fbpx

TÖLUM UM SVAMPA

Förðun

Ég er svampafíkill, ég er búin að komast að því. Ég var mjög lengi að komast upp á lagið með þá & í rauninni að taka þá í sátt, ég var bursta “kinda gal“ haha. En eftir að ég áttaði mig á því hvernig væri best að nota þá elska ég þá.

Það gladdi mig því einstaklega mikið þegar að RT klanið ákvað að koma með 2 nýjar týpur af svömpum á markaðinn svo að ég gat prófað eitthvað annað en þennan klassíska Miracle Complexion Sponge sem er þessi appelsínuguli. Ég nota hann mest enda er hann svona yfir allt andlitið svampur sem er kannski mest notaður í þessa dags daglega förðun.

15049967_10210810807374609_731938751_n

Miracle Complexion Sponge (appelsínuguli): Þessi er frábær til þess að blanda farða, gera áferðina fallegri, bera á primer/krem, bera á farða, blanda saman skil eftir sólarpúður, kinnalit, contour eða hyljara.

15050009_10210810807334608_1984899092_n

Miracle Sculpting Sponge (bleiki): Þessi er sérstaklega hannaður til þess að hjálpa til við að highlighta & contoura. Stórkostlegur í kremaðan hyljara sem er dökkur til þess að skerpa á andlitsdrættum, endarnir á honum eru sérstaklega gerðir til þess að gera línurnar nákvæmar & þéttar á sama tíma. Einnig er hann með flata hlið & rúnaða til þess að gera áferðina fullkomna.

15049755_10210810807254606_1290191647_n

2 Miracle Mini Eraser Sponges (fjólubláu): Þessir eru dásemd, þeir eru svo litlir & skemmtilegir en þegar þið áttið ykkur á notagildinu verða þeir jafnvel enn betri. Þeir eru sérstaklega gerðir svona litlir með einum oddmjóum enda & einni flatri hlið með skörpum endum. Þessir litlu svampar eru sérstaklega gerðir til að vinna nákvæmnisvinnu eins & á litlum bólum, í kringum augun & nefið & bíðið bara… hann virkar líka eins & strokleður þegar þú gerir mistök! Halló lagfærður blautur eyeliner!

15057781_10210810807294607_1603243957_n

Real Techniques svampana ( & burstana) Færðu meðal annars í Hagkaup, Lyfju, Lyf&Heilsu & Kjólum&Konfekt…. <3

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

ION dekur

Lífið

Ég átti svo dásamlegan dag á fimmtudaginn með tengdamömmu minni & vinkonu sem var í heimsókn hjá mér frá Kaupmannahöfn. Við ákváðum að tríta útlendinginn aðeins með því að kíkja á Gullna Hringinn með hana & ætluðum svo að fara í sund.

Eftir að hafa skoðað bæði Gullfoss & Geysi sem var alveg lúmskt gaman þó svo að þetta sé ekkert nýtt fyrir manni (ásamt því að vera stappað af túristum) ákváðum við að kíkja í sund, á leiðinni í sund fengum við snilldarhugmynd, en það var að athuga hvort að við gætum keypt okkur bara í pottinn á ION hótelinu á Nesjavöllum enda ekkert smá fallegt útsýni. Það er kannski fínt að taka það fram vegna umræðu síðustu vikna að þessi færsla er ekki kostuð á neinn hátt, mig langaði bara að deila þessu með ykkur.

15032557_10210810060515938_797806369_n 15050322_10210810060355934_487850988_n 15057853_10210810060435936_1624112094_n 15086233_10210810060395935_469571102_n

Það var sko heldur betur hægt & fórum við þvílíkt glaðar með slopp & inniskó niður í pott/laug hvað sem þið viljið skilgreina þetta sem. Útsýnið var æðislegt, veðrið var stórkostlegt & upplifunin alveg frábær. Eftir að hafa legið þarna nokkra stund ákváðum við að fá okkur bara að borða á hótelbarnum sem að var heldur betur gott, fengum okkur hamborgara & kramdar kartöflur **KJAMMS** Þetta er algjör perla & þvílíkt góður dagur… xx

15045817_10210810060635941_1137142656_n15045817_10210810060635941_1137142656_n15058708_10210810060675942_1302505174_n15058708_10210810060675942_1302505174_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

11.11 Singles Day – Netsprengja í jólapakkann

LÍFIÐ

Í dag, þann 11.11 verður sannkölluð netsprengja þar sem að netverslanir á íslandi hafa tekið sig saman & verða með afslátt til þess að halda uppá „singles day“ eða 11.11 (11.nóvember). Þessi netsprengja er kjörið tækifæri til þess að einfalda sér jólagjafainnkaupin með nokkrum smellum á músina, þar sem að þetta gæti ekki verið einfaldara.

Úrvalið er ótrúlegt enda ekkert smá flottar vefverslanir sem taka þátt í þessari flottu sprengju en hægt er að fá flestar vörur sendar upp að dyrum, ef ekki þá á næsta pósthús. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi eða hina fullkomnu gjöf þar sem að fjölbreytnin er mikið í úrvali vefverslana en hægt er að finna allskynsvörur svo sem fatnað, hönnun, skraut, förðunarvörur, barnavörur, sportgræjur & allt þar á milli, ég mæli svo innilega með því að þið kíkjið á þetta & kynnið ykkur þær verslanir sem taka þátt, þetta er eitthvað sem að þú getur ekki misst af!

netsprengja_s4s-635x450

Hér má finna lista yfir þær verslanir sem taka þátt:

www.Skor.is     – 20% afsláttur  – skór á alla fjölskylduna
www.Air.is20% afsláttur  – nike fatnaður og vörur
Adidas.is 30% afsláttur af öllu – adidas fatnaður og vörur
Gap.is  – 20% afsláttur af öllu – reiðhjól og allskonar sportgræjur fyrir fjölskylduna
Reebok.is –  30% afsláttur af öllu – reebok  vörur
Heimkaup.isallt að 90% afsláttur – allt til alls. Yfir 25.000 vörur
Reykjavikbutik.is  – 25% afsláttur af öllum myndum frá Ruben Ireland – falleg hönnun fyrir heimilið
Nola.is – 20% afsláttur af öllum vörum  gæða snyrtivörur
Sirkusshop.is  – 20% afsláttur af öllum vörum  hönnun og fegurð , fatnaður og fyrir heimilið
Junik.is – 20% afsláttur af öllum vörum –  full  búð af nýjum vörum.
Petit.is25% afsláttur af öllum Nike skóm.
60% afsláttur af kuldafötum frá The Brand.
Mstore.is – 20% asfláttur af öllum vörum – sænskar „professional“ förðunarvörur  
Aha.is30–70% afsláttur 
Cintamani.is  25% afsláttur af öllum vörum – útivistarvörur fyrir íslenskt veðurfar
Reykjavikbitch.com – 20% afsláttur af öllum vörum – Hátísku & gæðavörur fyrir gæludýr
Deisymakeup.is  – 15% afsláttur af öllum vörum – Íslensk förðunarlína og airbrush
Lineup.is20% afsláttur af öllu – Snyrti- & förðunarvörur á frábæru verði
Minimal Decor.is –  Fjölbreyttur afsláttur – falleg hönnun og vörur frá skandinaviu
Bestseller.is 15% afsláttur af öllu – fatnaður á alla fjölskylduna.
Snuran.is20% afsláttur – falleg hönnun sem prýðir heimilið

netsprengja_s4s-635x450Mæli með….

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

 

 

Þriðjudagskombó – Oroblu & Vagabond

OOTD

Á þessum gráa vetrarþriðjudegi sem er fullur af stússi & útsýnisferðum með danskri vinkonu minni sem er í heimsókn á landinu um þessar mundir er kombóið mitt lágbotna dásamlegir Vagabond skór & Lorelie stuttsokkar úr vetrarlínu Oroblu, töffaralegir skór í bland við rómantíska blúndu er kombó sem að ég fíla vel um þessar mundir fyrir utan það hvað þetta er hvorutveggja þæginlegt..

15032427_10210759067601147_937236743_n

Efri parturinn samanstendur af háum hnepptum buxum frá TOPSHOP & glimmertopp úr Zöru, í öðrum fréttum er ég að sjá um TRENDNET-snappið í dag, endilega kíkið við! Snapchat: trendnetis

15045671_10210759290766726_879582465_n

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

SEEING SILVER: Nýtt í snyrtibuddunni: GLAMGLOW

Förðun

Ég verð að segja ykkur frá vöru sem að mér finnst sjúk, það er nýjasta viðbótin í snyrtibuddunni minni GLAMGLOW Gravitymud Firming Treatment maskinn. Maskinn er silfurlitaður & því einstaklega öðruvísi & flottur. Ég er sjúk í maska þessa dagana & elska að prófa mig áfram enda er húðin mín í hræðilegu ástandi núna vegna sjúkdóms en ég vonast til þess að með því að nota góðar vörur sem eiga að hjálpa nái hún mögulega að stemma sig af & verða betri.

Þessi maski er náttúrulega bara afsakið hallærislegt orðbragð…KÚL, þessi silfurlitaði maski er KÚL! Mér finnst mjög gaman að nota hann & elska það sem hann gerir, stinnir húðina & dregur úr sjáanlegum línum & hrukkum sem urðu nokkrar með tilkomu litla krílisins sem býr heima hjá mér (syni mínum). Maskinn er hvítur í byrjun en breytist í flottan krómaðan lit sem þornar & maður tekur af í heilu lagi. Hann hentar vel fyrir þurra, olíumikla & normal húð (sumsé fyrir ALLA). GLAMGLOW var að koma til Íslands & því kjörið tækifæri að prófa, þetta er flott gjöf en ég fékk einmitt minn í afmælisgjöf & pakkningarnar eru æði. Maskarnir fást meðal annars í Hagkaup. Ég mæli með þessum maska fyrir alla sem vilja létta “andlitslyftingu” eða bara prófa að vera silfraðir í framan, það er mjög gaman! xx

14958538_10210747948843185_88128129_n 14958720_10210747948803184_145377167_n 14996427_10210747948723182_257566225_n14958493_10210747948683181_2115549717_n

14996447_10210747949043190_700888866_n 14996566_10210747948963188_1402816558_n 14997072_10210747949003189_793922125_n14996447_10210747949043190_700888866_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

NYX Higlight & Contour Pro Palette handa þér? **GJAFALEIKUR**

Förðun

Jæja kæru lesendur, í dag er föstudagur & af því tilefni langar mig að gleðja ykkur! Ég hef fengið ótrúleg viðbrögð & endalaust af fyrirspurnum um eina vinsælustu NYX vöru í heiminum, Highlight & Contour Pro Palette sem ég skrifaði um, um daginn ásamt því að gera kennsluvídjó. Pallettan er einföld í notkun eins & sést vel í vídjóinu & hún er uppáhalds förðunarvaran mín í augnablikinu hún inniheldur 8 liti, tvo skyggingarliti, tvo bronsing liti, tvo highlight-era & tvö setting púður.

nyx_highlight_contour_pro_palette_1_1024x1024

Pigmentin eru svo sterk & góð að það tekur enga stund að nota hana ásamt því að það er ótrúlega gott að vinna með hana & blanda litina. Þið sem hafið prófað vitið nákvæmlega hvað ég er að meina, enda ekki skrítið að hún sé ein mest selda NYX vara í öllum heiminum. Ég hef ákveðið í tilefni af þessum fallega degi að gleðja ykkur kæru lesendur & gefa TÍU stykki af pallettunni! Það eina sem þið þurfið að gera er að líka við þessa færslu, skrifa eitthvað upplífgandi í athugasemd fyrir neðan færsluna & pallettan gæti verið þín! Einnig langaði mig að benda ykkur á að hashtagga # allar myndir af ykkur með NYX vörur með #nyxcosmeticsnordics þar sem það er hashtaggið sem Ísland ásamt fleiri löndum notast við.

generate

NYX mun svo að sjálfsögðu opna nýja & glæsilega verslun á morgun í Hagkaup Smáralind svo að ég hvet ykkur ÖLL til að fylgjast vel með & taka þátt í gleðinni!

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Auðveld Highlight & Contour rútína – MYNDBAND

FörðunMyndbönd

Ég ákvað að skella í létt myndband á þessum fallega föstudegi með uppáhaldsförðunarvörunni minni í augnablikinu Higlight & Contour Pro Palette frá NYX, hún er ótrúlega einföld í notkun, ódýr, falleg & gefur lífinu lit. Pallettan fæst í NYX búðinni í Kringlunni en í þessu vídjói sýni ég mína “daglegu” rútínu með henni yfir létt CC krem og hyljara. Ég er með ferskan grunn enda nýbúin í Spreytani hjá dásemdunum á Snyrtistofunni Garðatorgi & með ferskar brúnir & augnhár eftir Thelmu hjá Guðmundsen Beauty.

Ekki hika við að senda mér línu ef það er eitthvað sem að þið eruð að hugsa eða spurningar varðandi vídjóið, pallettuna, spreytanið eða litunina & plokkunina. GÓÐA HELGI! xx

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

Í Uppáhaldi… „Hinn fullkomni gráfjólublái“

Ég er Essie naglalakkasjúk eins & hefur oft komið fram. Mér finnst lökkin með magnað litaúrval, þau endast vel, það er þæginlegt að setja þau á og jafn þæginlegt að taka þau af, a.k.a. fullkomin að mínu mati, en þegar að ég hélt að ég gæti ekki verið sáttari með naglalakksformúlu þá mættu nýju lökkin hjá Essie til leiks, Gel Couture lökkin. Þetta eru naglalökk sem koma ekki í staðinn fyrir klassísku Essie lökkin heldur bætast bara við sem ný lína af lökkum, formúlan er þannig gerð að naglalökkin notuð með yfirlakkinu gefa svokallaða gel áferð sem líkist þeirri sem við fáum á stofu, endingin er allt að tvær vikur án þess að það flagni eða brotni uppúr lökkunum, ég ELSKA þau. Ég er búin að prófa nokkur og ég verð að segja að þau eru ofboðslega falleg öll með tölu, en eitt lakk stendur uppúr og er algjörlega orðið mitt „go to“ lakk þessa dagana. Það heitir „Take Me To Thread“ og er fallega gráfjólublátt, passar svo fallega við húðlit og er algjörlega klassískt á litinn. Mér finnst það passa við allt og er klárlega uppáhalds í augnablikinu….

Gel Couture lökkin fást á völdum sölustöðum Essie, en þeir eru meðal annars Hagkaup, Lyfja, Lyf&Heilsa og Kjólar&Konfekt <3

14875280_10210646827915225_599871949_n14875349_10210646827875224_523571918_n14886183_10210646827835223_523371383_n14875280_10210646827915225_599871949_n

**Hér er lakkið ásamt top-coatinu, með flassi og án flass**

 

 

14716050_1101790836583224_349190742362383684_n

Liturinn er ómótsæðilega fallegur xx

14445925_1077477705681204_560231555650767168_n
Gellökkin eru svo flott, og hönnunin á flöskunum er ótrúlega smart! xx

 

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

Þetta bara skeði, en þetta skeði fyrir mig….

LífiðLíkaminn

Dramatískasti titill á færslu fyrr & síðar? Mögulega… Ég er í smá byltingu, ein með sjálfri mér & þið eruð velkomin með. Byltingu gegn því að andlegir sjúkdómar, andleg vanlíðan, kvíðalyf & allt sem því fylgir sé TABÚ, sé eitthvað sem er óþæginlegt að tala um & oft á tíðum kallað væl & aumingjaskapur. Ég tek ekki þátt í þessu lengur, ég tek ekki lengur þátt í því að fólk þori ekki að opna sig um sig & sín vandamál af ótta við að fá ekki draumastarfið, missa vini, missa maka eða fleira af því að fólki finnist maður “klikkaður” andlegir sjúkdómar eru ekki tabú, vanlíðan er ekki tabú.

Ég þekki nokkra sem eru að kljást við andlega vanlíðan á hverjum degi, þau sýna það ekki, þau tala ekki endilega um það & þú myndir mögulega aldrei giska á það að manneskjan sem þú sérð líði illa. Hinsvegar ef sama manneskja væri handleggsbrotin þá færi það alls ekki framhjá þér, hún væri í tilheyrandi gifsi, tæki verkjalyf eftir læknisráði & myndi ekki reyna að fela það á neinn hátt, enda ekkert til að skammast sín fyrir, er það ekki? En það sem samfélagið á oft erfitt með að fatta er það að andleg vanlíðan er ekkert annað en sár eftir slys, alveg eins sár eins & beinbrot er nema í staðinn fyrir að vera utan á líkamanum er það á sálinni, sár á sálinni sem þarf oft hjálp við að laga.

Með þessari færslu langar mig að opna þessa umræðu, hvetja fólk til þess að opna sig & fá aðstoð því hún er í boði & hún getur bjargað mannslífum. Ég lenti í hræðilegri lífsreynslu þegar að ég eignaðist dásamlega drenginn minn sem ég hef vissulega komið inn á áður, en ég opnaði mig um minn kvíða & mína áfallastreituröskun á Snapchattinu mínu í gær & viðbrögðin voru ótrúleg.

Mig langaði þess vegna að taka þetta einu skrefi lengra & skrifa færslu hér á þennan flotta miðil & stökkpall sem TRENDNET er. Ég hvet ykkur öll til þess að leita hjálpar ef þið þurfið hana, þetta er ekki feimnismál, þetta er ekki tabú, það að leita sér hjálpar er ekki aumingjaskapur það er hugrekki.

Þið eruð rosalega mörg sem sendið mér fyrirspurnir á Snapchat sérstaklega eftir að ég birti mynd af maganum á mér & eruð að spyrja mig út í það hvað gerðist. Til að ég útskýri það án þess að fara í gegnum allt ferlið (það væri efni í svona 10 færslur) þá gerist það að barnið er ofboðslega stórt, snýr öfugt & eftir 19 tíma í brjáluðum hríðum er ég send í bráðakeisara þar sem að stór mistök gerast hjá læknunum, þarmarnir mínir eru gataðir & ég er svo saumuð aftur saman, í 5 daga flæðir loft út úr þörmunum mínum & inn í kviðarholið sem er lífshættulegt ásamt því að ég er send í hræðilegar & viðbjóðslegar taugaörvandi meðferðir til þess að reyna að leysa loftið sem þau héldu að væri fast í maganum (ekki stöðugt að flæða útaf götunum, þau vissu ekki af þeim) Eftir að ég missi svo meðvitund af sársauka á 6.degi er ég send í sneiðmyndatöku þar sem að götin sjást.

Ég er strax send í uppskurð & látin vita að ég muni mögulega vakna með stóma sé skemmdin það mikil. Ég vakna með þverskurð upp magan frá keisaraskurði og upp að rifbeinum & ligg inni á gjörgæslu í 2 vikur án þess að geta séð um nýfædda barnið mitt á nokkurn hátt. Þetta er hræðilegt, þetta skeði & þetta skeði fyrir mig. Núna sit ég eftir skemmd á sálinni & ég ÆTLA að sigrast á þessu. Lífið er dásamlegt & ég vil njóta þess. Nú er ég búin að leita mér hjálpar & vona að mér fari að líða betur. Einnig kem ég tvíefld til baka á bloggið, eins & opin bók. Ætla að einbeita mér að makeup-inu & leyfa ykkur að vera með í því partýi! <3


14793789_10155370317714745_3192885_n

Stokkbólgin & sárþjáð að reyna að ganga loftið úr mér samkvæmt læknisráði….

 

14794176_10155370317649745_1348302867_n

Ennþá bólgnari & þjáðari eftir aðgerð númer 2, að reyna að hvílast með tónlist í eyrunum. Þetta var eina leiðin fyrir mig að hafa nýfædda Sigga minn hjá mér því ég mátti ekki halda á honum…

10583891_10208395023421520_6714565567605936227_n

Þetta er myndin sem breytti öllu fyrir mig, hér sýni ég magann á mér eins & hann er í dag, hann er slitinn, með risastóru öri upp magan, öðru öri eftir keisara & því þriðja er gatið lengst til vinstri eftir magadren… Hér sýndi ég öllum það sem ég vildi ekki að neinn sæi…

 

13501970_10209511074962111_2875153474893212906_n

Hér ákvað ég að fara í bikiníi í SPA því að ég ætlaði ekki að fela hvernig ég liti út, ég grét alla leiðina í SPA-ið….

 


Takk fyrir að lesa mína sögu, takk fyrir skilaboðin, takk fyrir stuðninginn & takk fyrir að deila ykkar sögum með mér.

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

HANN ER LOKSINS TILBÚINN: FALLEGI BLÁI VEGGURINN MINN!

Heimilið

Þetta var aldeilis LÖNG fæðing, en ég skal sko segja ykkur það, (þið sem eigið krefjandi börn vitið þetta auðvitað) en það er enginn barnaleikur að mála tvo veggi í sterkum lit með einn 1 árs sem þarf athygli allar sekúndur dagsins á sama tíma & maður reynir að vinna, blogga & bara vera til. En ég á svo stórkostlega tengdamömmu sem nennti eflaust ekki að hlusta á mig röfla um hvað mig langaði ótrúlega mikið að klára að mála veggina bláa svo að hún bara henti sér í málningargallann, kíkti yfir til mín & rúllaði þessu upp með mér bókstaflega.

En aðeins að ferlinu, ég ákvað fyrir mörgum mánuðum síðan að mig langaði að mála vegginn bláan, á meðan ég bjó enná í Danmörku en vissi þó að ég væri að fara að flytja í þessa fallegu íbúð þegar ég kæmi heim, en ég var mjög meðvituð um fallegu listana sem eru í íbúðinni ásamt því að vita að fyrri eigendur ætluðu að skilja eftir fallega “kristalsljósakrónu” í stofunni þegar þau myndu flytja, ég byrjaði því að skoða liti. Ég pinnaði & pinnaði (á Pinterest) allskonar bláa liti & var orðin nokkuð örugg með hvernig lit ég væri að leita að. Næsta skref var að finna út hvar væri best að kaupa málninguna, ég spurðist mikið fyrir í kringum mig & tók eftir því að flestir sem ég þekki höfðu ótrúlega góða reynslu af versluninni Sérefni sem flestir þekkja enda virt & falleg verslun í Síðumúlanum. Ég setti mig því í samband við verslunina & hitti þau stuttu seinna.


14696864_10210501018110071_1546660855_n 14686026_10210501018070070_473788388_n

Ég verð að segja að þjónustan var gjörsamlega til fyrirmyndar, ég fékk góðan tíma með miklum fagmönnum & fagurkerum sem gáfu mér alla sína athygli & gerðu allt sem þau gátu til að finna rétta litinn sem að ég var að leita að með því að fletta í blöðum & skoða myndir á netinu samhliða litaprufum sem voru til í versluninni. Við miðuðum saman við litinn á parketinu mínu & með hjálp þeirra fann ég loksins draumalitinn. Það voru allir ótrúlega vinalegir & vildu gera þetta ferli skemmtilegt & auðvelt á sama tíma svo að þau gáfu mér mörg góð ráð sem nýttust okkur ekkert smá vel þegar kom að því að mála. Ég labbaði út með 3 lítra af fallegu bláu málningunni minni, tvo flotta pensla, eina stóra rúllu, tvær litlar rúllur, málningarteip & bakka, ég var heldur betur til í slaginn.

14642746_10210501018310076_1075779699_n

Málningin er auðvitað mjög litsterk & þessvegna þarf að passa að allar línur séu hreinar & þar kemur málningarteipið sterkt inn. Við pössuðum að líma í öll horn & á alla kanta, upp við lista & í kringum innstungur. Síðan notuðum við gott tips, en það er að setja smá af hvítri/ljósri málningu yfir kantinn á teipinu svo að endinn lokist alveg & þá blæðir málningin ekki undir & línan verður alveg skörp. Við leyfðum þessu að þorna vel, notuðum svo penslana sem eru ÆÐI til að fara yfir endan á teipinu sem að var búið að setja hvítt yfir, í kringum allar innstungur yfir nagla & misfellur & í öll horn & uppvið lista. Næst ákváðum við að vinda okkur í fyrstu umferð með stóru rúllunni sem gekk ekkert smá vel, málningin er auðveld í vinnslu, þekur vel & það er nánast engin lykt af henni.

14643079_10210501018030069_450814280_n 14699921_10210501017670060_1280168924_n

14686674_10210501018790088_1665265276_n14686402_10210501017830064_1703088137_n

Heimasíðu Sérefna er hægt að skoða hér.
Facebooksíðu Sérefna er hægt að skoða hér.

Litinn er hægt að nálgast hjá sérefnum en hann er undir mínu nafni,  hann er svo fallegur að mig langar að borða hann! Ég hef fengið svo endalaust mikið af skilaboðum & fyrirspurnum um litinn svo að ég vona að þið drífið ykkur ÖLL í Sérefni & nælið ykkur í fallegan bláan lit fyrir haustið!

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx