægri meðfram neðri augnhárunum og blandaði saman við rósagyllta litinn.
 • Svo var bara sett nóg af maskara…!
 • Ég hefði svona eftir á kannski átt að nota meiri volume maskara og jafnvel setja brúnan lit inní vatnslínuna þá held ég að lúkkið hefði verið fullkomið.

urbanekta2Ég ætla svo sannarlega að gera annað lúkk með þessari pallettu á næstunni en ég þarf ekki að skila henni fyr en á mánudaginn ;)

Þið sem hafið verið að senda mér athugasemdir hafið vísað á síðuna Beauty Bay til að kaupa Urban Decay vörurnar. Ég ætla að fara að ykkar ráðum og panta pallettuna þar og jafnvel fleiri vörur frá merkinu – langar dáldið líka í Naked 3 pallettuna. Eru einhverjar hér sem eiga hana og mæla með henni ?

Takk fyrir hjálpina enn og aftur yndislegu lesendur – þið hafið hárrétt fyrir ykkur með þessa augnskugga og ég get ekki annað en mælt heilshugar með því að sem flestir prófi þá. Klárlega einhverjir bestu augnskuggar sem ég hef prófað!

EH

p.s. Takk Inga fyrir lánið***

Nýtt í snyrtibuddunni: Urban Decay – fake…:/

AugnskuggarNýtt í snyrtibuddunni minni

UPDATE – lesist fyrst: Eftir að hafa fengið frábær viðbrögð frá yndislegum lesendum þá er það á hreinu að þessi er fake. En fáránlega góð eftirlíking vá! Sérstakar þakkir fær hún Agata fyrir að hafa bent mér á videoið sem þið finnið í hennar athugasemd hér fyrir neðan. Ég trúði því eiginlega ekki að þetta væri ekta en það benti svo margt til þess að þessi væri samt ekta eftir allar mínar rannsóknir. Það er greinilget að týpur eins og ég sem reyna að ganga eins vel úr skugga að allt sé í lagi geta stundum látið ginna sig. Jább nú er ég hætt – hugsið ykkur hvað þetta er kaldhæðið hvað er langt síðan ég varaði ykkur við eftirlíkingum en samt fell ég sjálf fyrir þeim. Það gat líka ekki annað verið en að þetta væri fake – ég hef aldrei heyrt neinn slæman hlut um þessar pallettur ;):)

Ég get ekki líst því hvað ég er fúl yfir þessu þar sem ég borgaði fullt verð fyrir hana  (sem ég taldi eitt merki þess að hún væri alvöru) – þessi verður ekki keypt í gegnum netið aftur, ég fær einhvern til að kaupa hana fyrir mig í Sephora í USA bara. En litirnir eru fáránlega líkir, eiginlega bara alveg eins – það er reyndar smá litamunur á myndunum (þeir eru ekki svona fjólubláir.

Takk fyrir skjót viðbrögð stelpur – þið eruð snillingar;)

Hér er svo pistillinn eins og hann birtist fyrr í dag….

Það kemur ótrúlega oft fyrir að ég fari að ykkar ráðum og kaupi mér snyrtivörur sem þið mælið með. Sú nýjasta er þessi hér fyrir neðan.urban4Eftir að þið höfðuð lofað þessa hástert þegar ég kallaði eftir tilnefningum fyrir bestu snyrtivörur síðasta árs og þegar það munaði litlu á að þessir augnskuggar yrðu valdir þeir bestu varð ég bara að prófa. Ég hef aldrei prófað neinar vörur frá Urban Decay kannski bara af því þær eru ófáanlegar hér á Íslandi. En ég sló til og fann síðu sem var að selja Naked augnskuggapalletturnar. Mér leist langbest á pallettu nr. 2 og keypti hana því.urban3Hún lá reyndar alltof lengi í óopuðum pakka þar sem hún kom stuttu áður en ég fór til Kaupmannahafnar og því gafst mér ekki tækifæri til að prófa hana almennilega fyr en í gærkvöldi.

Ég verð að fá að vera hreinskilin en ég varð fyrir smá vonbrigðum og því langar mig aðeins að kasta á ykkur sem þekkja vörurnar smá spurningu – eiga augnskuggarnir að vera svona harðir?

Ég er eiginlega á því að þeir séu jafnvel bara gamlir og hafi harðnað því ég átti í svo miklum erfiðleikum með að nota augnskuggana. Augnskuggarnir voru svo harðir að ég átti erfitt með að fá lit í burstann og þurfti að losa þá til með endanum á burstanum til að ná pigmentunum upp – þetta átti þó aðallega við möttu augnskuggana.

Hins vegar finnst mér litirnir sem eru alveg ótrúlega flottir og þetta er rosalega eiguleg palletta. Þegar ég nota augnskugga þá nota ég aldrei augnskuggagrunn undir af því ég vil bara sjá hvað þeir geta. Ég ætla þó að prófa það næst til að sjá hvort ég fái mögulega þéttari lit eða þá að nota kremaugnskugga undir til að litirnir verði líka aðeins sterkari.

Hér sjáið þið alla vega útkomuna hjá mér. Í staðin fyrir að vera með eyeliner þá notaði ég svarta matta augnskuggann og mér finnst hann bara alls ekki nógu þéttur því miður.

urban2 urban

Svo ég kasti aftur á ykkur spurningunni til ykkar sem hafið reynslu af augnskuggunum – er þetta eðlilegt og ef svo er hvernig notið þið þá?

Ég fór aðeins á google áðan til að skoða farðanir og swaps af litunum og þetta passar ekki alveg ;)

Kannski er þetta síðan bara rugl í mér og ég þarf bara að gefa mér betri tíma til að prófa þá. En ég hef alla vega það fyrir reglu að gefast aldrei uppá snyrtivörum fyr en eftir nokkrar tilraunir – mér finnst það ágæt regla. Eins og með allt sem er nýtt þá þarf maður kannski bara að venjast og læra að nota það :)

EH