fbpx

Vilt þú vinna sólgleraugu frá Dolce & Gabbana?

Dolce & GabbanaÉg Mæli MeðFashionFylgihlutirIlmirLífið MittSS14StíllTREND

Þið munið vafalaust eftir fallegu Dolce & Gabbana sólgleraugunum sem ég sýndi ykkur um daginn – hvernig er hægt að gleyma svona fegurð! Nú langar mig að segja ykkur frá því hvernig þessi gleraugu eða önnur eins gætu orðið ykkar.

Screen Shot 2014-05-08 at 12.16.37 PM

Fyrir sumarið sendi merkið frá sér alveg dásamlegan sumarilm sem nefnist Dolce og er sumarilmurinn minn í ár. Ilmvatnið samanstendur af Papya blómum, Neroli laufblöðum, Amaryllis, Vatnsliljum og Narcissus blómi. Grunnóturnar eru þó aðeins dýpri en þær samanstanda af Musk og Kashmír svo það mætti eiginlega lýsa ilminum sem mjúkum en sætum blómailm. Dolce þýðir á ítölsku sætt eða sweet.

Ef þið eruð ekki enn búnar að fara og skoða ilmvatnið þá hvet ég ykkur til að gera það núna því allir sem versla ilmvatnið í verslunum Hagkaupa næstu vikuna (frá og með deginum í dag) eiga kost á að vinna ekta Dolce & Gabbana sólgleraugu að andvirði 70.000kr!

d&ggleraugu2

Þegar þið kaupið ilmvatnið þá skrifið þið fullt nafn, símanúmer og netfang aftan á kvittunina og komið henni til skila í kassa sem þið finnið í verslunum Hagkaupa. Það besta við þetta er að það eru Tax Free dagar í Hagkaupum að hefjast í dag!!! Auk þess að fá Tax Free af ilminum fáið þið auka 20% afslátt af honum. Svo verðið er alveg sérstaklega gott. Í lok vikunnar verður svo dregið úr kvittununum og sigurvegari tilkynntur á síðunni minni. Þetta er frábært tækifæri til að næla sér í dásamlegan sumarilm og falleg sólgleraugu í stíl.

Á sama tíma og ég hvet ykkur til að eignast nýtt ilmvatn þá langar mig að hvetja ykkur til að merkja fallegar sumarlegar myndir á Instagram með #dolcesumar. Því um leið og ég birti nafn sigurvegara sólgleraugnanna ætla ég að velja tvær myndir sem eru merktar #dolcesumar og gefa eigendum þeirra 30ml glös af Dolce ilmvatninu.

d&ggleraugu3

Dolce ilmurinn er sá sem ég hef verið að nota langmest sjálf af sumarilmunum sem eru fáanlegir núna og ég fjallaði betur um hann HÉR. En þar tala ég meðal annars um sterka tengingu á milli ilmvatnsglasins og hönnuðanna sjálfra en Dolce áletrunin á glasinu er undirskrift föður Domenico Dolce sem mér finnst mjög fallegt.

Svo kíkið á sumarilm Dolce & Gabbana, Dolce, og hver veit nema þið gætuð eignast sólgleraugu í stíl við sumarilminn. Einnig vona ég að ég eigi eftir að sjá fullt af fallegum sumarmyndum með #dolcesumar.

EH

21 nýtt naglalakk!

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

 1. Lóreley

  8. May 2014

  já takk :)

 2. Guðrún Erla Bjarnadóttir

  12. May 2014

  Já, takk. Þau eru smart!

 3. Ásta Jónsdóttir

  12. May 2014

  Já takk:D

 4. Anonymous

  12. May 2014

  Flott gleraugu já takk.

 5. steinþóra Þorsteinsdóttir

  13. May 2014

  Væri sko alveg til í þessi… :)