fbpx

KOPAR SMOKEY FÖRÐUN

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR
*Vöruna fékk greinahöfundur að gjöf/sýnishorn

Mig langaði að deila með ykkur förðun sem ég gerði á snapchat (gsortveitmakeup) en ég var svo yfir mig hrifin af Naked Heat pallettunni frá Urban Decay að ég gerði förðun með henni. Augnskuggarnir blönduðust ótrúlega vel og var ég mjög sátt með hvernig þeir komu út á augnlokunum. Mér finnst þetta frábær palletta, það er mikið hægt að gera með henni og endalaust hægt að leika sér með þessa 12 liti. Förðunin sem varð fyrir valinu var smokey förðun og var einn litur í aðalhlutverki en það var ótrúlega fallegur kopar litur sem heitir “Dirty Talk”.

Ég ætla að sýna ykkur hvaða liti ég notaði í þessa förðun og set númer við hvaða liti ég notaði fyrst.

Á augnlokið notaði ég fyrst “Chaser” sem fyrsta blöndunarlit, síðan bætti ég við “Sauced” og “He Devil”. Því næst setti ég “Dirty Talk” yfir allt augnlokið og blandaði síðan litunum saman.

Á neðri augnháralínuna setti ég fyrst svartan eyeliner og blandaði honum út en setti síðan “En Fuego”. Síðan til þess að blanda öllu vel saman þá tók ég fyrsta blöndunarlitinn og blandaði öllu vel saman. Ég vildi hafa mjög dökkt við neðri augnháralínuna og leyfa augnlokinu að njóta sín.

Ég er mjög ángæð með þessa pallettu og hlakka til að gera fleiri farðanir.

ÞÉR ER BOÐIÐ

Síðan langaði mig að láta ykkur vita að Urban Decay á Íslandi er með Naked Heat party í tilefni að því að Naked Heat kemur í sölu á fimmtudaginn kl.19:00. Þannig það er öllum boðið í Naked Heat party í Smáralindinni á fimmtudaginn (17.ágúst) frá 19:00 til 21:00. Það verður happdrætti og margt skemmtilegt að gerast.

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

FÖRÐUNARFRÉTTIR: PALLETTAN SEM ALLIR ERU AÐ TALA UM

Skrifa Innlegg