fbpx

Hreint skyr & súkkulaði Stevía

Lífið MittTinni & Tumi

Snúllinn minn var vakinn með dýrindis morgunverð í morgun – alla vega að hans mati….skyrstevía2 skyrstevíaÉg hef lengi ætlað að prófa að nota Stevíu dropa í mat fyrir Tinna. Undanfarið hefur verið mikil umræða um hversu mikill viðbættur sykur er í jógúrt og bragðbættu skyri og ég hef svona óbeint reynt að forðast þannig vörur eins og ég get. Ég vil þá frekar að hann fái góða fæðu sem er ekki stúfull af sykri og þá fæ ég ekki jafn mikið samviskubit þegar ömmurnar og afarnir lauma ísskeið eða kökubita uppí hann.

Ég rakst á stevíudropana í Krónunni útá Granda fyrir tveimur dögum síðan og það voru til nokkrar bragðtegundir. Mig langaði reyndar mest Via Health dropana sem Ebba notar svo mikið en þeir voru ekki til (vitiði hvaða verslanir selja þá?). Ég ákvað því að prófa þessa og valdi á milli nokkurra bragðtegunda, súkkulaði hljómaði bara aðeins of vel en aftur þá langaði mit að kaupa vanillu dropa en þeir voru ekki til :). Svo keypti ég hreint skyr – skoðaði innihaldslýsinguna að sjálfsögðu bara til að ganga úr skugga um að enginn viðbættur sykur væri svo þetta plan mitt yrði nú ekki misheppnað. Svo í morgun tók ég fram skyrið og setti nokkrar matskeiðar í skálina hans Tinna og setti nokkra dropa af stevíunni og hrærði. Ég bætti örfáum dropum svo aftur við þangað til skyrið var orðið bragðgott, minnir að þetta hafi verið samtals 6 dropar sem ég setti útí. Tinni Snær borðaði skyrið sitt með bestu lyst og stundi af ánægju á meðan.

Ef þið eruð eins og ég búnar að ætla að prófa stevíu lengi þá mæli ég með því að þið gerið það sem fyrst þetta er bara ansi sniðugt. Stevían kostar smá, þessi kostaði um 1600 kr í Krónunni en hún á eftir að endast mjög lengi það er ég viss um. Nú langar mig bara í fleiri bragðtegundir og prófa næst einhverja af bakstursuppskriftunum hennar Ebbu…

Mér finnst þessar súkkulaði muffins alveg ótrúlega girinlegar!

EH

Óð í Múmínbolla

Skrifa Innlegg

7 Skilaboð

  1. Helga

    7. February 2014

    Sniðugt, hef séð Via Health steviuna í Nettó úti á Granda :)

  2. Gréta María

    7. February 2014

    Ég keypti mína stevíu dropa frá Via Health í Krónunnu út á Granda, ætli þeir hafi ekki bara verið búnir :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      7. February 2014

      Jú mér datt það í hug. Minnti svo að ég hafði einhver tíman séð ebbu með kynningu á þeim þar:)

  3. Kristín

    7. February 2014

    Via Health stevian fæst líka t.d. í Hagkaup :)

  4. María Ósk Felixdóttir

    8. February 2014

    Ég keypti via health dropana í zkrónunni hérna í árbæ :) ég dóra þá alltaf útá ab mjólk :)

  5. Sara

    9. February 2014

    Droparnir frá Now eru líka æðislegir og ég nota French Vanilla bragðið út í hreint Kea skyr, í boost, kaffi ofl. :) Þeir fást t.d. í Nettó.

    • Reykjavík Fashion Journal

      9. February 2014

      mmm… french vanilla hljómar vel! og takk fyrir tipsið með kaffið ég var einmitt að hugsa hvort ég ætti að prófa að setja stevíu í kaffibollann minn – gott að sjá það það er ekki heimskuleg hugmynd ;)