fbpx

SEEING SILVER: Nýtt í snyrtibuddunni: GLAMGLOW

Förðun

Ég verð að segja ykkur frá vöru sem að mér finnst sjúk, það er nýjasta viðbótin í snyrtibuddunni minni GLAMGLOW Gravitymud Firming Treatment maskinn. Maskinn er silfurlitaður & því einstaklega öðruvísi & flottur. Ég er sjúk í maska þessa dagana & elska að prófa mig áfram enda er húðin mín í hræðilegu ástandi núna vegna sjúkdóms en ég vonast til þess að með því að nota góðar vörur sem eiga að hjálpa nái hún mögulega að stemma sig af & verða betri.

Þessi maski er náttúrulega bara afsakið hallærislegt orðbragð…KÚL, þessi silfurlitaði maski er KÚL! Mér finnst mjög gaman að nota hann & elska það sem hann gerir, stinnir húðina & dregur úr sjáanlegum línum & hrukkum sem urðu nokkrar með tilkomu litla krílisins sem býr heima hjá mér (syni mínum). Maskinn er hvítur í byrjun en breytist í flottan krómaðan lit sem þornar & maður tekur af í heilu lagi. Hann hentar vel fyrir þurra, olíumikla & normal húð (sumsé fyrir ALLA). GLAMGLOW var að koma til Íslands & því kjörið tækifæri að prófa, þetta er flott gjöf en ég fékk einmitt minn í afmælisgjöf & pakkningarnar eru æði. Maskarnir fást meðal annars í Hagkaup. Ég mæli með þessum maska fyrir alla sem vilja létta “andlitslyftingu” eða bara prófa að vera silfraðir í framan, það er mjög gaman! xx

14958538_10210747948843185_88128129_n 14958720_10210747948803184_145377167_n 14996427_10210747948723182_257566225_n14958493_10210747948683181_2115549717_n

14996447_10210747949043190_700888866_n 14996566_10210747948963188_1402816558_n 14997072_10210747949003189_793922125_n14996447_10210747949043190_700888866_n

Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx

NYX Higlight & Contour Pro Palette handa þér? **GJAFALEIKUR**

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. sigridurr

    7. November 2016

    Langar svo að prófa! x