fbpx

BACK TO SCHOOL MAKEUP

FÖRÐUNSNYRTIVÖRUR

Núna eru eflaust margir að fara byrja aftur í skólanum, þar á meðal ég. Ég er orðin ótrúlega spennt fyrir haustinu og hlakka til að koma mér aftur í rútínu, þótt það verði mjög erfitt að kveðja þetta skemmtilega sumar.

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar vörur sem ég mun nota í vetur og þetta eru einnig vörur sem hægt er að nota á marga vegu. Ég reyndi að finna vörur sem eru í ódýrari kanntinum en vonandi mun ykkur finnast þetta hjálplegt. Þetta eru auðvitað vörur sem hægt er að nota allan ársins hring, hvort sem maður er í skóla eða vinnu.

1. GLAM BEIGE – L’ORÉAL

 

Þessi vara var á óskalistanum mínum í sumar og keypti ég mér hana síðan stuttu eftir það. Þetta er ótrúlega léttur “farði” eða minnir helst á litað dagkrem. Mér finnst þessi vara fullkomin svona dagsdaglega í vetur og þegar maður er að drífa sig í skólann. Það tekur enga stund að skella þessu á sig og gefur létta þekju.

 

2. AGE REWIND – MAYBELLINE

Ég gerði færslu um þennan hyljara og lýsti yfir hamingju minni að hann væri loksins komin til Íslands. Það var alls ekki að ástæðulausu en þessi hyljari er ótrúlega góður og á mjög góðu verði. Hann þekur mjög vel og passar því vel með Glam Beige frá L’oréal. Ég nota hann líka oft einan og sér ef ég er að drífa mig mjög mikið en vill samt fríska mig aðeins upp.

3. BRONZED – URBAN DECAY

Þetta sólarpúður er búið að vera mitt uppáhalds í allt sumar og finnst það vel peningana virði. Það gefur ótrúlega fallega hlýju en er ekki of hlýtt og ekki of kalt.. fullkomið! Síðan er hægt að nota það sem augnskugga því það er alveg matt og hægt að setja síðan highlighter í yfir allt augnlokið. Þegar ég er að drífa mig þá nota ég oft bara sólarpúður og hyljara á andlitið, finnst það gera svo ótrúlega mikið.

4. DROPS OF GLOW – THE BODY SHOP

Þessi vara er æðisleg! Þetta er highlighter í fljótandi formi og gefur fallegan ljóma. Það er hægt að setja þetta beint á kinnbeinin eða blanda saman við farðann sinn. Mér finnst þetta fullkomið dagslega þegar maður vill kannski smá ljóma en ekki of mikið, það er hægt að stjórna hversu mikinn ljóma maður vill.

5. BOLD METALS NR. 100 – REAL TECHNIQUES

Þessi bursti er í miklu uppáhaldi hjá mér en ég nota hann í farða, hyljara og stundum sólarpúður. Þess vegna held ég að þetta sé frábær bursti til þess að hafa í snyrtibuddunni í vetur. Ég nota þennan bursta oft þegar ég er á seinustu stundu og er að drífa mig, þá nota ég hann í farða og hyljara. Áferðin á húðinni verður ótrúlega falleg og það tekur enga stund að blanda út vörunum.

6. FACE TAN WATER – ECO BY SONYA

Síðan en alls ekki síst er það þessi vara frá Eco by Sonya. Þetta er brúnkukremsvatn sem hægt er að nota á hverjum degi og stíflar ekki svitaholur eða lætur mann verða flekkóttan. Það er hægt að nota þessa vöru kvölds og morgnana en ástæðan afhverju mér finnst þessi vara fullkomin fyrir skólann eða veturinn er vegna þess að þá heldur maður í sumarljóman. Húðin verður ljómandi og falleg, þetta er algjört “must” á þreyttum haust-og vetrardögum.

 

 

Takk fyrir að lesa xx 

– Guðrún Helga Sørtveit 

Instagram: gudrunsortveit

Snapchat: gsortveitmakeup 

 

SKEMMTILEGUR DAGUR

Skrifa Innlegg